Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Qupperneq 1

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Qupperneq 1
VERÐ: 4 KR §TtDENTABLAÐ 2. TDLUBLAÐ REYKJAVIK, 1B. MARZ 1959 XXXVI. ARG. memoriam O BJDRGVIN ln DAVIÐ Davíð Sigurðsson, f. í Rvík 19. janúar 1936, dáinn 18. febr. 1959 Eftir hina miklu sjóskaða, sem þjóðin hefur nú orðið fyrir, á margur um sárt að binda. Margir ungir og efnilegi'r menn, sem miklar vonir voru bundn- ar við, eru nú horfnir af sjónar- sviðinu. Meðal þeirra voru tveir stúdentar. Annar þeirra, Davíð Sigurðs- son, fórst með vitaski'pinu Her- móðir, er hann var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavík- ur. Hafði hann oftast unnið þar um borð, er hann var eigi við nám. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956. Stundaði hann síðan nám í skipaverkfræði í J>ýzka- landi við háskólann í Hannover. Er hann kom heim, nú um jól- in, var það ætlun hans að Ijúka við nokkurn hluta af námi sínu við verkfræðideild Háskóla Is- lands á næsta vetri. Við bekkjarbræður hans og skólasystkin söknum góðs vin- ar og félaga. X>ó að hann sé ekki lengur meðal okkar, eigum við samt minninguna um hann. Við minnumst með þakklæti margra góðra samverustunda, þar sem gleði ríkti og engan skugga bar á. Við viljum að lokum votta foreldrum hans og systkinum einlæga samúð okkar við frá- fall hans. • • • Björgvin Jóhannsson, stud. med., var fæddur í Reykjavík 13. júní 1929. Foreldrar hans voru þau Ragnheiður Bjarnleifsdóttir, sem lifir son sinn, og Jóhann Jóhannsson, skipstjóri í Boston. Jóhann fórst á Nýfundnalands- miðum í febrúarbyrjun 1952. Björgvin settist í Menntaskól- ann í Reykjavík haustið 1948 og lauk stúdentsprófi þaðan vor- ið 1952 með hárri I. einkunn, enda var hann ágætur náms- maður, kappsfullur, ötull og flugnæmur. Hann hóf nám í læknisfræði við Háskóla Islands haustið 1952. Eins og flestir íslenzkir stú- dentar vann Björgvin fyrir sér samhliða náminu. I lok s.l. janúarmánaðar hafði hann ráð- ið sig á togarann „Júlí“, sem var þá að fara á Nýfundnalands- mið. Skipið kom ekki aftur úr þeirri för, og mun hafa farizt í kringum 8. febrúar s.l. Björgvin var kvæntur Arn- heiði Magnúsdóttur, og áttu þau tvö börn. Hið eldra, Ragnheið- ur, er fætt í desember 1957, en hið yngra er óskírt meybarn, sem fæddist nú í febrúar.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.