Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 31

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 31
STÚDENTABLAÐ 23 Siguröur V. Friöþjófsson, stud. mag.: Sagan um engilinn Lúcifer „Ég skíri þig Lúcifer, engil ljóss og sann- leika. Þú skalt flytja öllum heimum ljós.“ Þannig mælti Drottinn, skapari sólkerfanna, í upphafi tímanna, og allir hinir skínandi her- skarar himnanna lutu höfðum í lotningu og sögðu: „Lofað sé nafn Drottins, sem einn er almáttugur og réttlátur. Verði hans vilji.“ Dýrðlegar eru sveitir englanna, og þeirra tala er legíó, en af öllum þeim herskörum var ég sá, er Drottinn hafði mesta velþókknun á. Ég, Lúcifer, flytjandi ljóssins og sannleikans. Aldrei hefir nokkur elskað ljósið meir en ég, og aldrei hefir nokkur óttazt né hatað hið hræðilega myrkur meir. Og ég tendraði allar sólirnar, smáar sem stórar, að þær lýstu upp heimana, svo að hvergi bæri skugga á. Þá var ljós og friður um alla veröld. Og niðri á jörðinni stóð aldingarðurinn Eden, meistarasmíð Drottins, og guð skapaði mann- inn, Adam, til þess að gæta hans. En hin skap- andi hönd Drottins hvílist aldrei, eilíflega heldur hún áfram að skapa. Og Drottinn skóp Evu. Adam og Eva bjuggu við allsnægtir, en þau voru fátæk í anda, því að þau þekktu ekki leyndardóm lífsins. En Eva var leitandi sál. Þótt hún hefði ofgnótt allra gæða, var hún hvorki ánægð né hamingjusöm. Hún þráði þekkingu og vizku. Hún leitaði tilgangs lífs- ins. Ég, Lúcifer, engill ljóssins og sannleikans, aumkaði hina fávísu, leitandi sál. Ég skráði hinn mikla leyndardóm, sannleikann um til- gang lífsins, geislarúnum á blöð jurtanna og lét vindinn hvísla honum í eyru henni, um leið og hann þaut um krónur trjánna. Og Eva sá, hevrði og skildi ráðninguna á gátunni um lífið. Sá einn er ríkur, sem er fátækur, því að hann er hinn eini, sem gefur allt, sem hann á. Hann gefur sjálfan sig. Og Eva yfirgaf Eden til þess að öðlast þá mestu hamingju, sem hægt er að fá, þá að gefa allt. Og hún gaf sig Adam. En Drottinn, konungur herskaranna, er réttlátur guð, sem lætur syndir feðranna koma niður á börnunum, já allt í sjötta og sjöunda lið. Allir, bæði englar og menn, verða að bera ábyrgð verka sinna fyrir honum, og á stund dómsins er ekki staður fyrir með- aumkun, aðeins ósveigjanlegt réttlæti. Ég var kallaður fyrir hásæti Drottins. Kon- ungur konunganna sat á hástóli sínum, og hin alltsjáandi augu hans voru myrk af sorg, en í kringum hann stóðu herskarar englanna með drúpandi höfuð. Og Drottinn leit á mig óendanlega hryggur og mælti: „Lúcifer, Lúcifer, þú hefir syndgað. Þú hefir brotið lögmál Drottins guðs þíns og herra, fyrir það ber þér að hljóta refsingu.“ Og allar sveitir englanna hneigðu sig og sögðu: „Amen, amen.“ En ég féll á kné fyrir hásæti Drottins, fórn- aði höndum og sagði: „Faðir, fyrirgef mér. Vissulega hefi ég brotið lögmál þitt og syndg- að gegn þér, en það, sem ég hefi gjört, hefi ég gjört af kærleika til mannanna og af ást á sannleikanum og þeim, sem leita hans. Sjá, herra, hve mennirnir munu verða miklu sælli í fátækt sinni, er þeir hafa höndlað sannleik- ann og vizkuna, heldur en á meðan þeir bjuggu í Eden, auðugir en fávísir.“ En Drottinn hinn strangi og réttláti guð, leit á mig, svo að ég þagnaði, og augu hans sindruðu af reiði. Og hann mælti: „Fávís ertu, þú, sem brýtur gegn vilja Drottins aðeins af kærleika til mannanna, því að sannarlega segi ég þér, að vizkan mun valda mönnunum meira böli en fátækt andans, og sá, sem gefur allt, sem hann á, til þess að öðlast hamingjuna, hann gefur af eigingirni, og honum mun ó- gæfan veitast. Jafnvel sannleikurinn mun verða mönnunum til bölvunar, því að það að þekkja hann mun kenna þeim nauðsyn þess að varðveita hann með því að leyna honum, og þannig mun vitneskjan um sannleikann skapa lygina. Og fyrir það, að þú hefir brotið boð mitt og ljóstrað upp því, sem ég hafði gjört þér einum kunnugt, af því að ég elskaði þig meira en aðra, þá skalt þú útlægur verða úr ríki himnanna. Og þar sem þú elskar ljósið meira en allt annað, þá skal þér fyrirmunað að njóta þess, heldur skalt þú bústað hljóta, þar sem allt myrkrið hefir saman safnazt á flótta

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.