Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 25
STÚDENTABLAÐ 25 innar, guðfræðideildar, lagadeildar og viðskipta- fræðideildar og hver þeirra haft þar handbækur og brýnustu fræðirit, sem til kennslunnar þarf. Sjálfbeini yrði í bókageymslum nokkrum, sem þar mundu enn verða, en starfsmenn frá aðal- safninu kæmu til eftirlits og lagfæringa stund tvisvar á dag, — gæzla að öðru leyti öll falin stúdentum sjálfum. Kostnaður við endurnýjun rita í námsherbergjum þessum yrði lágur og bor- inn uppi af sáttmálasjóði. Fræðimenn og námsmenn við ritgerðasamn- ing yrðu mestmegnis að stunda hið raunveru- lega háskólabókasafn, í nýja húsinu. Bókakost- ur íslenzkra fræða verður að vera þar og megin- stofn heimspekideildarbóka yfirleitt. Geta má þess raunar, að hið góða safn BÞ er háskóla- séreign, sem háskólaráði er frjálst að staðsetja hvar sem vill án tillits til þess, hvar því Há- skólabókasafni, sem formlega séð mun verða Landsbókasafnsdeild, er séð fyrir nýju hús- næði. Er því sá möguleiki talinn tækur, þótt sennilega sé óhentugur deildinni til lengdar, að skilja safn BÞ eftir í húsnæðinu, þegar megin- stofn safns flyzt, og mynda utan um það „seminarium“-safn íslenzkrar bókmenntasögu og nútímamáls íslenzkunnar. Lestrarsalur á vegum læknadeildar verður í nýju húsnæði hennar, þegar það kemur. í safnhúsinu nýja þarf að koma fyrir 10—20 vinnuherbergjum háskólakennara, sem þangað geti vitjað árla morguns og síðla kvölds um sér- stakan inngang húss. Væri þá unnt að veita þeim nokkra möguleika til sjálfbeina í tiltekn- um safngeymslum utan afgreiðslutíma. Góðar fyrirmyndir að þeirri tilhögun veit ég um er- lendis, en ýmis konar reynslu úr Háskólabóka- safni má styðjast við. Eftir sem áður yrðu nógir til að þiggja kennaraherbergin, sem eru í há- skólahúsinu, og þangað fengju kennarar láns- bækur úr safni á venjulegan hátt, en oftast minna magn í einu en hinir gætu að sér dregið, sem safnhússherbergin hlytu. Það riss, sem ég bregð upp, af sérskilyrðum einstakra deilda og háskólakennara til safns- nota, eftir að safn mitt yrði flutt, er losaralegt og ekki nema hálfsögð saga. Öruggari di'ætti er þá fyrst hægt að draga, þegar aðilar að safn- húsinu hafa ákveðið fyrirkomulag þess í megin- dráttum. Astæðulaust væri að þegja um það, að í sér- hverjum háskóla, sem ég veit um, nema hinum íslenzka, er sífelld togstreita milli aðalbóka- safns og þeirra smábókasafna, sem nálega hverju prófessorsdæmi (,,prófessorati“) eru áhangandi og heita „seminarium“-söfn. Nýjasta stefna framsýnna yfirbókavarða er sú um öll lönd að hlynna að myndun smásafna þessara, en leyfa húsnæði þeirra aldrei að stækka um- fram það, sem þarf fyrir námskröfurnar sjálfar. Takmarkast þá rúmmál bókaforðans af því; af- gang geymi aðalsafnið. Sé ekki ástæða né að- staða til að hafa ,,seminarium“-safn á hvern prófessor, skal forðast að spyrða saman tvo og tvo, en betra að miða við 3—4 háskólakennara í hverju slíku deildarsafni og ljá þá bókavörð úr aðalsafni til sumra safnstarfa. Núverandi Háskólabókasafn er samsteypa fimm deildarsafna (eða fleiri safna raunar) og voru 4 þeirra til fyrir stofnun þess 1940. Þau urðu að flytjast í einn stað saman af húsnæðis- ástæðum og til að geta haft bókavörð. Ört vax- andi rúmtak aldraðra bóka hjá hverri deild var auk þess töluverð sameiningarröksemd og verð- ur svo ávallt. Hvaða partur úr Landsbókasafni ætti Háskólabókasafnið að vera? Islandsdeildarhlutverk Landsbókasafns mun ekki breytast við sameining safnanna. Og fyrir- komulag notkunar á íslenzkum ritum, sem Há- skólabókasafn hefur eignazt í prentskilum, verður mest undir húsnæði og útlánsháttum nýja hússins komið. Skal það ekki rætt nú og því síður museumskyldur safnanna: að varð- veita vel allar dýrar ritraðir og fágæti, þótt erlent sé. Miðum spjall þetta aðeins við hlut- verk erlendu safndeildarinnar að auka þekk- ingu á þann hátt, sem háskólar smáþjóða munu allir krefjast. Flettum upp lögum um Landsbókasafn og ályktun Alþingis 1957 um, að Háskólabókasafn skuli sameinast því á næstu árum. Ályktunin tekur m. a. fram, að sameiningin skuli verða þannig, að í deildinni Háskólabókasafni (með eða án nafnbreytingar) sé sá þáttur Landsbóka- safnsstarfseminnar, „sem miðast við handbóka- og námsþarfir stúdcnta og kennsluundirbúning og rannsóknir kennara“, og í samstarfi safnanna skuli þegar í stað og ávallt höfð hliðsjón af væntanlegri sameiningu þeirra. Vilji Alþingis er sýnilega sá, að erlenda deild- in í Landsbókasafni skuli, að museumhlutverki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.