Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 10
10 Cjretar ÍCr. ^Jdriitjánuon itud. jur.: Vcrður efnt tii ntunfcrðnr í sumnr? Starfsemi Ferðaþjónustu Stúd- enta liefur liingað til nær ein- göngu verið bundin við fyrir- greiðslu íslenzkra stúdenta, er ferðazt hafa erlendis. Séð hefur verið um ferðir og uppihald og veitl sú fyrirgreiðsla og upplýs- ingar, sem um liefur verið beð- ið. En starfsemin hefur verið mjög Iitil hér innanlands, sem stafar meðframl af þeirri á- stæðu, að íslenzkir aðilar liafa ekki talið sig geta veitl stúd- entum nokkurn afslátt á ferð- um, ef frá er skilinn sá afslátt- ur, sem veittur er um jólin. Hér er reyndar við mjög ramman reip að draga, þar sem þeir eru flestir samningsbundnir og því ekki heimilt að veila nokkurn afslátt. Hópferðir innanlands. Það var ætlun ferðanefndar að efna til nokkurra skíðaferða nú í vetur. Sú fyrsta var auglýst Iielgina 7.—8. febrúar. Skáli hafði verið fcnginn að láni, og kvöldvaka undirbúin. Þessari ferð var aflýst vegna þátttöku- leysis. Næst var reynt helgina 7.—8. marz. 13 þátttakendur fengust og 3 bættusl við, þegar stöddum. Allir ræðumenn voru á einu máli um það, að honum yrði seint fullþakkað framlag hans til Iþöku II. Hér skal eng- inn dómur lagður á þetta verk, en furðuleg eru örlög þeirrar bókhlöðu, sem fyrst var reist í Reykjavík, komið var á áfangastað, þannig að alls tóku lfímanns þátt í þess- ari ferð. Ferðin var á allan hátt ljómandi góð, en það er óvíst, hvort unnt reynist að fara í aðra skíðaferð, ef áhugaleysi stúd- enta verður áfram slíkt. Um frekari ferðalög innanlands er þess að geta, að ætlunin er að efna lil tjaldhúðarferðar og ann- arra skemmtiferða í maí eða júní, og verður það nánar aug- lýst siðar. Það er vonandi, að þátttökuleysi valdi því ekki, að af þessu geti ekki orðið. Stúdentaskipti. Vonir standa og til, að 20— 30 norrænir stúdentar muni koma hingað á vegum Ferða- þjónustunnar einhvern tíma i júli, og munu þeir dveljast nokkra daga í Reykjavík, en ferðast síðan um landið. Þeir, sem álíta sig geta hýst einhvern þessara norrænu stúdenta, gegn svipaðri fyrirgreiðslu erlendis (ókeypis Iiúsnæði), eru beðnir að hafa samband við Ferðaþjón- ustuna sem fyrst. Með þessu móti væri liægt að draga mjög úr dvalarkostnaði erlendis og spara þannig stórfé. Stúdentar ætlu því að hugleiða vandlega þetta hagkvæma tækifæri, áður en þeir láta sér lil hugar koma að varpa ]>ví fyrir borð. Afsláttur á ferðum milli Islands og Evrópu. Eins og áður er sagt, hafa ís- lenzkir aðilar reynzt mjög treg- ir til þess að veita nokkurn af- St údentalla& Grétar Br. Kristjánsson. slátt á fargjöldum. Leitað hef- ur verið til heggja íslenzku flug- félaganna, en þau hafa því mið- ur ekki getað veitt okkur lið, ])ar sem þau eru bundin af al- þjóðasamþykktum á flugleið- inni Island—Evrópa, og mega því ekki veita annan afslátt en þann, er þau þegar veita, en hann er sem hér segir: 1) Einstaklingar, sem fljúga fram og aftur frá Reykjavík til einhvers staðar i Evrópu, fá 10% afslátt. 2) 10—15 manna liópur, sem ferðast saman, fær 15% af- slált aðra leið, eða fram og aftur. 3) 15manna hópur (eðastærri), sem ferðast saman, fær af- slátt, er nemur 20%. Námsmannaafsláttur. Islenzkir námsmenn erlendis fá afslátt, sem nemur 35%, upp- fylli þeir eftirfarandi skilyrði: a) Námsmenn verða að vera skráðir lil náms erlendis 9 mánuði ársins. Mér skilst, að þetta ákvæði sé undanþægt þannig, að námstími megi vera skeminri.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.