Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Page 19

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Page 19
STUDENTABLAÐ 11 Fátt hefur stuðlað jafn mikið að velmegun og þróun mannkynsins á öllum öldum eins og þekking mannsins á hagnýtum eiginleikum efn- isins og notkun ytri orkulinda til viðbótar eigin líkamsorku. Nú er svo komið, að afkoma okkar er að miklu leyti komin undir afköstum véla, sem aðeins er stjórnað af mönnum, en ganga fyrir orku, sem mannslíkaminn framleiðir ekki sjálfur. Flest það, sem við teljum lífsnauðsynj- ar, er að meira eða minna leyti háð ytri orku. Við þörfnumst orku til þess að hita og lýsa hí- býli vor, til þess að sjóða matinn og til þess að knýja áfram farartæki, svo að eitthvað sé nefnt. Þegar á frumstæðu þróunarstigi mun mað- urinn hafa tekið að notfæra sér einföld verkfæri, svo sem barefli cg spjót. Síðan lærði hann að notfæra sér eldinn, en við það opnuðust nýir möguleikar til framleiðslu betri tækja. Til líkamlegrar vinnu tók maðurinn dýr í þjón- ustu sína, en löng bið varð á því, að hann fengi eldinn eða aðrar efnabreytingar til þess að framkvæma vinnu. Reyndar bjuggu Kín- verjar til púður fyrir meira en 3000 árum, en um reglubundna vinnu af völdum eldsins er ekki að ræða fyrr en með tilkomu gufuvélar- innar um aldamótin 1800. Frá þeim tíma hefur orkunotkun mannkynsins aukizt hröðum skref- um og því hraðar sem á líður. Nokkur hluti orku þessarar fæst frá orkulindum, sem ekki þrjóta, svo sem fallvötnum, en mestur hlutinn SIGURGEIRSSON, mag. scient.: r k u I i n d i r kemur frá orkulindum, sem óðum tæmast, svo sem kola- og olíunámum. Olíu- og kolaforði jarðarinnar er svo takmarkaður, að ekki er hægt að búast við að hann nægi orkuþörfinni nema mjög fáar aldir. Það má því teljast tíma- bært að litast um eftir öðrum orkulindum, sem fullnægt geti orkuþörf mannkynsins í framtíð- inni, enda hefur mikið verið um það rætt og ritað. Fyrst er ástæða til þess að athuga, hvaðan orka sú, sem við notum, er runnin. I kolum og olíu er bundin orka, sem sólarljósið miðlaði gróðri jarðarinnar endur fyrir löngu. Orku- forða, sem safnazt hefur saman á milljónum alda, er nú óðum verið að eyða upp á nokkr- um öldum. Orka fallvatna á einnig upptök sín í sólinni. Hiti sólarljóssins fær vatnið til að gufa upp og lyftir því hátt upp í gufuhvolfið. Þar sem vatnið fellur á hálendi eru svo mögu- leikar á því að virkja ár og læki á leið þeirra til sjávar. Yfirleitt má rekja orsakir flestra þeirra orkumynda, sem við hagnýtum, til sól- arinnar. Undantekning frá þessari reglu er jarðhitinn, sem greinilegast kemur í ljós við laugar, hveri og eldgos. Allt bendir til þess að orka þessi sé af jarðneskum uppruna. Hún gefur til kynna, að í jörðinni sjálfri sé hitagjafi, enda er vitað að í jarðskorpunni eru geislavirk efni, sem gefa frá sér næga orku til þess að kynda undir öllum hverum og eldgosum á jörðinni. Við ummynd- un þessara efna breytast sjálfir atómkjarnarnir, en slíkum breytingum er jafnan samfara mikil orkumyndun, um milljón sinnum meiri en þeg- ar um venjulegar efnabreytingar er að ræða, svo sem bruna kola eða olíu. Þó lítið sé um hin geislavirku efni, þá finnst þó vottur af þeim í svo að segja öllum efnum á yfirborði jarðar. Orka sú, sem bundin er í venjulegu bergi vegna

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.