Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 6
6 J^túdentablao HEFJUM SÓKN - FRAMH. AF 4. 5ÍÐU Þá þykjast málsvarar hins grænlenzka fullveldis finna reka á sínum fjörum, þar sem er skattheit Grænlendinga 1261, og segja, að þá hafi þeir gengið Noregskonungi á hönd, ári fyrr en íslendingar. Þetta er hin mesta fölsun og siðasta hálm- strá þessara manna á grýttum, ófærum lygavegi. Árið 1261 gerðist það á Grænlandi, sem gerðist hér á Islandi 1256, er Norðlendingar hétu sama kon- ungi, Hákoni, skatti. Hefur þó enginn staðhæft, að Norðurland hafi verið sjálfstætt lýðveldi né hafi með skattheiti sínu gengið konungi á hönd. Um skattheit Grænlendinga höf um við aðeins eina heimild, ritaða af Sturlu Þórðarsyni, sagnaritara Magn- úsar konungs. Samkvæmt henni lofa Grænlendingar konungi aðeins skatti, fjárgreiðslu, en sverja honum hvorki land né þegna, trú né hollustu. Án slíkra eiða varð Hákon ekki konung- ur Grænlands. Auk þess höfum við um það heimildir, að þær lögbækur, sem voru lögteknar á Islandi eftir Gamla sáttmála, Járnsiða (1271) og Jónsbók (1281) giltu jafnframt á Grænlandi. Þegar Alþingi hafði samþykkt þessi lög, var skylda þess auðvitað sú, að senda þau til Grænlands til birtingar. Um sendingu Jóns- bókar höf um við tvær heimildir. Er önnur nafnlaus annáll, gerð- ur á Austurlandi, sem Finnur Magnússon ritaði eftir gamalli afskrift, en hin er Grænlands- kronika Lyschanders. Þar segir, að Jónsbók hafi verið send til Grænlands og verið þar „kyndet og kjendt", þ. e. aðeins birt, því að búið var að lögtaka hana fyrir bæði löndin á Alþingi við Öxará, enda segir Jónsbók svo: „En vér skulum lögþingi várt eiga at Öxará á þingstað rétt- um á tólf mánuðum hverjum. ." Vilji menn nú ekki trúa mér í því efni, að Grænland hafi ver- ið nýlenda Islands, og trúi þeir jafnvel ekki heldur svo mætum lögf ræðingum sem Vilhj álmi Finsen, Benedikt Sveinssyni og Jóni Dúasyni, þá gjöri þeir svo vel að kynna sér málflutning Dana fyrir Sameinuðu þjóðun- um árið 1954. Þá treystu þeir sér ekki lengur til að verja kenningu sína um grænlenzkt lýðveldi. enda marghrakin, og játa nú berum orðum, að Grænland hafi verið nýlenda Islands. Á þetta ofaníát sér stað í tveim- ur bæklingum, „Greenland" og „Report on Greenland", sem þeir lögðu fyrir S. Þ. — Og Lannung, formaður dönsku sendinefndarinnar sagði það í ræðu, er hann hélt á þing- inu: „Þjóðfélagslega (politieal- ly) var Grænland með Islandi, sem aftur á móti var tengt við Noreg á fyrstu ölduni landnáms síns" (!!) Þarna er gömlu kenn- ingunni kastað f yrir borð, en ný jafnframt búin til. Okkur ætti ekki að veitast erfitt að hrekja hana fremur en hina fyrri. En aðalatriðið er: Danir hafa viðurkennt Grænland sem ný- lendu Islands í fornöld, og ætti það að verða okkur mikill stuðn- ingur, er við sækjum málið fyr- ir alþj óðadómstól. Því að i raun- inni er það hið eina, sem við þurfum að sanna, að landið hafi verið nýlenda Islands. Það úr- skurðaði Haagdómstóllinn 1933. Norðmenn höf ðu þá numið land á Austur-Grænlandi á þeim for- sendum, að sá hluti landsins væri „terra nullius" (einskis- mannsland). Byggðu þeir þá staðhæfingu á því, að hinar fornu nýlendur hefðu liðið und- ir lok og landið verið „terra nullius" er Hans Egede kom þangað 1721. Töldu þeir land- nám hans ekki haf a náð til Aust- ur-Grænlands. Danir kröfðust aðeins þess, að þetta landnám yrði ógilt dæmt, en þeir treystu sér ekki til að krefjast, að þeim yrði dæmdur yfirráðaréttur á Grænlandi. Dómstóllinn féllst ekki á þau rök Norðmanna, að landið hafi verið „terra nullius" 1721. Taldi hann, að þau yfirráð, sem sköp- uðust yfir landinu í fornöld, hefðu náð til landsins alls og hefðu aldrei glatazt, jafnvel þó að hinir norrænu ibúar þess hefðu dáið út. Auk þess taldi hann, að Grænland hafi fylgt Noregskrónu en ekki Danmerk- ur fram til 1814. Hratt hann með því um aldur og ævi þeirri fullyrðingu, að koma Hans Egedes til GrænJands hafi haft nokkur áhrif á stöðu landsins. Er það grátlegt, að sumir Is- lendingar skuli enn ganga svo langt í dansklund sinni, að halda þessari kenningu fram í ræðu og riti. Er þar eingöngu treyst á fáfræði almennings. Önnur kenning, sem Danir hafa lagt mikið kapp á að hamra inn í Islendinga og tekizt f urðu- vel, er kenningin um útdauða

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.