Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 30
22 STÚDENTABLAÐ sér að vernda arf evrópiskrar menningar og hræðist ekki óvinahögg. 1 greinum sínum í dagblaðinu „Le Figaro“ segir hann kristnum til skyldunnar; hann er orðinn eins konar andlegur leiðtogi lesendahóps, sem veit ekki fótum sínum forráð í öryggisleysi og ringul- reið nútímans. Það er auðvelt að sjá fyrir, hvaða afstöðu Mauriac tekur í sérhverju nýju vandamáli. Hann prédikar án afláts, að ráða skuli fram úr vandanum af skynsemi og gæzku, hvort- tveggja í senn, og taka jafnframt tillit til þeirra stoða, er vestræn menning hvílir á, en vestræn menning og kristin trú eru í hans augum eitt. Það verður um fram allt að varð- veita frelsi og virðingu mannsins, sjálfræði einstaklingsins, eilífð guðs. 1 þessum heimi, sem efnishyggjan ógnar, er bænin ekki nægi- legt vopn frekar en afskiptaleysið í mynd fyrirlitningar, tortryggni eða háðs. Það verð- ur að ganga til verks, en ekki „troða í eyru og byrgja augu“ eða loka sig inni í hug- myndaheimi þeim, sem margir óánægðir hafa reynt að leita hælis í, þótt þeir yrðu seinna að þola þrælkun og hörmuðu þá að hafa setið aðgerðarlausir hjá. Mauriac er hermaður guðs í heimi nútímans, hann berst af sömu trúarvissu og krossfararnir við Jerúsalem, enda veit hann, að Jerúsalem er hætta búin. Menn þurfa ekki að aðhyllast sömu skoð- anir og Mauriac til að viðurkenna, að trú hans er einlæg og kjarkur hans mikill. Hann hefði getað eins og margir aðrir sezt í helgan stein, farið að dæmi landa síns Montaigne og ritað í notalegri vinnustofu endurminningar, sem heillað hefðu nokkra útvalda. Slíka af- stöðu í málum álítur Mauriac án efa svik, og sjálfur hefur hann kosið að taka áhættumeiri afstöðu, að vera virkur þátttakandi. Hann hefur barizt af heilum hug og oft orðið að þola sára raun vegna sannfæringar sinnar, t. d. er hann sá sér ekki annað fært en taka afstöðu gegn hinum mikla katólska trúmanni Etienne Gilson, er hafði aðrar hugmyndir um baráttuaðferð. Þessi skurðlæknir aldarinnar hikar ekki við að fórna einum lim, þegar vel- ferð alls líkamans er í veði. Hugmyndir Mauriac um skyldur rithöf- undarins í þjóðfélaginu eru nátengdar skoðun hans á skyldum katólsks trúmanns. Hann hefur ætíð framfylgt þessum hugmyndum af hugrekki og skarpskyggni. Fyrir síðustu styrjöld barðist hann ákaft gegn hinum illu öflum og er þau sigruðu á árunum 1940— 1949, hélt hann baráttunni áfram af þeirri stillingu og virðuleik, er gerðu hann að hetju. r--------------------------:-------*v Tveir látnir háskólakennarar Dr. phil. Ágúst H. Bjarnason, prófessor, lczt 22. sept. s. 1. Hann var fæddur árið 1875. Stúd- ent 1894 í Kaupmannahöfn. Lauk meistaraprófi í hcimspeki 1901 og stundaði framhaldsnám í Khöfn, Berlín og Strassburg. Kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1904—1911. Dr. phil. við Ilafnarliáskóla árið 1911 fyrir rit nm fianska heimspekinginn Jcan Marie Guyau. Prófessor í hcimspcki við Iiáskóla ís- lands 1911—1945. Hann var afkastamikill rithöfundur og átti með ritum sínum mikinn þátt i að efla þckk- ingu alþýðu manna á hcimspeki og menningarsögu þjóðanna og vann með því ómetanlcgt starf. Árni Pálsson, prófessor, lézt 7. nóvcmber s. 1. Hann var fæddur árið 1878 og varð stúdent 1897. Síðan lagði hann slund á sagn- fræði við Hafnarháskóla. Bókavörður var hann við Landsbókasafnið 1911—1931, en þá var hann skipaður prófessor í sagnfræði, og því embætti gegndi hann til ársins 1945. Hann var einn hinn svipmesti maður sinnar samtíðar, ritfær og mælskur með afbrigðum og skáld gott. ---------------------------------------------/ Hann var einn af þeim, sem stóðu að hinni frægu leynilegu bókaútgáfu á stríðsárunum, „Les Editions de Minuit“ og skrifaði þar undir dulnefninu Forez. Eftir stríðið sagði hann sig úr landsnefnd rithöfunda (Comité national des écrivains), þar eð hann var ósammála öðrum nefndarmönnum um mark- mið þeirrar nefndar. Mauriac sýnir í skáldsögum sínum, hvernig öfl hins illa verða mannssálinni að grandi, hann berst sem virkur þátttakandi gegn þess- um sömu öflum í harðskeyttum, stílsnjöllum blaðagreinum. Nobelsverðlaunin hefur hann hlotið á ævikvöldi sínu sem einn bezti fulltrúi tíðarandans. (Frú Sigriöur Magnúsdóttir (slenzkaöi.)

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.