Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 41

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 41
STUDENTABLAÐ 41 Frá deildarfélögum Frá félagi guðfræðinema Skyggnzt í granna garð Þegar söfnuðirnir í Noregi koma saman til guðsþjónustu, þá hafa þeir langa og marg- þætta kirkjubæn að lokinni ræðunni. Eitt af því, sem þá er beðið um, er, að Guð gefi kirkju sinni þjóna, sem bæði boða rétt og breyta vel. Þessa bæn biður söfnuðurinn sameiginlega í hverri guðsþjónustu, og hefur svo lengi verið. Þetta hefur ekki einungis verið varabæn, því að söfnuðirnir hafa sýnt það í verki, að þeir eru fúsir til að gera sitt til þess, að Guð geti bænheyrt þá. Um síðustu aldamót náði nýguðfræðin eða „frjálslynda“ guðfræðin sterkari tökum við há- skólann í Osló. Tóku þá margir að verða ugg- andi um að prestarnir myndu víkja af grund- velli kirkjunnar og fara að boða annarlegar kenningar. Miklar deilur stóðu um játningar kirkjunnar og margar höfuðkenningar hennar, sem söfnuðirnir byggja trú sína á. Brátt dró til tíðinda í þessum deilum, er prófessorsembætti losnaði við guðfræðideildina. Dráttur varð á að veita embættið, en að lokum samþykkti meirihluti ríkisstjórnarinnar að veita nýguð- fræðingi það, þrátt fyrir mótmæli kirkjumála- ráðherra og margra annarra. Þetta varð til þess, að bæði kirkjumálaráðherra og einn prófessor- inn við guðfræðideildina sögðu af sér embætt- um, mótmælaskyni. Prófessor þessi hét Sigurd Odland og var þá talinn einn lærðasti guðfræð- ingur á Norðurlöndum. Dr. Odland tók nú að vinna að því, að söfn- uðirnir stofnuðu sjálfir háskóla til að mennta presta sína á grundvelli Guðs orðs og játninga evangelisk-lúthersku kirkjunnar. Hann ferðaðist um landið og ræddi þessa hugmynd við söfnuðina. Þetta varð til þess, að Safnaðarháskólinn (Det teologiske Menighetsfaktultet, skammstað- að M. F.) var stofnaður og tók til starfa haust- ið 1908. Litið um öxl. Nú hefur M. F. starfað í 50 ár og þá er hægt að líta yfir farinn veg. Það var ekki stórfeng- leg byrjun. Aðeins 8 stúdentar og 3 kennarar, þar á meðal prófessor Odland, hófu starfið við ófullnægjandi skilyrði. Starfið byrjaði smátt, en í vondjarfri trú og það er með nokkurri hreykni, að vinir M. F. líta yfir hinn sýnilega árangur. Frá upphafi hafa útskrifazt 1200 guðfræð- ingar frá skólanum, og er það um það bil % allra núlifandi guðfræðikandidata í Noregi inn- an við sjötugt. Þeir eru flestir prestar, kenn- arar við æðri skóla, kristniboðar eða starfs menn kristilegra hreyfinga. Það hefur stundum verið reynt að gera lítið úr fræðilegum iðkunum við M. F., þessum ,,al- þýðuháskóla“, en reynslan hefur sýnt, að þaðan koma nemendur, sem eru fullkomlega sam- bærilegir við aðra guðfræðinga. 19 af 30 nú- lifandi guðfræðidoktorum frá Oslóarháskóla hafa hlotið menntun sína við M. F., og halda tveir þeirra nú fyrirlestra við guðfræðideild háskólans. Auk þess hafa 4 nemendur frá M. F. doktorsgráðu frá heimspekideildinni, og sá fimmti mun hljóta hana innan skamms. M. T. veitir efnilegum kandidötum góða styrki til framhaldsnáms. Skólinn hefur 8 fasta kennara. Þeir hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.