Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 8
8 Jdlúdenlahfa!) um erlends valds, ættu ekki að vera að seilast til yfirráða í öðru landi og iðka þannig heims- valda- eða nýlendustefnu. Einmitt sú staðreynd, að við liöfum nýlega losnað úr sam- bandi okkar við Dani, ætti, vegna reynslu okkar á þeirra stjórn, að vera okkur öflug hvatning til að losa aðra þjóð, In-æðraþjóð okkar, undan því valdi, er kúgaði okkur í aldir. Það er bæði siðferðileg skvlda okkar og lagaleg. Með kröfum okkar um viður- kenningu réttar til Grænlands erum við ekki að seilast til yfir- ráða þar í landi okkur til gróða og féþúfu, eins og Danir nota það. Við viljum aðeins endur- nýja hið forna og frjálsa sam- band þessara bræðraþjóða, sem báðum þjóðunum mun verða til beilla. Sú tíð kemur vissulega, að þessar þjóðir, sem eiga allt sitt að mestu undir fiskveiðum, munu taka Iiöndum saman og sameinast um hagsmuni sína, er baráttan um auðlindir jarð- ar harðnar. Það gerist nú æ tíð- ara í heimi hér, að nágranna- og frændþjóðir, sem eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta, geri með sér bandalög, og þykir slíkt þroskamerki. — Islend- ingar eiga þess kost að flýta þeirri þróun i Norðurhöfum, sem óhjákvæmilega mun eiga sér stað. Til þess hafa þeir rétt- inn og auk hans siðferðilega skyldu. Þrautarlending dönsku Is- lendinganna er ]>essi: Við verð- um að þegja um Grænlandsmál- ið, það spillir fvrir handrita- málinu. Þarna er á liinn sví- virðilegasta liátt reynt að not- færa ást þjóðarinnar á fornhók- menntum okkar til að þagga niður i öðru máli, sem á að vera henni jafnástfólgið. Það mun aldrei þykja annað en gunguskapur, fláttskapur og ó- lireinlyndi að leggja eina rétt- lætiskröfu niður vegna annarr- ar. Þá er eðli Islendinga hreytt, ef þessar ódyggðir verða heim- færðar á þá. Við erum ekki að beiðast góð- verks af Dönum. Við krefjumst, að þeir hlýði kalli réttar og sið- gæðis. Stúdentar. Sýnum, að meðal okkar séu til aðrar liugsjónir en anddyrishugsjónir. Sviptum þeirri hulu lyga og hlekkinga af Grænlandsmálinu, sem um það hefur veiið ofin. Látum i’étta menn fá rétta dóma. Hefjum sókn á ný í sjálfstæðismálum Islands. KJORDÆMAMÁLID Umræðufundur um kjördæma- málið var haldinn í I. kennslustofu háskólans sl. föstudagskvöld. Að fundinum stóðu Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta og Félag frjálslyndra stúdenta. Sverrir Bergmann formaður hins siðar- nefnda setti fundinn og bað Birgi ísl. Gunnarsson gegna störfum fundarstjóra. Lét Birgir svo um mælt, er hann tók við fundarstjórn, að engu væri likara, en menn væru í fílutíma, slíkt var fámennið. Frummælendur voru þeir Jón Ragnarsson stud. jur. og Tómas Karlsson stud. jur. Jón Ragnarsson ræddi í ræðu sinni nokkuð það óréttlæti, sem nú ríkti í kjördæmaskipun landsins og nefndi ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. Hann drap síðan á þær leiðir, sem helzt hefði verið bent á, svo sem að landið væri gert að einu kjördæmi, komið yrði á einmenn- ingskjördæmum og loks þær til- lögur, sem nú eru helzt uppi um þetta mál, þ.e.a.s. að skipta landinu í fá stór kjördæmi. Jón ræddi nokk- uð kosti og galla þessara þriggja úrræða og komst að þeirri niður- stöðu, að síðastnefnda leiðin yrði happasælust og mundi tryggja mestan jöfnuð milli allra lands- hluta. Hinn frummælenda, Tómas Karlsson, ræddi málið á nokkuð al- mennari grundvelli en Jón og kvað það sína persónulega skoðun að máli þessu yrði á beztan veg í höfn komið ef sérstakt stjórnlagaþing fjallaði um það, en ekki yrði gert út um það innan stjórnmálaflokk- ana. Hann taldi reynslu annarra þjóða af hlutfallskosningum slíka að ekki væri heppilegt fyrir Islend- inga að taka hana upp. Taldi hann hægt að leysa kjördæmamálið á þann veg, að fjölga þingmönnum Rvikur upp í 12—14, skipta Gull- bringusýslu i fjögur kjördæmi, taka þingmanninn af Seyðfirðingum o. fl. Vegna rúmleysis er ekki hægt að geta nánar annara ræðumanna, en þeir voru Benedikt Blöndal og Höskuldur Jónsson. Að lokum töluðu þeir aftur frum- mælendurnir Jón og Tómas og ræddu stuttlega þau atriði, sem fram höfðu komið. Síðan var fundi slitið. STÚDENTAR JJJendici hfadin ^reinar um kuqharefni yllar !

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.