Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 10
10 J^túdentablaó BRÉF TIL BLAÐSINS Hr. ritstjóri! Við stúdentar, sem lesum á háskólabókasafninu, höfum stundum velt því fyrir okkur, hvort ekki væri kostur á að fá einhverja þægilega bekki eða stóla, sem við getum tyllt okk- ur niður á, þegar við skreppum fram, til þess að hressa okkur upp og spjalla saman milli á- fanga. Þú værir vis til að koma þessari hugmynd á framfæri. Kveðja, Studi'osus perpetuus. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér um mál- ið, bar stúdentaráð fyrir nokkru fram við rektor þá ósk, að bætt yrði úr þessu og benti i því sam- bandi á það, að t. d. mætti leysa vandann með því að koma U—6 litlum borðum ásamt stólum (samskonar og i anddyri Lands- bókasafnsins) 'fyrir við inngang- inn í hátíðasalinn. — Þessi mála- leitan er nú til meðferðar hjá háskólaráði. stúdenta á Norðurlöndum dag- ana 5. og 6. febrúar. Að því búnu munu þeir félagar halda til Perú og taka þátt í störf- um 8. þings alþjóðasamtaka þeirra (ISC—COSEC), sem stú- dentaráð er aðili að, en það fer fram dagana 15.—25. febrúar skammt fyrir utan borgina Lima, höfuðborg landsins. Þessi ferð mun væntanlega taka um mánaðartíma. Hr. ritstjóri! Mig langar til þess að biðja þig að koma á framfæri verð- skulduðu þakklæti til tónlistar- kynningarnefndar háskólans fyrir kynningar á sinfóníum Beethovens.Þær hafaverið eink- ar fróðlegar, og hef ég, eftir að hafa fylgzt með þeim, mun meiri ánægju af því að hlýða á þessi miklu snilldarverk. Þar sem ég geri fastlega ráð fyrir, að þessari starfsemi verði haldið áfram, svo vel sem hún hefur mælzt fyrir, vil ég nota tækifærið til þess að ympra á einu lítilvægu atriði, sem ég held að gæti betur farið í sam- bandi við kynningarnar. Ef satt skal segja, finnst mér dálítið hvimleitt ráp þeirra, sem setja plöturnar á og taka þær af, inn í bakherbergið, með þeim hurðaskellum, sem því eru sam- fara og ekki verður komizt hjá, þó að fyllztu varkárni sé gætt, en það gera umræddir menn vissulega. Þessi hávaði minnir að nokkru á hamarshöggin, sem ósjaldan má heyra i útvarpinu og menn hafa löngum fett fing- ur út í. Kannske væri þó nær sanni að líkja því við það, að þulurinn þrammaði á þungum skóm einn hring í þulsherberg- inu, áður en hann byrjaði að útvarpa hverjum þætti þess tón- verks, sem flutt er. Ég mundi þvi vilja leggja til, að ráðin yrði bót á þessu, t. d. með þvi að hafa allan tímann á bak við fastan mann, sem Skíðaferð Ferðaþjónusta stúdenta hyggst efna til skíðaferðar helgina 7. og 8. febr. Dvalizt verður í skiða- skála Æskulýðsfylking- arinnar. Valdimar Örnólfsson mun væntanlega veita mönnum leiðbeiningar og kennslu í skíða- íþróttinni. Á laugardagskvöld verður kvöldvaka og dans. Kostnaður verður 50—60 kr. Mætum öll! Ferðaþjónusta stúdenta fylgdist með þvi sem fram fer í salnum (og ugglaust heyrist aftur fyrir), en setti síðan plöt- urnar hávaðalaust á, þegar við ætti. Að lokum: Beztu þakkir. Tónlistarunnandi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.