Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Side 11

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Side 11
11 3 lídentablafi ^JJja llara (eiLLiió í uppsiglingu P R □ F frá Háskóla Islands í jan. 1959. Heimsókn írska leikflokksins, sem liingað kom í fyrravetur, virðist liafa hrundið af stað leik- áhugaöldu meðal háskólastú- denta. Stúdentaráð brá við skjótt og skipaði þriggja manna nefnd á s.l. vetri, sem athuga skyldi, hvort kleift væri að Iiefja leikstarfsemi á vegum stúdenta. Eftir að meiri hluti nefndarinn- ar liafði skilað jákvæðu áliti, var hafizt handa um stofnun leikfélags. Félagið var stofnað seint í nóvembermánuði s.l. á almennum fundi háskólanema og stjórn þess kosin. Eigi voru menn á eitt sáttir á livaða grundvelli félagið ætti að starfa. Var það einkum tvennt, sem ágreiningi olli. I fyrsta lagi hvort einskorða skyldi starfið við stúdenta sjálfa og hleypa þar engum öðrum að, eða livort leitað skyldi samstarfs við unga listamenn og áhuga- menn um þessa liluti út fyrir raðir stúdenta. I öðru lagi deildu menn um,livort fara hæri troðn- ar slóðir og efna til nokkurs konar „herranætur“ háskólans eða stofna svokallað tilrauna- leikhús. Stjórn félagsins telur sjálfsagt, að stúdentar reyni eft- ir megni að starfa ósluddir að málum félagsins. En öll leik- starfsemi hlýtur að byggjast á því, að upp rísi samstarfshæfur hópur þeirra, sem vilja og geta leikið. Á meðan þessi hópur er ekki til í háskólanum, er nauð- synlegt að taka höndum saman við þá nxenn, sem vilja leggja máli þessu lið. Með tilliti til þess hefur verið rætt við nokkra unga áhugamenn hér i bæ með samstarf fyrir augum. Sú hug- mynd að. stofna til tilraunaleik- húss eða „kjallarleikaliús“ lief- ur orðið ofan á. Slik leikhús liafa mjög rutt sér til rúms er- lendis hin siðari ár. I Stokk- liólmsborg eru t. d. starfandi fimm slikir leikflokkar, þar á meðal einn á vegum stúdenta. Hafa stúdentar þar haft 5 til 6 leikrit til sýningar á vetri, nokk- ur undanfarin ár. 1 þessum leik- húsum eru „prufukeyrð“ verk ungra og umdeildra höfunda, sem annars ættu í mörgum til- fellum engan kost á að kynna verk sin almenningi. Leikfélagi stúdenta verður aldrei ætlað að keppa við önn- ur leikhús hér á landi, en tak- ist þvi að hleypa nýjum straum inn i leiklistarlíf Iiöfuðborgar- innar, er tilveruréttur þess tryggður. Geta má þess, að nokkrir af meðlimum félagsins hafa fyrir tilstuðlun þess, lilaup- ið undir bagga hjá kollegum sínum í musteri Tlialiu við Hverfisgötu og tekið að sér nokkur smáhlutverk á meðan þeir bíða i ofvæni eftir stærri verkefnum á heimavígstöðvun- um. Leiksýning krefst mikils og margháttaðs undirbúnings. Ó- víst er, hvort takast muni að efna til sýningar í vetur. En það er von þeirra, sem að þess- um málum standa, að það und- irhúningsstarf, sem nú er að unnið, megi verða vísir að blóm- legri leikstarfsemi meðal há- skólanema á komandi árum. J. Þ. M. Eftirtaldir stúdentar luku em- bættis- og kandidatsprófi frá Háskóla Islands i janúar s.l. Embættispróf: Ciuðfræði: Frank Halldórsson, Jón Sveinbjörnsson og Matt- liías Frímannsson. Læknisfræði: Gauti Arnþórs- son, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Pétursson, Ste- fán Jónsson, Þórey Sigurjóns- dóttir og Þorvaldur V. Guð- mundsson. Lögfræði: Jón Tliors, Ólafur St. Sigurðsson og Ólafur W. Ste- fánsson. Kandidatspróf: Viðskiptafræði: Friðrik D. Ste- fánsson, Geir Magnússon, Rúnar Sigmundsson og Unn- ar Stefánsson. Islenzk fræði: Hannes Péturs- son og Sólveig Kolbeinsdóttir. B.A.-próf: Páll Lýðsson. Það telst til tíðinda, að i fyrsta skipti í sögu háskólans, lilaut stúlka ágætiseinkunn við em- bættispróf; var það læknakandi- dat, Þórey Sigurjónsdóttir, sem lilaut 208 stig. Annar íækna- kandidat, Guðmundur Péturs- son, hlaut sömu einkunn. 10 læknanemar þreyttu fyrsta liluta próf í læknisfræði. Fóru leikar svo, að 8 þeirra, eða 80% féllu. Er hér um mjög alvarlegt mál að ræða, og verður það væntanlega tekið til nákvæmrar athugunar í næstu blöðum.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.