Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 12
12 ^2)ttídentabla6 PEREAT! Framh. af bls. 5 Hér kom í ljós eins skýrt og á verður kosið, að ráðherra þessi lætur hræðslu við ímynduð blaðaskrif hafa áhrif á stjórnar- ráðstaf anir sínar, enda varð rit- ara stúdentaráðs að orði, þegar gengið var af f undi ráðherra, að því væri líkast, að allar aðgerð- ir þessa ráðherra stjórnuðust af ótta einum. Hræðslubandalagið er líka upphaf ráðherradóms hans. Hins vegar er augljóst, að hér er ekki einungis um ótta að ræða, heldur einnig hræsni — en það tvennt til samans hefur þjóðin kallað kvíguhátt, sem stúdentar nefna nú kvígsku. ósagt skal um það látið, hvort ráðherrann hefði veitt leyfið, hefði honum verið boðið að flytja ræðustúf á áramótahátíð- inni. Hitt er vitað, að hann neit- aði hvorki ræðuhaldi né brenni- vinsstaupi í húsakynnum, sem falla óumdeilanlega undir fyrr- nefnt ráðuneytisbréf. Þegar endurbætt kennarastof a Mennta- skólans í Reykjavík var vígð, ekki alls fyrir löngu, sat doktor Gylfi þar kokkteilveizlu og lék við hvern sinn minnsta fingur af kæti. Þá mátti ganga fram hjá fyrrnefndu bréfi, sem eng- inn vafi leikur á um, að nær til menntaskóla. Sjálfum háskólanum liefur heldur ekki verið hlíft við veizluhaldi, þar sem vins hefur verið neytt. Til er ágæt ljós- mynd af doktor Gylfa Þ. Gísla- syni, þar sem hann er að sumbli í Háskóla Islands, ásamt undirtyllu sinni, Birgi Thorla- cius, og höfundi sjálfs ráðherra- bréfsins, BirniiÓlafssyni.Hræsn- in á sér sem sagt engin tak- mörk. Má ekki fara að snúa gamla máltækinu við: „Quod licet Jovi, non licet bovi"?*) Þá hafa prófessorar haldið veizlur og veitt vín í húsakynn- um háskólans, og hefur það hingað til verið átölulaust af Gylfa hálfu. Þá sá sami maður sóma sinn í því að halda alræmda drykkju- veizlu fyrir erlenda (ath. snobb- ið) stúdenta, nokkra próf essora og f áeina stúdenta úr ákveðnum samtökum stúdenta i Ráðherra- bústaðnum. Ráðherrann, sem treystist ekki til þess að leyf a stúdentum að skála á nýjársnótt, stóð fyrir drykkjugildi ungmenna í á- kveðnum stjórnmálasamtökum, sem staddir voru í Reykjavík á þingi þessara æskulýðssamtaka. Þessi samdrykkja unglinganna og ráðherrans fór fram nú í haust niðri í Iðnó. Datt nokkr- um ráðherrabrennivín í hug? Skóla einum allfjarskyldum ljáskólanum, var um skeið leigt húsnæði í kjallara háskólabygg- ingarinnar. Skólinn sá fékk auð- vitað að halda skröll sín í há- skólanum, og var þá ekki fcng- izt um það, þótt marsjerað væri um ganga alla og stiga með miklum glaumi og gleði, bumbuslætti, lúðraþyt og mis- fögrum sönghljóðum. En stú- dentum þýðir ekki að fara fram á að fá að halda einn fagnað á ári í eigin húsakynnum. Fyrr skal lögboðið vald háskólaráðs *) „Quod licet Jovi, non licet bovi"? (Ekki líðst uxanum það, sem Júpiter leyfist). af því tekið og sjálfstæði háskól- ans skert. Ástæða ráðherrans fyrir synj- uninni er vitaskuld ekki lög- fræðilegs eðlis, enda mun skiln- ingur hans i þeim efnum í knappasta lagi. Um það má t. d. vitna til hinna frægu greinar doktorsins í Alþbl. 12/12. 1958, bls. 12 og 3: „Gylfi Þ. Gislason tekur aftur umsókn sína um Tryggingastofnunina, þrátt fyr- ir eindregin tilmæli flokks- bræðra sinna". Greinin er um flest furðulegt og átakanlegt document humaine, en hvað varðar lögspekina, þá má benda á þessa klausu: „Þótt umsóknarfrestur væri liðinn, skipti það engu máli, þar eð ský- laust ákvæði er um það í lög- um .... að ráðherra sé heimilt að veita umsókn um starf við- töku eftir að umsóknarfrestur er liðinn." Um þetta „skýlausa ákvæði" segir t. d. Ólafur Jóhannesson prófessor í Stjórnarfarsrétti, Rvík 1955: (Fyrst er þess get- ið, að ákvæðið eigi ekki aðeins við, er einungis óhæfir umsækj- endur hafi sótt, heldur muni það einnig taka til þess tilviks, að hæfir menn hafi sótt um stöðuna). Síðan segir á bls. 103: „Er það þó næsta óeðlilegt, að veitingarvaldið geti að vild sinni sett þá umsækjendur, sem sækja ekki fyrr en að liðnum umsókn- arf resti, á bekk með hinum, sem sækja í tæka tíð, og geti tekið ein- hvern þeirra, sem of seint sóttu, fram yfir hina, sem sóttu fyrir lok umsóknarfrests". Síðan tel- ur Ólafur, að heimild þessi sé „varhugaverð", og segir að lok- um: „En játa verður, að hag- ræðið við auglýsingu opinbers starfs fer nokkuð að sneiðast,

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.