Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Síða 5

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Síða 5
5 S^túdenlabla<f Hér eru húsbœndur háskólaráðs, þeir Gylfi Þ. Gíslason og Birgir Thorlacius, að drykkju í Háskóla íslands, en slíka iðju telja þeir bannaða, þegar aðrir eiga í hlut. Það er at- hyglisvert, en mjög einkennandi fyrir manninn, að Gylfi skýlir glasi sínu með vinstri hendi. liafa verið átt við „bréf mennta- málaráðuneytisins til skóla- stjóra, um bindindiseftirlit í skólum“, 16. sept. 1950, sbr. B- deild Stjórnartíðinda 1950, bls. 469, en þar væri bannað að bafa áfengi um hönd á skemmtunum í skólabyggingum, „sem reistar eru með styrk af almannafé og/ eða standa undir eftirliti f ræðslumálastj órnar“. Stjórn stúdentaráðs kom þeg- ar saman, og eftir að bafa ráð- fært sig við ýmsa lögfróða menn, varð það að ráði, að stjórnin gengi á fund ráðberr- ans, þótt liann liefði ekki sinnt viðtalsbeiðni ráðsins. Hittu stjórnarmenn ráðherrann á beimili lians, og .veitti liann þeim fúslega áheyrn. Þar spurði stjórnin, bvort nokkurrar breytingar væri að vænta á svari ráðherrans, taldi, að bvorki væri báskólinn reistur fyrir styrlc af almannafé, þar eð Happdrætti Iláskóla íslands greiddi allan bj'ggingarkostnað bans og orðið „almannafé“ þýddi liér vafalaust ríkissjóð, eins og jafnan í lögum, — né heldur væri liáskólinn undir eft- irliti fræðslumálstjórnar, sbr. lög um fræðslumálastjórn, en þar segir í annari grein: „Þó er Háskóli íslands undanskilinn ákvæðum þessara laga“. Ráðberrann taldi báskólann tvímælalaust beyra undir fræðslumálastjórnina engu að síður. Mun lagaprófessorum þykja þessi lögskýring nýstár- leg, en báskólaráði uggvænleg. Þá var ráðberra spurður, hvort liann væri fáanlegur til þess að veita undanþágu frá bréfi þessu, er bann teldi ná til liáskólans. Hann neitaði því, sagði, að af þvi myndi rísa slík- ur úlfaþytur, að stúdentum yrði ekki síður til leiðinda og ama en lionum. Kvaðst bann síður en svo gera okkur neinn óleik með þessu, kvaðst vita, að þetta væri stúdentum fyrir beztu. (Vi alene vide — í föðurlegum tón). Aðspurður sagði ráðberr- ann, að liann óttaðist þau blaðaskrif miklu meira, sem leiddu af jáyrði bans, en liin, sem neitunin befði e.t.v. í för með sér. Framb. á bls. 12

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.