Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 2
^JJöilm íclur J^óniion itncl. oecon.: Burt með stjórnmálaþras úr stúdentaráði! Undirritaður er þeirrar skoð- unar, að aðferð sú, sem nú ríkir við val manna i stúdentaráð, eigi ekki fylgi að fagna hjá meg- inþorra stúdenta, tilhögun kosn- inga og grundvöllur sá, sem þær eru byggðar á, sé ekki aðeins önauðsynlegur málefnum stúd- enta, heldur beinlínis hættuleg- ur og liafi tafið mjög framgang ýmissa hagsmunamála. Listakosningar eru fjarstæða. Eins og kosningatilhögun er nú, geta hagsmunamálin aldrei orðið snarasti þáttur kosninga- haráttunnar. Mönnum er raðað upp á lista, einungis eftir stjórn- málaskoðunum. Gjarnan skipa þá efstu sætin framhleypnir kjaftaskúmar, er einungis starfa sem erindrekar stjórnmála- flokka, og hafa það eitt að markmiði að troða stjórnmála- skoðunum sínum í stúdenta eða senda frá sér pólitískar yfirlýs- ingar í þeirra nafni. Kjósandinn á engin tök á að kjósa þá menn til að sjá málum sínum farborða, sem liann bezt treystir. Hann getur aðeins kos- ið einn lista — ])ólitískan lista -—■ og getur á engann hátt stuðl- að kjöri manns, sem á öðrum lista situr, þótt hann treysti hon- um manna bezt til að vinna að hagsmunamálum og hafa for- yztu stúdenta á hendi. Listakosningum hefur verið fundið það helzt til gildis, að pólitiski meirihlutinn væri knú- inn áfram af ótta við minnihlut- Höskuldur Jónsson. ann og væri slíkt trygging i'yrir öflugu félagslífi og liagsmuna- baráttu. Við röksemdafærslu þessa má þvi bæta, að það hlýtur engu síð- ur að vera hagur minnihlutans, að allt reki á reiðanum, lil að geta bent á slíkt og „notað i næstu stúdentaráðskosningum“. Hin blómlega starfsemi!! stú- dentaráðs undanfarin ár oghinir miklu hagsmunalegu sigrar!! ættu að vera nokkur afsönnun þess, hve haldgóður pískur minnihlutinn er á meirihlutann. Þá er þvi og lialdið fram lista- kosningum tiJ gildis, að mörg séu þau mál stórpólitisk, sem stúdentaráð geti ekki umflúið að taka afstöðu til. Þess vegna sé það brýn nauðsyn, að stúd- entaráð sé valið þannig, að það gefi glögga mynd af skoðunum kjósenda í þjóðfélagsmálum. Þessi rök vorU þyngst á metun- um, er núverandi skipan vav komið á. Kenninguna um pólitísk hlut- föll í ráðinu ei' fljótlegt að af- greiða. Það er engin vissa fyrir því, að pólitískur meirihluti ráðsins hafi meirihluta stúdenta að baki sér. Nærtækasta sönn- unin eru atkvæðahlutföll i stú- dentaráðskosningum þrjú und- anfarin ár. Vaka Rót taekir Þjóðvörn Frjálsl. Lýðr. sós. 1956 .... 307 --------------------- 262 1957 .... 314 101 61 115 61 1958 .... 294 ------ 146 --------' 103 59 Með hliðsjón af þvi, sem liér að ofan er skráð, er það skoð- un mín, að banna eigi stúdenta- ráði, að senda frá sér pólitísk- ar yfirlýsingar i nafni stúdenta. Hlutverk þess er alls ekki að túlka stjórnmálaskoðanir stú- denta eða gera samþykktir, sem linýti þá aftan i pólitísk samtök. Sammála mér hljóta verk- fræðinemar 1950 að hafa verið. Það ár bauð deild þeirra fram sérlista, er hlaut 56 atkvæði og einn mann kjörinn. Þá var ekki verið að kjósa menn í stúdenta- ráð til að túlka pólitískar skoð- anir kjósenda. Þetta var tilraun til að þoka pólitíkinni til hlið- ar og færa hagsmunamálin ein og óskert fram í dagsljósið.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.