Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 14
14 -S)tádentablaó Bréf menntamálaráðherra Reykjavík, 18. desember 1958. Ráðuneytinu hefur borizt bréf stúdentaráðs Háskóla Islands, dagsett í dag, þar sem spurzt er fyrir um, hvort menntamála- ráðuneytið hafi fyrir sitt leyti nokkuð við það að athuga, að stúdentar haldi næsta áramótafagnað sinn % anddyri háskólans. Ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti ekkert við það að athuga, að áramótafagnaður stúdenta fari fram % anddyri háskólabygg- ingarinnar, ef háskólaráð leyfir, en bendir á, að samkvæmt fyrir- mælum, er Björn ólafsson, þáverandi menntamálaráðherra, gaf út í bréfi, dagsettu 16. sept. 1950 og birt er í B-deild Stjórnar- tíðinda s. á., er óheimilt að hafa áfengi um hönd á skemmtun- um í skólabyggingum, sem reistar eru með styrk af almannafé, og/eða standa undir eftirliti fræðslumálastjórnar, og taka fyrir- mæli þessi m. a. til háskólabyggingarinnar svo sem ætlazt var til þegar þau voru gefim út.*) Gylfi Þ. Gíslason (sign). Birgir Thorlacius (sign) Bréf þetta verður að telja svo athyglisvert innlegg i islenzkan stjórnarfarsrétt, að sjálfsagt þykir að birta það i heild. í lögum nr. 35, 19. maí 1930 um fræðslumálastjórn segir skýrum stöfum (sbr. siðasta málslið 2. mgr. 2. gr. laganna), að Háskóli Islands skuli undan- þeginn ákvæðum þessara laga. I þvi f elst, að háskólinn er und- anþeginn ákvæðum 1. gr., þar sem segir: „Kennslumálaráðu- neytið hefur yfirstjórn allra kennslu og skólamála." Samkvæmt þessu getur menntamálaráðherra ekki haft önnur afskipti af háskólanum en þau, sem honum eru sérstak- lega heitmiluð í lögum, svo sem til dæmis i nokkrum ákvæðum háskólalaganna. Þetta veit Gylfi Þ. Gíslason, og þess vegna gríp- ur hann til þeirra úrræða að segja, að ætlazt hafi verið til þess, að fyrirmælin í bréfinu 16. sept. 1950 tækju til háskólans. í þessari speki menntamálaráð- herrans felst, að túlkun hans á því, sem Björn Ólaf sson hugs- aði árilð 1950, á nú að hafa gildi sem ófrávíkjanleg lög. Menn bíða þess nú með nokkurri ef tir- væntingu, að hugsanir Gylfa t>. Gíslasonar fái lagagildi, ekki sízt ef Birgir Thorlacius á að túlka þær. *) Leturbr. Stúdentabl, VERZLUNAR- SPARISJÓOURINN • tekur á móti innlánsfé í sparisjóðsreikning og hlaupareikning og greiðir af því hæstu vexti, eins og þeir eru almennt á hverjum tíma Sparisjóðurinn er opinn alla virka daga kl. 10— 12,30, 14—16 og 18—19, nema laugardaga kl. 10—12.30. Uefziunarópanáióonnnn Hafnarstræti 1. — Sími 2-21-90.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.