Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 4
4 Jfþaka Fyrir rúmri öld var á ferð i Reykjavík Englendingurinn Charles Kelsall. Ferðir útlend- inga hingað voru þá ekki svo tíðar sem í dag, en samt er lítil ástæða til að ætla, að ferð Kel- sallsværi okkur enn minnisstæð, ef þeir atburðir hefðu ekki gerzt, sem nú skulu raktir. Kelsall kom á ferð sinni í heimsókn í Lærða skólann og sá, hve illa var búið að bóka- safni skólans, en það var þá geymt á háalofti skólaliússins. Þótti lionum sjónin ljót og á- kvað að gefa Lærða skólanum hús undir bókasafn sitt. Eftir málavafstur í nokkur ár og bréfaskrif milli utanríkisráðu- neyta Dana og Englendinga liófst smíð hússins loks árið 1866. Þremur árum síðar var verkinu lokið og safnið flutt í hina nýju bókhlöðu, sem Bók- hlöðustígur er síðan við kennd- ur. Þarna fengu inni þrjú bóka- söfn, fyrst skólabókasafnið og bókasafn Prestaskólans, og hafa þau nú bæði verið flutt þaðan, á ólíkan hátt þó. Bækur Presta- skólans munu flestar hafa ver- ið afhentar Háskólanum, en bækur skólabókasafnsins voru í sumar leið fluttar á brott, að vísu skamman spöl, yfir þvert menntaskólaportið — í kjallara leikfimishússins. Þriðja bókasafnið, sem hús- næði fékk í bókhlöðunni, liefur ekki enn verið borið út. Það er Iþaka, bókasafn nemenda. Bókasafn nemenda er afar gamalt. Vitað er, að lestrarfé- ~S>túdental(a(í áttrœl lag skólapilta hefur verið til allt frá því skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur. Á árunum fyrir 1880 hrörnaði fé- lagsskapnum svo mjög, að mörgum þótti til vansæmdar horfa. Kom þá til bandaríski prófessorinn Willard Fiske,auð- ugur bókamaður. Fyrir lians atbeina var árið 1880 stofnað nýtt Iestrarfélag skólapilta, er hlaut nafnið Iþaka. Styrkti pró- fessor Fislce það með bókagjöf- um meðan honum entist aldur. Iþaka fékk til afnota tvö her- bergi í suðvesturhorni bókhlöð- unnar. Um skeið hafði safnið einnig lestrarstofu í húsinu, en hún var af tekin árið 1929, er bókageymslu skólasafnsins var tldeneclilt iSiöndal itad. jur breytt í lestrarsal fyrir nemend- ur. Þá var notkun skólabóka- safnsins orðin mjög lítil, enda lítið haldið við í seinni tíð, og eftir breytinguna, sem nú var gerð, má fullvrða, að notkun safnsins sé úr sögunni. En Iþaka hélt áfram að þrífast, og dafn- aði æ betur þrátt fyrir illa að- búð. Bjó hún við sín tvö her- bergi þar til nýlega, er bókhlöð- unni var fengið nýtt hlutverk. Svo sem nú er rakið, er Iþaka ein eftir þeirra bókasafna, er bókldaða Kelsalls hýsti. Furðu- leg örlagaglettni er það, að hin söfnin bæði skuli nú horfin á braut, annað til háskólans, þar sem það er kjarni guðfræðirita, hitt, sem forðum var á háalofti hins virðulega skólaliúss, nið- ur í kjallara eins leikfimis- húss — og það einmitt safnið, sem bjarga skyldi. Iþaka er ein eftir. Á næsta ári verður hún áttræð. Svo mik- ið hefur að lienni kveðið, að bókhlaðan dró nafn af henni og heitir Iþaka í munni skóla- pilta. Raunar hafa stundum leynzt þeir nemendur í skólan- um, sem ekki vissu betur en Iþaka væri „bara hús“. En jafn- an hafa þeir horfið i fjölda hinna, sem betur vissu. Nú er annað uppi. I september 1958 gerði svo- nefnd „Félagsheimilisnefnd“ samning við rektor Mcnnlaskól- ans í Reykjavík, sem birtur er i 1. tbl. 34. árg. Skólablaðsins. Þar segir frá „Félagsheimilinu Iþöku“, svo að nú lieita tvö fé- lög nemenda Menntaskólans í Reykjavík sama nafni. Lýsir það vel anda þeim, sem nú ríkir í

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.