Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 3
3 ^tudentahfa^ Hinn 17. marz s.l. héldn læknanemar aðalfund sinn. A þeini fundi var samþykkt tillaga þess efnis, að afnema bæri póli- tískar kosningar. Sex manna nefnd var skipuð til að vinna að framgángi málsins. Á móti tillögu þessari greiddi aðeins einn maður atkvæði — og trúi nú hver sem vill, að öfugstreymi það, er nú ríkir, liafi meirihluta stúdenta fylgjandi sér. Flæmum stjórnmálaþrasið út. Til eru þeir menn, sem sjá eða þykjast sjá, púka í öllum liornum. þegar rætt er um af- nám pólitískra kosninga hér í skóla. Hæst þessara manna her þá, sem hafa þá einfeldnings- trú, að stúdentaráð sé eins kon- ar þrep i stiga stjórnmála- mannsins til efstu himna. Flest- ir mUnu þó líta svo á, að mað- ur sá, sem hlotið hefur sæti í stúdentaráði einungis vegna trausts þess, sem félagar hans hera til lians, hljóti að vera þeim betur settur, sem inn hefur skriðið á kjafthætti og pólitík einni saman. Til hughreystingar þess- um „ungu hræddu mönn- um“ skal hent á leið, sem all- verulega myndi draga úr póli- tískum áhrifum við kjör manna í stúdentaráð, ef ekki útiloka þau með öllu. 1. Hver deild kýs einn fulltrúa. 2. Ivosnir verði 3 fulltrúar al- mennum kosningum. 3. Fráfarandi stúdentaráð kýs einn fulltrúa úr sínum Iiópi. 4. Stúdentaráði verði bannað að gera stjórnmálasam- þykktir eða binda stúdenta í stjórnmálasamtök án þess, að gengið verði úr skugga um, hvort slíkt sé vilji meiri hluta stúdenta. Við 1—3 þarf ekki öðru að bæta en því, að eðlilegast er, að fram komi einstaklingsframboð studd ákveðnum meðmælenda- fjölda og síðan væri kosið milli manna. 4. liðurinn er langmikilvæg- astur. Þegar stúdentaráð hefur enga heimild til að gera stjórn- málasamþykktir, þá hlýtur markmið hinna pólitísku félaga að beinast að einhverju öðru en eiga fulltrúa í ráðinu. Komi fram tillaga og telji þg ráðsins liana stjórnmálalegs eðl- is, þá ber að vísa lienni annað livort til almenns stúdentafund- ar eða viðliafa almenna atkvæða- greiðslu. Hugmynd þessi er hyggð á skipan þeirri, sem ríkti áður en núverandi slcipulag var tekið upp. Á árunum 1930—40 voru hatrammar stj órnmáladeilur uppi í Menntaskóla og Iláskóla. að bana, vegna þess að ráðið Þessar deilur urðu skipaninni var ágætt áróðurstæki. Hags- munamál og félagslíf dróst með hreytingu þessari inn í skugg- ann, en pólitíkin geislist fram á völlinn og hefur drottnað þar óslitið síðan. Ég vek ekki athygli á hug- mynd þessari af því, að liún sé endilega sú, sem framkvæma á, heldur aðeins til að sýna fram á, að leið er lil út úr þeim flækj- um, sem hagsmunamál og fé- lagslíf er núna fast í. Sameinumst um hagsmunamálin. Enginn má taka þetta svo, að ég sé mótfallinn tilraunum til að vekja álmga ungs fólks á stjórnmálum. Sannai-lega vil ég, að stjórnmálafélögin starfi, og færi vel á því, að þau beitlu kröftum sínum í framtiðinni fyrst og fremst að því, að efla hagsmuni stúdenta gegnum stjórnmálaflokkana og þing- menn þeirra. Þessum félögum til hvatning- ar gæti stúdentaráð sett upp töflu eina mikla, þar sem af- rekin væru birt. Er þetta mjög vinsæl aðferð meðal barnakenn- ara til að fá krakka til að skila heimaverkefnum — að ég tali nú ekki um gagn hennar við „liverfasöfnun Þjóðviljans“. Allar breytingar verður að framlcvæma með varúð, vega og meta, skera hurt og bæta við af nákvæmni og heilindum. Ég tel það óheilindi, að fjöldi stúdenta sé innritaður í háskól- ann einungis með það fvrir aug- um að ljá atkvæði sitt á kjör- dag. Ég tel óeðlilegt, að stjórn- málaflokkar og málgögn þeirra geti átölulaust slett sér fram i, hvernig stúdentar velja forystu- menn sina. Það verður að vera mál stúdenta og stúdenta einna. Ég liafna þeirri kenningu, að allt félagshf stúdenta verði að vera reyrt pólitískum fjötrum. Ég kýs stúdentaráð, sem hef- ur það eitt að markmiði, að hæta hag stúdenta og efla félags- og menningarlíf innan háskól- ans. Ég vil, að allir i ráðinu geti starfað að þessu af lieilum Iiuga, minnugir þess, að: „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.“ Úr núgildandi lögum um SHÍ. 20. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög um Stúdentaráð Islands frá 1933. Lögum þessum verður ekki hreylt né við þau aukið, nema Frli, á 9. síðu.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.