Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Side 15

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Side 15
15 Stú clental)la}> STÚDENTAR I ABO SETJA HEIMSMET í / / j/lA / M/ A /™/ /7 t //7 XT 1/1 A ' i a amaua^aó Olle Lindroos heitir ungur stúdent við háskólann í Ábo. Hann er fulltrúi í stúdentaráði skólans. Þann 5. nóv. s.l. var Olle að lesa hlað og rakst þá á fregn þess efnis, að stúdentar í Nottingham hefðu ekið harna- vagni stanzlaust i 100 tíma og þar með hrifið heimsmetið í þessari grein úr höndum Hono- lulustúdenta. Olle þótti þetta ekki ýkjamikið afrek, taldi víst að stúdentar í Ábo gætu gert mun betur. Hann hreyfði mál- inu við félaga sína í ráðinu og fengu þeir strax eldlegan áhuga á aðkoma málinu í framkvæmd. Kjörin var nefnd til að sjá um allan undirbúning. Siðan var lagður fram undirskriftarlisti, en þeir sem vildu taka þátt í akstri barnavagnsins, skyldu skrifa nöfn sín þar. Á örstutt- um tíma höfðu nægilega margir gefið sig fram, til að liægt væri að aka vagninum í 170 tíma með tvo menn við vagninn í einu. Fyrirtæki eitt í Ábo lán- aði barnavagninn, en auglýsing- um var safnað á vagninn til að borga fyrir liressingu lianda þátttakendum. Barnavagninn rennur af stað. Sunnudaginn 1(5. nóv. s.l. marsjeraði lúðrasveit úl á göt- una í hroddi fylkingar, en barna- vagninum var ekið að marka- linunni. Kl. 12 á hádegi var startskotinu hleypt af og vagn- inn rann af stað, en við „stýrið" voru Olle Lindroos og formað- ur ráðsins Carl Tallgren. Um 300 manns fylgdust með þessari merku athöfn. En nú átti vagn- inn að vera á ferðinni fram á næsta sunnudag. Og hann rann og rann, tíma eftir tíma, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ölik- asta fólk slóst í förina liér og þar, góðglaðir sjómenn, ástfang- in ungmenni o. fl. o. fl. I lokin kom fólk og grátbað um að fá að keyra líka, svo mikil var lirifningin. Þríhjól frá Helsingfors. Á fimmtudegi var tilkynnt, að stúdentar við sænska verzl- unarháskólann í Helsingfors ætluðu líka að slá heimsmet, með því að aka þrihjóli frá Helsingfors til Áho. Samtímis var skorað á stúdenta að gefa hlóð. Og loks rann hinn mikli dagur upp, bjartur og tær, sunnudagurinn 23. nóv. Þann dag kl. tvö, þegar barnavagn- inum liafði verið ekið í eina viku og tveimur tímum hetur, rann hann í mark. Síðasti spöl- urinn var mikil sigurför, með hornablæstri og söng og Iiala- rófu stúdenta á eftir vagnin- um. Þá slóst líka þríhjólið frá Ilelsingfors í skrúðgönguna. Við gífurleg fagnaðarlæti 3000 áliorfenda var honum ekið í mark, og siðan lyft hátt á loft svo að allir mættu sjá gripinn, sem hafði verið að setja glæsi- legt lieimsmet, ræður voru haldnar og mikill fögnuður meðal stúdenta. Hið nýj a heimsmet er sem sé 170 kl.tímar, en barnavagnin- um var ekið samtals 810 km af 170—200 stúdentum. Hér ef tækifærið, loksins liafa íslenzkir möguleika á að setja heimsmet, cf viljinn er fyrir hendi. (Þýtt og endursagt úr Gaudeamus). EMBÆTTI • AIJGLÝSIXCA- STJÓRA Stúdentablaðsins er laust til umsóknar sökum þess, að núverandi auglýsinga- stjóri hefur sagt af sér. • Laun: Allt að 10% af auglýsingatekjum blaðsins, — sem eru miklar. • Þeir, sem augastað kunna að hafa á embættinu, vinsamlegast snúi sér til einhvers úr ritnefnd.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.