Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 35

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 35
STÚDENTABLAÐ 27 Garðarnir eru íullskipaðir að vanda. Þó munu þar vera nokkru færri en undanfarin ár. Prófastsskipti urðu á báðum Görðunum. Dr. Matthías Jónas- son lét nú loksins af starfi sem prófastur á gamla Garði, en við því tók Runólfur Þórarinsson, cand. mag. Þóttu það góð skipti. — Á nýja Garði lét af störfum Ólafur Jónsson, cand. jur., en við tók Höskuldur Ólafsson, stud. jur. Meðal meiriháttar hreytinga má telja, að allflest herbergi Garðanna hafa verið búin nýjum húsgögnum. Eru þau skrifborð, svefnsófi og tveir stólar. Húsgögn þessi voru smíðuð hér innanlands og eru hin vönduð- ustu. Dansleikir voru haldnir að gamla Garði mánaðar- lega að jafnaði. Eru það ferlegar skemmtanir og all- mikið sóttar. Veitingar eru þar allar seldar háskóla- stúdentum við kostnaðarverði. — Á nýja Garði er nú orðin venja að halda árshátið. Fer hún fram um miðjan febrúar. Almennur stúdentafundur var einn haldinn, 5. febr. 1952, og fjallaði hann um lánasjóð stúdenta. Var þar samþykkt tillaga þess efn- is, að óskað var eftir, að lánasjóður stúdenta yrði lát- inn taka til starfa svo fljótt sem unnt væri og ekki síðar en í marz, en ef það reyndist eigi fært, þá að framkvæmdum yrði frestað og náms- og húsaleigu- styrkjum úthlutað, svo sem áður var. var stofnaður að frum- kvæði stúdentaráðs með fögum nr. 5 frá 1952. Er sú breyting á gerð, að í stað óaftur- kræfra náms- og húsa- leigustyrkja, er veitt- ir hafa verið hvern vetur (siðustu árin kr. 250.000) koma náms- lán. Á ríkissjóður að leggja fram 300.000 kr. á ári í 25 ár og jafnframt ábyrgjast 2.6 millj. kr. lán til 10 ára, sem sjóðnum er heimilt að taka. Vorið 1952 fór fyrst fram úthlutun lána af fé því, sem veitt var á fjárlögum fyrir árið 1952 til náms og húsaleigustyrkja. Fjarri íór þó, að fé þetta hrykki til, en eigi tókst að afla fjár á annan hátt. — Umsóknir bárust frá 160 stúdentum um samtals 637.500 kr., en lánaðar voru 288.500 kr. 119 stúdentum. Lánasjóður stúdenta Stjórn sjóðsins skipa: Ásgeir Pétursson, lögfræðing- ur, formaður, og aðrir í stjórninni eru: Gylfi Þ. Gísla- son, prófessor, Þorkell Jóhannesson, prófessor, Ingi R. Helgason, stud. juris og Björn Júlíusson, stud. med. Pétur Sigurðsson, háskólaritari, gegnir nú formanns- störfum i fjarveru Ásgeirs Péturssonar. Vinnumiðlun var komið á fót fyrir forgöngu stúdentaráðs. Á hún að hafa milligöngu um útvegun sumarvinnu handa háskólastúdentum. 1 desembermánuði 1951 var skip- uð nefnd þriggja manna til að annast undirbúning og framkvæmdir. Áttu i henni sæti Bragi Sigurðsson, stud. jur., Baldvin Tryggvason, stud. jur. og Bogi Guð- mundsson stud. oecon. Vann nefndin mikið að mál- inu, en árangur varð fremur rýr. Iþróttalíf var allmikið meðal stúdenta. Hafði Iþróttafélag stúdenta forgöngu í þeim efnum. Legg- ur félagið á það höfuðáherzlu að hvetja stúdenta til íþrótta- iðkana jafnframt námi. Á veg- um þess eru fastir íþrótta- tímar í fimleikahúsinu og einnig hefur stúdentum verið útvegaður ókeypis aðgangur að sundhöllinni á ákveðnum tímum. Félagið átti 25 ára afmæli á þessu ári og var þess minnzt. íþróttafélag stúdenta tók þátt í fjórum margbrotn- um mótum, og stóðu stúdentar sig þar að jafnaði vel. Þá fékk félagið heimsókn körfuknattleiksliðs frá bandarískum háskóla. Eigi gat þó orðið að keppni sökum ónógrar þjálfunar Islendinganna. Fjárskort átti félagið við að etja, en hefur þó hlot- ið nokkrum styrk frá háskólaráði. Loks má geta þess, að stjórnin lét safna saman nokkrum gripum félagsins, og prýða þeir nú anddyri íþróttahússins. Stúdentakórinn, sem stofnaður var í fyrra hefur verið þjálfaður af miklu kappi og er í stöðugri framför. Var bætt við nokkrum mönnum, svo að í honum munu nú vera milli 30 og 40 manns. Meðal fastra verkefna kórsins er söngur 1. desem- ber og síðasta vetrardag, og ef til vill verður haldin söngskemmtun í náinni framtíð. — Háskólaráð hefur styrkt þessa starfsemi nokkuð og hefur sá styrkur verið notaður til að greiða laun söngstjóra, en hann er Carl Billich.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.