Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 4
^túdentabiað íslenzkir þegnar og héldu áfram að vera það eftir landtöku og landnám á Grænlandi, enda höf- um við hvergi heimildir um ann- að. Við vitum ekkert til þess að þess getið né um það lesið, að þeir hafi sagt sig úr „várum lög- um", en samkvæmt alþjóðarétti þarf nýbyggð að segja sig úr lögum við móðurlandið með sérstakri ráðstöfun, eigi sjálf- stætt þjóðfélag að myndast. En slikt kom auðvitað ekki til greina, þar sem Grænland var þegar í íslenzkri landhelgi áð- ur en það byggðist. Hvorki Grágás né þær lögbæk- ur, sem síðar giltu hér á landi, kannast nokkru sinni við Græn- land sem erlent ríki, heldur ætíð sem innanlands. I mörgum upp- talningum þessara lögbóka á er- lendum þjóðum eru Grænlend- ingar aldrei nefndir á nafn, heldur falla þeir ætíð undir nöfnin „Islendingar" og „ís- lenzkir menn". Þau ákvæði i Grágás eru mörg, sem ótvirætt kveða á um stöðu Grænlands og ekki er hægt að villast á. „Ef maðr á konur tvær hér á landi eða í várum lögum, varðar þat fjörbaugsgarð". „Vár lög" merkir, eins og allir vita, það svæði, þar sem íslenzk lög giltu, ogaf þessu sambandi séstaðþau giltu víðar en á Islandi einu, þ. e. á Grænlandi. Þá segir Grá- gás einnig: „Ef maður verður sekur á Grænlandi og er hverr þeirra manna sekur hér, er þar er sekur." Getur nokkur túlkað þessi orð á annan veg en þann, að dómar grænlenzku dómþing- anna giltu á Islandi og gagn- kvæmt? Aldrei er til þess vit- að, að maður, sem dæmdur var útlægur á Islandi, hafi leitað til Grænlands eða öfugt. FRAMH. Á 6. SÍÐU FRA STUDENTAFUNDI UM VAR Almennur stúdentafundur var haldinn í 1. kennslustofu há- skólans þriðjudaginn 3. marz s.l. Umræðuefni var „varnarmál íslands". Tilkoma þessa fundar var sú, að Ragnar Arnalds, stud. mag., ung- lingakennari í Hafnarfirði suður, sem jafnframt er einn aðal for- ystumaður samtakanna „Friðlýst land", hóf snemma í haust undir- skriftarsöfnun þar, sem þess var farið á leit við Stúdentaráð, að það gengist fyrir áðurnefndum fundi. Munu fimm fulltrúar í Stúdentaráði sjálfu hafa skrifað undir plaggið. Fundurinn hófst um kl. 9, og var fundarstjóri skipaður Hjört- ur Torfason, en fundarritari Kristján Baldvinsson. Aðal rœðu- menn voru þeir Jósef H. Þorgeirsson, formaður Vöku, félags lýð- rœðissinnaðra stúdenta, Heimir Hannesson, fyrrv. formaður Fé- lags frjálslyndra stúdenta, Emil Hjartarson, stud. med. og Ragn- ar Arnalds. Talsverð harka var í fundarmönnum og urðu nokkr- ar deilur um fundarsköp strax í byrjun, þar eð Ragnar Arnalds taldi á sér brotin lög, hvað fundarstjóri taldi fjarstæðu. Umrœ'&ur Fundarsalur var þéttskipaður. (Ljósm. Magnús Skúlason, sem einnig tók aðrar myndir á fundinum).

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.