Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 5
5 líaentablaA skólanum. En Iþaka hin nýja, liéðan af nefnd Iþaka II, hefur hlotið meiri náð skólayfirvalda en Iþaka eldri, framvegis sem hingað til nefnd Iþaka, og skal því nú lýst. Ilúsaskipun hókhlöðunnar er slík, að á neðri hæð er stór sal- ur, þar sem bókasafn skólans vai1 geymt þangað til það var flutt í kjallarann. — Þar eru og tvö herbergi önnur, sem Iþaka liafði til sama tima. Á efri hæð er húsaskipan svipuð, loft yfir salnum og lítið herbergi yfir lierbergjum Iþöku, að vísu stærra en hvort þeirra niðri. Þetta Iierbergi féklc Iþaka nýlega til sinna nota fyrir þráheiðni nemenda, og veitti ekki af. Þegar ákveðin var stofnun Iþöku II, var ráð fyrir gert, að Iþaka héldi herberginu uppi og öðru lierbergjanna niðri, liitt skyldi Iþaka II fá að eldhúsi, en henni nægði ekki salurinn og loftið, þó að háðum væri fengin skrautleg nöfn: „súlna- salur“ og „baðstofa“. Stjórn Iþöku þótti að sér þrengt, en lét kyrrt liggja eins og fyrr, er nafninu var stolið frá lienni og klint á félagsheim- ilið. Stjórn Iþöku II þótti vegur sinn samt enn of litill, sá í liendi sér, að gestum sínum dygði ekkert skot fyrir yfirliafnir, og ákvað að svipta Iþöku því her- berginu niðri, sem enn var not- að undir bækur. Voru liöfð snör handtök og bókunum dengt nið- ur í kassa og neglt yfir undir umsjón Einars yfirkennara Magnússonar. Þarna var þriðj- ungur Iþöku, og er hann enn í kössunum og geymdur þar, sem sízt skyldi gruna — á liáa- lofti skólahússins, þar sem skólabókasafnið var forðum tíð. Hefur nú Iþaka II alla bók- hlöðuna undir nema eitt lítið herbergi á efri hæð, þar sem Iþaka fær að hírast; innrétting- ar allar úr timbri, loft og gólf. Ncmendur Menntaskólans í Reykjavík hörðust lengi við þröngsýn skólastjórn um auk- inn húsakost fyrir félagsstarf- semi sína. Þeir fengu að halda málfundi i bókasafnssalnum, dansæfingar í hátíðasalnum, spilakvöld i Fjósinu, og Íþaka bjó við þröngan kost. Lengi hafði ritnefnd skólans afdrep í loftlierbergi bókhlöðunnar, en eitt sumai' var hún horin út og herbergið leigt ljósmyndaföndr- urum. Þá var bóklilöðuloftið leigl listmálara, en er hann fór, fengu nemendur það til ýmiss- ar starfsemi. Notkun Fjóssins liélt áfram. Þetta mun nemendum hafa þólt óhæfa, og fengu þeir nú þá hugmynd að breyta bókhlöð- unni í félagsheimili og lcaffi- stofu fyrir sig og fengu skóla- stjórn og menntamálaráðherra til að heita sér fyrir þeirri framkvæmd. Var ekkert til sparað, að félagsheimilið vrði sem glæsilegast, en minna um Iþöku hirt, þó að í bóka- safnsherberginu yrði iburðurinn ekki minni, svo sem sést af þess- ari klausu úr grein i 2. tbl. 24. árg. Skólablaðsins: „Nú var aðeins eftir herberg- ið uppi fyrir bækur safnsins, en það er vitanlega allt of lítið. Það er nú yfirfullt af hókum. Á hverju ári bætast safninu tvö til þrjú liundruð bækur. Þetta þýðir, að á hverju ári verður að talca jafnmargar gamlar bækur brott til að rýma fyrir hinum nýju. Slíkt er auð- vitað alveg óviðunandi. Skal nú vikið nokkru nánar að núverandi húsakynnum (her- hergi) safnsins. En þar er allt fyrirkomulag með þeim fádæm- um, að firnum sætir. Ber það þess ljósan vott, að maður sá, er teiknaði það, er alls ekki verður þess álits, sem liann nýt- Frli. á 9. siðu. Húsið var reist yfir bœkur . . . . . . svo veglega er búið að þeim, sem enn fá þar inni.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.