Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 2
2 FRA STÚDENTA- RÁÐI Reykjavík, 28. febr. 1959. Vegna greinarinnar „Pereat“ og blaðaskrifa, sem orðið hafa út af henni, vill Stúdentaráð Há- skóla Islands taka eftirfarandi fram: 1. Á fundi sínum þann 11. febrúar gerði SHl svohljóðandi samþykkt: „Að gefnu tilefni lýsir Stú- dentaráð Háskóla íslands yfir því, að það telur gagnrýni þá, sem fram kemur á menntamála- ráðherra í 1. tölublaði Stúdenta- blaðs 1959, varðandi samskipti hans við stúdenta, vera á rök- um reista, enda telur það fram- komu ráðherrans í þeim mál- um á undanförnum árum ámæl- isverða.“ Undir þessa yfirlýsingu rit- uðu allir fulltrúar í ráðinu, níu að tölu. Fulltrúi Stúdentafélags jafnaðarmanna skrifaði undir með fyrirvara. Á þessum sama fundi lagði fultrúi Stúdentafé- lags jafnaðarmanna fram eftii'- farandi tillögu: „Vegna greinar um mennta- málaráðherra í síðasta tölublaði Stúdentablaðs, sem stúdentaráð telur vansæmandi stúdentum og ekki hæfa til birtingar í mál- gagni sínu, samþykkir stúdenta- ráð að víkja ritnefnd blaðsins frá störfum og jafnfram kjósa aðra hæfa í hennar stað.“ Þessi tillaga var felld með 8 atkvæðum gegn 1. 2. Á fundi sinum þann 13. febrúar vísaði Háskólaráð Há- skóla íslands eftirfarandi spurn- ingum til stúdentaráðs: ,,I) Hver (eða hverjir) erfu) höfundur (höfundar) greinar- innar „Pereat“ í Stúdentablaði 7. febrúar 1959? II) Hver teiknaði forsíðu- mynd sama blaðs? III) Vill stúdentaráð og rit- nefnd beiðast afsökunar opin- berlega á birtingu greinarinn- ar?“ 3. Þann 14. febrúar var hald- inn fundur í stúdentaráði, og þar gefin svohljóðandi svör við áðurgreindum spurningum: ,,I) Samningu greinarinnar „Pereat“ var þannig háttað, að ekki er hægt að fella ábyrgð á einstaka menn vegna hennar. Stúdentaráð telur sér óskylt að gefa frekari upplýsingar um þetta atriði. II) Stúdentaráð telur sér ekki skylt að gefa upplýsingar um teiknara forsíðumyndar. Að gefnu tilefni skal það þó tekið fram, að teiknari blaðsins, Bolli Þórir Gústavsson, stud. theol., hefur ekki teiknað myndina. III) Varðandi þriðju spurn- inguna vísar stúdentaráð til yf ir- lýsihgar ritstjórnar Stúdenta- blaðs, sem gerð er með vitund og samþykki stúdentaráðs. Stú- dentaráð er reiðubúið að birta þá yfirlýsingu í næsta tölublaði Stúdentablaðs.“ Yfirlýsing ritstjórnar er á þessa leið: „Ritstjórnin er efnislega sam- þykk gagnrýni þeirri, sem fram kemur á menntamálaráðherra í greininni „Pereat“ varðandi sérmál stúdenta, en telur orða- lag greinarinnar óviðurkvæmi- legt á köflum og harmar það.“ 4. Þann 16. febrúar var stú- dentaráð og ritstjórn kölluð á fund Háskólaráðs til að hlýða á eftirfarandi áminningu: „I 1. tölublaði Stúdentablaðs, sem út kom 7. þ. m., birtist grein með fyrirsögninni PERE- AT. Greinin er nafnlaus. Ber því ritnefnd blaðsins og útgef- andi, sem er Stúdentaráð Há- skólans, ábyrgð á ritsmíð þess- ari, en hún er ómakleg árás á menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslason, og að rithætti og allri gerð fullkomlega ósæmi- leg. Háskólaráð telur Háskólan- um og stúdentum almennt mikla hneisu gerða með birt- ingu þvílíkrar ritsmíðar og lýs- ir megnustu vanþóknun á slíku athæfi. Háskólaráð telur, að ritnefnd hafi gerzt sek um brot á 24. gr. laga um Háskóla Islands nr. 60/ 1957, sbr. reglugerð fyrir Há- skóla íslands 35. gr., þar sem kveðið er á um það, að „há- skólaráð getur veitt stúdentum áminningu eða vikið stúdent úr skóla um tiltekinn tíma eða að fullu, ef hann hefur gerzt sekur um brot á lögum og öðr-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.