Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 10
10 STUDENTABLAÐ árunum eftir styrjaldirnar kom fljótt í ljós, að eyðing fiskistofnanna vofði yfir og um leið efnahagslegt hrun fyrir þjóðina, ef ekki yrði komið í veg fyrir ofveiði erlendra togara. Is- lendingar reyndu að fá bætt úr þessu með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, sem miðaði að verndun fiskistofnanna, en því miður bar sú viðleitni lítinn árangur. Má t. d. geta þess í þessu sambandi, að á árinu 1949 neituðu Bretar þátttöku í ráðstefnu um friðun Faxaflóa, enda þótt Alþjóðahafrannsóknaráðið hefði áður samþykkt að mæla með því að Faxaflói yrði friðaður, og varð það til þess að ráðstefnan fór út um þúfur. Var því sýnilegt, að Islend- ingum var nauðugur sá einn kostur að hefjast handa á eigin spýtur til að firra vandræðum. Með setningu laganna um vísindalega vernd- un fiskimiða landgrunnsins á árinu 1948 er sjávarútvegsmálaráðuneytinu heimilað að ákvarða takmörk verndarsvæða við strendur landsins innan endimarka landgrunnsins og setja nauðsynlegar reglur til verndar fiskimið- unum á þessum svæðum. Það er alkunnugt, að á landgrunni íslands er að finna mjög auðug fiskimið, enda eru þar hinar þýðingarmestu hrygningar- og uppeldisstöðvar fiska. Sam- kvæmt heimild landgrunnslaganna var síðan gefin út reglugerðin frá 19. marz 1952, sem ákveður fiskveiðitakmörk Islands 4 sjómílur frá grunnlínum, sem dregnar eru beint yfir flóa og firði, og nú síðast reglugerðin frá 30. júní 1958 um 12 mílna fiskveiðilandhelgi, en innan hennar eru bannaðar fiskveiðar útlendinga, auk botnvörpu- og dragnótaveiða Islendinga að verulegu leyti, sbr. einnig reglugerð 29. ágúst 1958. Frá setningu landgrunnslaganna hefur mark- visst verið unnið að því af hálfu íslenzkra stjórnvalda að afla viðurkenningar á alþjóða- vettvangi fyrir rétti Islendinga til fiskveiða á sem rýmstum grundvelli innan landgrunnsins. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir 10 árum var rætt um verkefni alþjóðalaganefndar- innar, sem nýlega hafði verið komið á fót, en hlutverk hennar skyldi vera að rannsaka reglur alþjóðaréttar á ýmsum sviðum, m. a. varðandi úthafið. Sendinefnd íslands á allsherjarþinginu flutti þá tillögu um að nefndinni skyldi, jafn- framt því sem hún rannsakaði reglur um út- hafið, falið að rannsaka reglur um hafsvæði út írá ströndum ríkja (landhelgi og fiskveiðilög- sögu). Fékkst þessi tillaga íslenzku sendinefnd- arinnar samþykkt, þrátt fyrir harða mótspyrnu margra ríkja. Á allsherjarþinginu 1956 lagði alþjóðalaganefndin fram tillögur sínar í þessum efnum. Af hálfu Islands hafði vandlega verið fylgzt með starfi nefndarinnar og umræðum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þessi árin og sérstök áherzla lögð á það sjónarmið, að sér- hverju ríki væri heimilt að alþjóðarétti að ákveða víðáttu lögsögu sinnar yfir fiskveiðum undan ströndum með tilliti til staðhátta og efna- hagsástæðna. Hefur verið gerð rækileg grein fyrir hagsmunum Islendinga í þessum efnum og sjónarmið þeirra skýrð á alþjóðavettvangi, enda hafa aðstæður Islands mætt vaxandi skilningi á undanförnum árum. Það voru Islendingum vonbrigði, að allsherjarþingið 1956, sem fjall- aði um tillögur alþjóðalaganefndarinnar, skyldi ekki sjálft gera þessu máli skil en ákveða í þess stað, gegn atkvæði íslands eins, að láta sérstaka alþjóðaráðstefnu fjalla um málið. III. Þótt Islendingar hefðu heldur kosið að alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna tæki sjálft ákvörðun um hvaða alþjóðareglur skyldu gilda á höfum úti og um víðáttu landhelgi og fisk- veiðilögsögu einstakra ríkja, töldu þeir engu að síður rétt, úr því sem komið var, að taka virk- an þátt í störfum alþjóðaráðstefnunnar, sem hófst í Genf í febrúarmánuði 1958. Sá möguleiki var fyrir hendi, að ráðstefnan gæti náð sam- komulagi um að setja alþjóðareglur um þessi mál. Væri rétt að sjá til enn um sinn, hvort nú tækist loksins að leiða þessi mál til lykta á al- þjóðavettvangi, áður en Islendingar neyddust til að taka sjálfir málið í sínar hendur. Hafréttarráðstefnan hófst 24. febrúar 1958, og stóð í rúma 2 mánuði. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar 86 þjóða. Gekk ráðstefnan frá texta fjögurra alþjóðasamninga og vann í því efni mikið og gagnlegt starf. Samningar þessir, sem ekki verða bindandi fyrir einstök ríki fyrr en þau hafa fullgilt þá, eru þessir: Samningur um landhelgina og viðbótarbelti; samningur um réttarreglur á úthafinu almennt; samningur um verndun fiskistofna úthafsins og samningur um landgrunnið. Auk þess gekk ráðstefnan frá bók- un um lausn deilumála og samþykkti ýmsar ályktanir, m. a. um samninga gegn ofveiði og um samvinnu við strandríki til að vernda hags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.