Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 34

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 34
26 STÚDENTABLAÐ eyrnasjúkdómum. írá stoínun háskólans. Við því starfi Þá var dr. Magnúsi Jónssyni veitt lausn frá prófessorsembætti i guðfræði samkvæmt eigin ósk frá 1. sept. að telja. Settur próf- essor Magnús Már Lárusson gegnir em- bætti hans eins og ver- ið hefur undanfarin ár. Ráðinn varnýrkenn- ari að tannlæknadeild skólans. Á hann að hafa kennslu á hendi í tannrétt- ingu. — Til starfans var fenginn Jóhann Finnsson, tannlæknir. Breytingar á háskólareglugerð. Hinn 27. ágúst staðfesti forseti Islands breytingar á reglugerð Háskóla Islands. Voru innritunar-, skrán- ingar- og póstskírteinagjöld hækkuð mikið og nokkr- ar breytingar gerðar á prófum í íslenzkum fræðum. Islenzka hefur nú verið aftekin sem námsgrein til B.A.-prófs, en í hennar stað settar reglur um sérstakt cand. mag. próf, sem hægt er að taka eins og hér segir: I íslenzku (bókmenntasögu og málfræði) ásamt einni aukanámsgrein, þ. e. einhverri þeirri námsgrein, sem nú er kennd til B.A.-prófs. 1 sögu (Islandssögu og mannkynssögu) ásamt einni aukagrein. Loks er svo hægt að taka kennarapróf í islenzkum fræðum eins og verið hefur. Gjafir bárust háskólanum nokkr- ar. — Frú Ingibjörg Cl. Þorláksson og kjördætur hennar gáfu háskólanum kr. 50000, er mynda skyldu sjóð til minningar um Jón Þorláksson, verkfræðing. Hlutverk hans á að vera að styrkja efnalitla verk- íræðinema við Háskóla íslands eða til framhaldsnáms við aðra háskóla. Frú Ragnheiður Benediktsdóttir, sem nýlátin er, á- nafnaði háskólanum fjárhæð, er nam 10.800 kr., og á að stofna með henni sjóð til minningar um Benedikt sýslumann Sveinsson, föður gefanda. Tilgangur sjóðs- ins er að veita efnalitlum stúdentum styrki. Þá bárust minningarsjóði Þórunnar og Daviðs Sch. Thorsteinssonar tvær gjafir, samtals 4000 kr. frá stofnanda sjóðsins, Þorsteini Sch. Thorsteinsson, lyf- sala. Sendikennarar erlendra háskóla starfa hér þessir: Dr. phil. Ole Widding í dönsku, fil. lic. Gun Nilson í sænsku, cand. philol. Ivar Orgland í norsku og lic. és lettres Edouard Schydlowsky í frönsku. Gestir háskólans. Á skólaárinu komu nokkrir vísindamenn hingað til lands og fluttu fyrirlestra í boði háskólans: Próf. dr. Gwyn Jones frá háskólanum í Aberyst- wyth í Wales, flutti 18., 21. og 25. sept. 1951 fyrir- lestra um Mábinogion, velsk rit frá miðöldum. Próf. dr. Didrilc Arup Seip írá háskólanum í Osló flutti 15. og 16. júní 1952 fyrirlestra um norska tungu. Sean MacBride, fyrrv. utanríkisráðherra Ira, flutti 11. ág. 1952 fyrirlestur um atjórnmálajtr&unina á Ir- landi. Próf. Hans A. Múller frá Columbia-háskólanum í New York flutti 6. júní 1951 fyrirlestur um svartlist og jtróun hinna einstöku greina hennar. Fyrirlestrar f'yrir almenning í hátíðasalnum. 1. Próf. dr. Stefán Eiuarsson: Tvær draumvisur í Sturlungu, 23. sept. 1951. 2. Próf. Magnús Már Lárusson: Dómkirkjan í Skál- holti, 25. nóv. 1951. 3. Dr. Sveinn Bergsveinsson: Bókmenntastefna kynnt (Stefán frá Hvítadal), 3. febr. 1952. 4. Próf. dr. Þorkell Jóhannesson: Skúli Magnússon og innréttingarnar, 6. april 1952. 5. Dr. med. Gísli Fr. Petersen, yfirlæknir: Geislavirk gerviefni og hagnýting þeirra í læknisfræði. 6. Prófessor Ásmundur Guómundsson: Upprisa Jesú, 2. og 8. nóv. s.l. Háskólalóðinni hefur enn verið komið í betra horf. Einkum var unnið að lagfæringu fyrir aftan skólahúsið. Þar voru bílastæði og akvegur malbikuð, gangstígar hellulagðir og ljóskersstaurum komið fyrir. Umhverfi nýja Garðs hefur einnig verið lagfært og verið er að girða lóð- ina þar. Þá hefur trjágróðri verið plantað meðíram vegum og gangstígum. Má segja að lóðin tæki stakka- skiptum með hverju ári. tók Stefán Ólafsson læknir.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.