Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 51

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 51
STÚDENTABLAÐ 51 in voru gerð að kennslunni í deildinni. Það sem einkum virðist mæla með slíkri ráðstöfun, er m. a. sú staðreynd, að töluverður fjöldi kandi- data heldur utan að prófi loknu til að nema þar ,til viðbótar þeirri ágætu menntun, sem þeir fá hér, almenn fræði í grein sinni, sem vanzalaust mætti kenna hér. Til þessa fer tölu- verður erlendur gjaldeyrir, sem er dýrmætur á „síðustu og verstu tímum“. I öðru lagi má benda á, að vafalaust eru þeir margir, sem ekki eiga þess kost, af margvíslegum ástæðum, að fara utan, en mundu vilja hagnýta sér frekari kennslu hér heima. Veigamestu ástæðuna vildi ég samt mega telja að það á að vera metnaður okkar, og kappsmál, að ungum Islendingum sé veitt jafn fullkomin menntun og nokkur kostur er, í sínu eigin landi. Það er þáttur í okkar sjálfstæði. Vitanlega hefur nám erlendis marga kosti fyrir stúdenta í jafn alþjóðlegri fræðigrein og hagfræðin er, enda er engin ástæða að leggja það með öllu niður. Frekari sérhæfingar mætti jafnt sem áður afla erlendis. Má í þessu sam- handi minna á þann möguleika, ef hagfræði- stúdentar vilja víkka sjónhring sinn og mennt- un, að ráða sig í vist hjá erlendum fyrirtækjum og stofnunum um nokkurra mánaða skeið. Það ætti að vera auðvelt fyrir milligöngu Alþjóða- sambands hagfræði- og viðskiptafræðinema og fleiri aðila, sem þar koma til greina, ef dálítil vinna væri lögð af mörkurn til að koma því sambandi á í fyrsta sinn. Danir og Norðmenn hafa um nokkurt skeið hoðið stúdentum sínum upp á hagfræði- og stjórnfræði, þótt nokkuð sýnist það með hvor- um hætti. Danir kenna slíkt bæði í Kaupmanna- höfn og Árósum. I Arósum er náminu skipt í tvo hluta. Að fyrri hluta loknum verða stúdent- arnir að gera upp við sig, hvort þeir vilja velja sér reksturshagfræði eða stjórnfræði að sér- grein. Á báðum þessum stöðum eru tölfræði- legar rannsóknarstofnanir, þar sem stúdentar eru skyldir að vinna að rannsóknum um ákveðið tímabil. Þetta er orðið lengra spjall en ætlað var í upphafi þótt aðeins hafi verið drepið á fá atriði. Hins vegar er gaman að hafa þessi atriði í huga, þegar við minnumst senn tuttugu ára afmælis deildarinnar, þegar við lítum á hvað vel hefur verið gert og hvaða hugsanleg verkefni bíða á næstunni. Athugasemd Vegna greinar dr. Jóhannesar Nordals, „Út af eyði- mörkinni", og framkomu meirihluta ritnefndar varð- andi þau skrif doktorsins, verður ekki hjá því komizt, að gera eftirfarandi athugasemd: I ritnefnd náðist samkomulag um það, að pólitískum deilumálum skyldu ekki gerð skil í 1. des.-blaðinu. Nokkrum dögum eftir að höfuðefni blaðsins hafði verið ákveðið, báru tveir nefndarmenn fram tillögu um, að dr. Jóhannesi Nordal yrði falið að rita um efnahags- mál í blaðið. Við mótmæltum harðlega þessari sam- komulagsriftun og vorum því algerlega andvígir, að pólitísk deilumál eins og efnahagsmálin yrðu vakin upp í blaðinu. Saga þeirrar deilu, sem út af þessu reis, verður ekki rakin hér. Meirihluti ritnefndar sagðist treysta dr. Jóhannesi Nordal að fjalla hlutlaust um efnahagsmálin og væri því engin hætta á því, að póli- tík kæmist inn í blaðið. Einnig kvaðst meirihlutinn hafa skýrt dr. Jóhannesi frá þeirri stefnu ritnefndar, að úti- loka pólitísk deilumál úr blaðinu. Þegar allar greinar höfðu borizt í blaðið, kom í ljós, að allir greinarhöfundar höfðu virt stefnu ritnefndar, nema einn •— dr. Jóhannes Nordal. Grein dr. Jóhannesar er mjög pólitísk og hlutdræg, eins og allir geta séð, og á því að okkar áliti ekkert erindi í þetta blað, sem samkvæmt samróma áliti rit- nefndar á að vera helgað sjálfstæðismálum þjóðarinnar og baráttumálum stúdenta, án þess að taka þátt í hinni pólitísku togstreitu þjóðmálabaráttunnar. Skal hér drepið á örfá atriði 'til að undirstrika þetta. Órökstutt nöldur doktorsins í garð vinstri stjórnar- innar er í hæsta máta ósamboðið manni í jafn virðu- legu embætti og dr. Jóhannes Nordal hefur. Fullyrð- ingar hans eru ekkert annað en hlutdrækni í þágu andstöðuflokks vinstri stjórnarinnar. Sérhverjum manni, sem kynnir sér efnahagsmála- stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og boðskap dr. Jóhann- esar Nordals um nauðsynlegustu aðgerðirnar í efna- hagsmálum — gengisfellingu, afnám verðlagseftirlits o. fl., hlýtur að vera ljóst, að hér er um að ræða ná- kvæmlega samrýmda stefnu, sem er til alls annars fallin en að bæta hag almennings. Aróður dr. Jóhann- esar í þessum efnum er ekkert annað en hlutdrægni í þágu Sjálfstæðisflokksins. Geigvænlegasta atriðið í grein dr. Jóhannesar er þó hótun hans til almennings um að taka þegjandi aðgerð- um þeim, sem hann vill láta rikisstjórnina framkvæma. Áskorun hans til ríkisstjórnarinnar um að framfylgja slíkum ráðstöfunum eftir „með öllu því valdi. sem hún hefur yfir að ráða“, hlýtur að skiljast sem boð- skapur um að ríkisvaldið beiti launþega þvingunarlög- um í réttindabaráttu þeirra. Að öllu þessu athuguðu, erum við andvígir þessari grein. Við teljum hana brjóta í bága við hagsmuni stúdenta og tökum enga ábyrgð á birtingu hennar. Eysteinn Þorvaldsson. Jón E. Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.