Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 19
STUDENTABLAÐ 19 Vorið 1933 hóf Nýja stúdentablaðið göngu sína, gefið út af „nokkrum háskólastúdentum“, og var Björn einn þeirra. Hann skrifaði á Háskólaárum sínum margar greinar í blaðið og fór ekki dult með skoðanir sínar og var hvergi myrkur í máli. I greinum þessum komu þegar í ljós ýmsir hans beztu eiginleikar, rökvísi, skap- festa, réttlætiskennd og fyrirlitning á meðalmennsku og yfirborðshætti, sem alls staðar óð uppi. Engum mátti heldur dyljast, að þar fór efni í vísindamann, og er mér þó eigi ljóst, hvort Björn hafði þá þegar ráðið við sig að leggja út á þá braut. Þykir mér ])að þó líklegt. Ritgcrðir hans fjölluðu um hin margvís- legustu efni og voru venjulega ádeilugreinar. En hvort sem þær fjölluðu um fasismann, sem þá rann sitt blómaskeið, hagsmunamál stúdenta eða önnur cfni, var grunntónn þeirra æ hinn sarni: hvatningar- og eggj- unarorð tii stúdenta og forráðamanna skóla og menn- ingarstofnana um að láta ckki sinn lilut. Tvítugur að aldri hóf Björn baráttu sína fyrir eflingu vísinda á íslandi og hélt henni áfram allt til hinztu stundar. Félag róttækra stúdenta var stofnað í apríl 1933, og var Björn kosinn í fyrstu stjórn þess, og þegar félagið vann stúdentaráðskosningarnar 1935, var Björn kjörinn formaður stúdentaráðs. Þá flutti Halldór Kiljan Lax- ness l.-desemberræðuna af svölum Alþingisliússins, og var sá viðburður ein ljúfasta endurminning Björns frá stúdentsárunum. Björn lauk embættisprófi í læknisfræði vorið 1937, eftir aðeins finnn ára nám, enda var hann afburða námsmaður. Hann starfaði sem kandídat við Sjúkra- hús Hvítabandsins í eitt ár og var jafnframt aðstoðar- læknir á Rannsóknastofu Háskólans. Kom brátt i ljós, að þar „fór óvenjulega efnilcgur upprcnnandi vísinda- maður“ (próf. N. D.). Næstu tvö árin var Björn við sérnám í Kaupmannahöfn, fyrst við Carlsbergstofn- unina og síðan við Statens Seruminstitut, en livarf aftur heim til íslands í árslok 1940 og starfaði við Rannsóknastofu Háskólans, unz liann hélt vestur um haf og vann á The Rockcfeller Institute for Medical Research í Princeton í tvö ár. Hann gerðist enn að- stoðarlæknir við Rannsóknastofu Háskólans 1943—45, og var skipaður forstöðumaður Tilraunastöðvar Ilá- skólans í mcinafræði 1. jan. 1946. Rockefellerstofnunin veitti stórfé til þess að koma stofnuninni upp, og var fjárveitingin beinlínis bundin því sklyrði, að dr. Björn yrði þar forstöðumaður, og þeirri stofnun lielgaði liann krafta sína unz yfir lauk og tókst á furðu skömmum tíma að hefja hana til virðingar og álits utan lands og innan. I stuttri grein er ekki unnt að rekja vísindastörf dr. Björns ncma að litlu leyti, og verður því stiklað á stóru. Kunnastur mun hann hér á landi fyrir rannsóknir sínar á garnaveiki í sauðfé. Tókst lionum að búa til bóluefni gegn þcssum vágesti, sem óttast var, að leggja myndi heilar byggðir í auðn, ef svo færi fram sem á horfðist. Björn varði doktorsrit um þetta cfni við Hafnarháskóla 1955 og hlaut mikið lof fyrir. Rann- sóknir hans á inflúenzu og lömunarveiki vöktu mikla athygli, og lilaut hann fyrir þær sérstaka viðurkenn- ingu á alþjóðaþingi veirufræðinga í Gcnf árið 1957, („In recognition of your contribution to mankind in the field of mcdicinc and science“.) Seinustu árin var aðalviðfangsefni Björns rannsóknir á svonefndri visnu í. sauðfé, en það er smitandi veiru- sjúkdómur í miðtaugakerfinu. Enda þótt honum entist ekki aldur til þess að ljúka þeirri rannsókn, hafði hann þó þegar komist að mjög mikilvægum niðurstöð- um, sem vakið höfðu mikla athygli erlendra veiru- fræðinga. Margt fleira mætti nefna af störfum þessa mikil- virka vísindamanns, en ég læt liér staðar numið. Björn var löngu þjóðkunnur maður, en þó fór meira orð af honum erlcndis en hér hcima, og þeir munu eigi margir hérlendis, sem kunna skil á því feikna starfi, sem hann hefur unnið þjóð sinni og íslenzkum vís- indum. Það var rcyndar þess eðlis, að varla er á öðru von. Björn var í fylkingarbrjósti íslenzkra vísindamanna og skeleggasti forvígismaður raunvísinda liér á landi, hafði sjálfur til að bera þá kosti, sem miklum vísinda- manni eru conditio sine qua non, lciftrandi gáfur, skarpskyggni, rökfestu, frjótt ímyndunarafl, sívakandi áliuga og óvenjulcg starfsþrek. Hann leit björtum aug- um á framtíð raunvísinda á íslandi og vissi, að mann- val er hér mikið, en verkefni óþrjótandi. Framhalds- menntun stúdenta og vísindalegt uppeldi var honum hjartfólgnast allra mála, og setti hann sig aldrei úr færi að vinna að framgangi þeirra. Svo sem vænta mátti, brást hann heldur ekki, þegar til hans kasta kom. Ilann átti sæti í Rannsóknaráði víkisins frá 1943 og var formaður þess síðustu fimm árin. Björn átti hugmyndina að stofnun Vísindasjóðs og vann að framgangi þess máls. Hann batt miklar vonir við starfsemi sjóðsins, en hafði einnig á prjónunum nýjar og mjög róttækar tillögur um framtíðarskipulag raunvísindastofnana hér á landi. Er það mál komið á þann rekspöl, að ekki þarf að óttast, að það verði látið niður falla. Nú mætti ætla, að í þessu andrúmslofti raunvísinda ætti liúmanisminn örðugt uppdráttar, en því fór víðs fjarri. Björn var mikill unnandi fagurra bókmennta og lista og fjölfróður í þeim efnum. Islenzk tunga var honum hjartfólgin, enda smekkmaður á mál og mjög sýnt um að setja fram liugsanir sínar á skýran hátt og rökrænan, cn laus var liann við ofstæki og næmur fyrir nýjum skoðunum. Hann gat verið alls óvæginn í orðræðum, þegar því var að skipta, en aldrei ósann- gjarn, enda andstætt drcnglund hans og sjálfsvirðingu að halla réttu máli. Björn var alla tíð stúdcnt, studiosus perpetuus í bcztu merkingu. Ilann var leitandinn, skyggn á fegurð þess, sem fyrir augun bar, vissi að aukin þekking gæddi lífið meiri fcgurð og að fegurst af öllu er það, sem enn er ófundið. Mannkostir Björns og perónuleiki skipuðu honum virðingarsess á mcðal starfsbræðra hans. Það er vissu- lega mikill skaði, er slíkur maður fcllur langt fyrir aldur fram. Björn var kvæntur Unu Jóhannesdóttur frá Hof- stöðum í Skagafirði, og eru börn þeirra þrjú, Edda Sigrún, Sigurður og Jóhannes Orn. Gunnar J. Cortes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.