Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 3
údentablad Lánasjóður stúdenta. Á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1957 var lagt til, að fjár- veiting til Lánasjóðs stúdenta jrrði kr. 650.000.00. Stjórn sjóðs- ins hafði lýst yfir því áliti sínu, að hún teldi nauðsynlegt, að sjóðurinn liefði á ári liverju kr. 800 þúsund til úthlutunar, til að geta gegnt lilutverki sinu. I sam- ræmi við það var farið fram á, að 800 þúsund krónur yrðu veittar til sjóðsins á því fjár- hagsári. Meirihluti fjárveitinganefnd- ar synjaði þessari heiðni, en minnihlutinn flutti þá breyting- artillögu við aðra umræðu, að fjárhæðin liækkaði í kr. 750 þús- und. Sú tillaga var felld, og er óþarft að geta þess, að hæstvirt- ur menntamálaráðherra og pró- fessor greiddi atkvæði gegn hækkuninni, og sat þó sjálfur í stjórn lánasjóðs, sem mælt hafði með hækkuninni. Hvað lieitir þetta á íslenzku? Óheil- indi. Hræsni. Kvigska.' Um mitt sumar 1957 rann út skipunartími þáverandi for- manns stjórnar lánasjóðs. Bar hrýna nauðsyn til þess að menntamálaráðherra skipaði fljótlega nýjan formann, svo að sjóðsstjórnin yrði starfhæf þeg- ar um haustið. Ráðherra var margbeðinn að hraða þessu máli, hæði með samtölum og minnismiðum á skrifborði hans. Einhvern veginn tókst hinum veizluglaða ráðherra samt að draga það á langinn, unz kom- ið var fram á — ekki elleftu — heldur tólftu stund. En liinn nýi formaður er Sverrir Þor- bjarnarson, — maðurinn, sem sótti um að verða kennari um leið og Gylfi Þ. Gíslason, og síð- ar sótti um forstjórastöðu Tryggingastofnunar ríkisins nokkru fyrr en ráðherrann. Þessi framkoma ráðherrans, sem varð til að tefja störf lána- sjóðs á afdrifaríkan hátt, er ger- samlega óverjandi, einkum þar eð ráðherrann var öllum hnút- um kunnugur, sitjandi i stjórn sjóðsins. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Þegar stjórn- in var að lokum orðin starfhæf, kom vitanlega í ljós, að allt of lítið fé var handbært til þess að lána stúdentum, og um sein- an að afla aukins fjár með lán- tökum. Varð mikil óánægja meðal stúdenta af þessum sök- um, eins og öllum er enn i minni. Haustið 1957 reyndu stúdent- ar enn að fá aukna fjárveitingu til sjóðsins, en það var eins og að herja höfðinu við stein. Ujjp úr þvi var ráðinn viðskiptafræð- ingur til að semja greinargerð um sögu og hag lánasjóðs. Á henni voru síðan byggðar óskir um aukið framlag alþingis til sjóðsins, og þær sendar hæði til menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra. Var það stutt sterkum rökum, að nú yrði f jár- veiting að nema einni milljón króna, til að sjóðurinn fengi fullnægt lánsþörfum slúdenta. Fengu stúdentar nú í fyrsta sinn nokkra náð fyrir eyrum fjár- veitingavaldsins, er fjármála- ráðherra lagði til á frumvarpi til fjárlaga 1959, að Lánasjóð- ur stúdenta lilyti kr. 900 þúsund -—- auðvitað ekki milljón, eins og nauðsynlegt var. Virðist ærin ástæða til þess að minna ríkis- vaklið á skyldur sínar við lána- sjóðinn, því að hlutur stúdenta hefur versnað hin síðari ár. Meðallán til stúdents var 4380 3 krónur haustið 1956, en verður nú rúmar 3800 krónur. Ekki sakar að geta þess, að liáskólaráð endurkaus doktor Gylfa ekki til setu í stjórn sjóðs- ins, og baðst hann þó ekki und- an endurkjöri. Háskólalög. Við aðra umræðu um liáskóla- lagafrumvarpið i efri deild lagð- ist Gylfi Þ. Gíslason gegn því, að fulltrúi stúdenta í háskóla- ráði liefði þar atkvæðisrétt. „Rök“ „doktorsins“ voru m. a. þessi: „Það er a.m.k. andstætt þeirri meginreglu, sem gildir í réttarfarinu hvað þetta snert- ir“(??), sbr. Alþt. 1959, B 1851. Að sjálfsögðu var ráðlierrann í hópi þeirra háttvirtra alþingis- manna, sem lögðust gegn aka- demísku frelsi og eindregnum vilja stúdenta, þegar rætt var um eftirlit með námsástundun. Þá sagði flokkshróðir ráðherr- ans, Benedikt fyrrverandi Sam- vinnuritstjóri Gröndal liin eftir- minnilegu orð: „Ég er þeirrar skoðunar, að liugmyndin um akademískt frelsi, sem er mjög sterlc i hugum stúdenta, sé orð- in úrelt, og þessi liugmynd liafi nú orðið skaðleg áhrif.“ I þessu máli, eins og öllum öðrum, sem stúdenta varða, kom hugur háskólakennarans til nemenda sinna skýrt í Ijós, mannsins, sem segir, að allt frá slcólaárum sínum liafi hugur sinn staðið til þess að vera — ekki forstjóri heldur — háslcóla- kennari (Alþbl. 12. des. 1958, bls. 12). Semínarismi. Enn kemur hugur Gylfa til stúdenta fram í því, að fyrir skemmstu hefur hann opinber-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.