Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 36

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 36
28 STUDENTABLAÐ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, stud. oecon.: Efnahagslegt sjálfstœði Islands Þegar rætt er um sjálfstæði þjóðar, er tíðast átt við hið stjórnarfarslega sjálfstæði eingöngu. Það vill gleymast, að ýmsir aðrir þættir sjálf- stæðisins, svo sem hið efnahagslega og menn- ingarlega sjálfstæði, geta engu síður verið mikilsverðir. Fyrir smáþjóð eins og okkur Is- lendinga, hlýtur þó hinn efna- hagslegi þáttur að skipta miklu máli. Smáþjóð, er ekki getur staðið á eigin fótum fjárhags- lega, getur ekki til lengdar varðveitt sjálfstæði sitt. Hin síðustu ár hefur oft ver- ið bent á þá ógn, er sjálfstæði landsins stafi af setu erlends hers í landinu. Það hefur okki fyrst og fremst verið bent á þá hættu, er efnahagslífi landsins sé búin, ef hið erlenda herlið heldur áfram að soga til sín hættulega mikinn hluta vinnu- afls þjóðarinnar, heldur þau á- hrif, er fjölmennt erlent her- lið hljóti að hafa á menningu og tungu smáþjóðar. Það hefur ekki verið bent eins rækilega á þá hættu, er sjálf- stæði landsins stafi af ríkjandi stefnu í efna- hagsmálum þjóðarinnar. I baráttu gegn dvöl erlends hers í landinu hefur það viljað gleym- ast, að sjálfstæði landsins er ekki síður hætta búin af betlipólitík í efnahagsmálum þjóðar- innar. Arið 1950 varð mikil stefnubreyting í efnahagsmálum Islendinga. Stefnan hafði verið sú að hafa sem mestan hemil á innflutningn- um, flytja aðeins eða fyrst og fremst til lands- ins þær vörur, er ekki væri unnt að framleiða í landinu sjálfu, en láta hinar mæta afgangi. Hlúð var að hinum unga íslenzka iðnaði til þess að auka fjölbreytni atvinnuveganna og spara þjóðinni erlendan gjaldeyri. Þetta var stefna fátækrar þjóðar, sem ekki gat leyft sér óhóf í meðferð fjármuna sinna og eyddi því ekki dýrmætum gjaldeyri í innflutnings óhófs- vara. í marz 1950 urðu stjórnar- skipti í landinu. Arin 1947— 1949 hafði setið að völdum í landinu samsteypustjórn Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins undir forsæti Stefáns Jóh. Stefánssonar. Sú stjórn fór frá í árslok 1949, og tók þá fyrst um sinn við stjórnartaumun- um minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins, eða þar til í marz 1950, að stjórnarmyndun tókst með Framsóknarflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum undir forsæti Steingríms Stein- þórssonar. Hin nýja stjórn boð- aði þegar stefnubreytingu í efnahagsmálum. Kvað stjórnin það eitt höfuðmarkmið sitt að gera innflutningsverzlunina „frjálsa“ og afnema allar hömlur á innflutningi til landsins. Stefnu þessa framkvæmdi stjórnin síðan að verulegu leyti. Að vísu voru ekki öll innflutningshöft afnumin, en nóg til þess að líkast var sem allar flóðgáttir erlends vöruflóðs hefðu verið opnaðar. Margs konar óhófs- og luxusvarningur tók að streyma til landsins og hafinn var innflutningur á erlendum iðnaðar- vörum, sem unnt var að framleiða í landinu sjálfu. Varð hinn ungi og veiki íslenzki iðnað- ur fyrir miklu og þungu áfalli. Á sama tíma jókst útflutningurinn ekkert. Hlaut því út- Björgvin Guðmunásson.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.