Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 13
¦~>túdentablad ef heiriiild þessi er skilin eftir orðanna hljóðan". Svo „skýlaust" er ákvæðið að dómi starfsbróður Gylfa. Forvitri var Grímur Thomsen í kvæðinu „Fjóstrú": „. . . . fyrir sálina að setja lás, en safna magakeis, og á vel tyrfðum bundinn bás baula eftir töðumeis." I fyrrnefndri Alþýðublaðs- grein doktorsins getur að líta mjög athyglisverða klausu, sem væntanlega verður tekin upp í aðra útgáfu Stjórnarfarsréttar próf. Ólafs Jóhannessonar og önnur lögfræðirit, væntan- legum stjórnarvöldum til varn- aðar. Þar stendur, að það sé „ríkjandi skoðun innan Alþýðu- flokksins", að „forstjórn þess- arar stofnunar" skuli vera „í höndum einhvers af forystu- mönnum flokksins". I greininni kemur glöggt í ljós, að þetta er einnig skoðun Gylfa Þ. Gíslasonar og ráðherra þess, er fer með tryggingarmál, Guðm. í. Guðmundssonar. Það er reginhneyksli, enda einsdæmi í íslenzkri stjórnmála- sögu, að veitingarvaldshafar skuli lýsa yfir því, að slik flokks- leg sjónarmið skuli ráða um embættaveitingar, fremur en hæfni umsækjenda. Nemendur Gylfa kunna að meta kennsluhæfileika hans, en þeir hæfileikar eru ekki einhlit- ir til prófessorsembættis. Stú- dentar krefjast þess einnig, að kennarar þeirra temji sér al- mennt siðgæði i störfum sinum, hvers eðlis, sem þau eru, en á þvi hefur orðið hrapallegur mis- 13 brestur hjá núverandi mennta- málaráðherra. Þetta síðastnefnda mál mun eitt nægja til þess að halda nafni Gylfa á lofti í stjórnmála- sögunni, sem víti til varnaðar. Þessi grein er rituð til þess að minning Gylfa geymist með- al stúdenta. Slikur er ráðherra sá, er stú- dentar þurfa að sækja til um flest málefni sín. Hlýtt og gott mun í stjórnar- fjósinu í þessari veðráttu. Það er að vísu ekki háttur góðra fjósameistara að hleypa naut- peningi út löngu f yrir vorkomu, og þá sízt geldkvígum, en minn- ugur skyldi búpeningur þess, að fjósameistarinn er samt einráð- ur um það, hvenær hann hleyp- ir kúnum út á guð og gaddinn. Pereat! Hlynnið að æðstu menntastofnun þjóðarinnar með því að skipta við Happdrætti Háskóla Islands 70% af veltunni er greitt í vinninga. Fjórði hver miði hlýtur vinning. VINNINGAR ERU SKATTFRJÁLSIR. Happdrætti Háskóla Islands

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.