Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 23
STÚDENTABLAÐ 15 Dr. Júlíus Sigurjónsson, prófessor: Akademiskt frelsi og nám í læknadeild Samkvæmt fyrstu háskólalögunum áttu há- skólastúdentar við fullt akademiskt frelsi að búa. Þeim var það í sjálfsvald sett, að hve miklu leyti þeir sóttu kennslustundir og hvort þeir bjuggu sig undir þær eða ekki. Til reikn- ingsskila kom í prófunum. Um margt annað er háskólanám ólíkt námi í öðrum skólum með ströngum aga og árs- prófum. Bekkjaskipting er þar engin eða árspróf. Fullnaðarpróf er þó, í sumum deild- unum a. m. k., tekið í áföngum, og hefur svo verið í læknadeild frá upphafi (eins og í læknaskólanum var áður). Próf eru haldin í lok hvers kennslumisseris, þ. e. tvisvar á ári, og máttu stúdentar „ganga undir embættispróf, þegar þeim sýnist, hafi þeir áður staðizt fyrirskipuð undirbúnings- próf, þar á meðal próf í heimspekilegum for- sp j allsvísindum. ‘ ‘ Með lagabreytingu 1941 var þó síðar heim- ilað að kveða svo á í reglugerð, að stúdent, er ganga vill til prófs, skuli — auk þess að hafa lokið tilskyldum undirbúningsprófum — hafa „notið kennslu í tilteknum greinum á nám- skeiðum, í æfingaflokkum eða við verklegt nám.“ Læknadeild hefur notað þessa heimild, en eins og námi er háttað þar, munu læknastú- dentar sjálfir ekki líta á þetta sem raunveru - lega skerðingu hins akademiska frelsis, þeir munu fremur óska eftir meiri verklegri kennslu en unnt hefur verið að taka upp til þessa. Þá hefur læknadeild einnig notað heimild (skv. áðurnefndri lagabreytingu) til að setja reglur um, hve langur tími megi líða milli þess, að einstakir hlutar prófs eru teknir. Voru þessar reglur settar, er þrengjast tók veru- lega í deildinni vegna sívaxandi aðsóknar. Mikill fjöldi stúdenta innritast árlega í læknadeild, en margir heltast úr lestinni af ýmsum ástæðum. Á árunum 1940—45 innrit- uðust t. d. samtals 172 stúdentar: af þeim munu þegar aðeins 58 hafa lokið læknaprófi og 3 tannlæknaprófi, eða samtals tæpur þriðj- ungur, en að vísu eiga nokkrir eftir að bætast við. Sennilega hafa margir — e. t. v. flestir — hinna ekki verið ráðnir í því að lesa lækn- isfræði, er þeir innrituðust í deildina, og hafa þá aðeins lesið heimspekina eða efnafræði fyrsta árið, en síðan snúið sér að öðru. Aðrir hafa svo ekki staðizt fyrsta hluta prófsins eða hætt, áður en á það reyndi o. s. frv. Lang- flestir þeirra, sem komast í gegnum hreins- unareld fyrsta hlutans, halda hinsvegar nám- inu áfram. Ef akademiska frelsið hefur átt verulegan þátt í því, hve vanhöld hafa verið mikil í fyrsta hlutanum, þá hefur það einnig stuðlað að því, að unnt hefur reynzt til þessa að halda deild- inni opinni án takmarkana. En vart mundi deildinni mikil eftirsjá í þeim, sem vegna á- huga- eða ístöðuleysis þyldu ekki það frjáls- ræði, sem þeim er gefið um tímasókn, svo að þeir þess vegna heltust úr lestinni. Flestir þeirra, sem einráðnir eru í að ljúka námi, munu hinsvegar fljótlega sjá, að ekki hentar að slá slöku við; en nokkurt frjálsræði er upp- örvandi og gefur öllu náminu óþvingaðri blæ. Hygg ég óhætt sé að segja, að læknadeild fyrir sitt leyti sjái ekki ástæðu til né telji æskilegt að takmarka hið akademiska frelsi

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.