Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 57

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 57
STUDENTABLAÐ Kvöldvökur hafa nokkrar verið haldnar. Þar hafa merkir menn og aðrir reifað margvísleg mál. Gekkst bókmennta- kynningarnefnd m. a. fyrir umræðum um „Hina ungu, reiðu menn“ og hafði Thor Vilhjálmsson framsögu í því máli. Þá ræddi Sigurður A. Magnússon, gagnrýn- andi um tæknilega sérgrein Lofts Guðmundssonar, rit- stjóra „Flugmála og tækni“, „Gangrimlahjólið". Þá hefur Tómas Guðmundsson einnig komið fram á kvöld- vökum stúdenta og flutt frumsamin ljóð við miklar undirtektir. Tónlist er eigi nærri nógu vel rækt af stúdentum. Helzt hafa þeir kyrjað nokkur sönglög 1. desember 1958 og enn- fremur komið fram í danshúsinu „Lido“ á sumarfagn- aði stúdenta. Höskuldur Ólafsson, lögfræðingur hefur stjórnað kór þessum, sem nefndur er „Karlakór stúd- enta“. Hins vegar sækja stúdentar tónlistarkynningar Háskólans nokkuð dræmt og er það miður" mjög, því þar hafa inar merkustu tónsmíðar verið fluttar og einnig skýringar við þær. Komið hefur til tals að ráða sér- legan tónlistarráðunaut að skólanum og mun það mál í athugun. Vinnumiðlun hefur færzt í vöxt. Hefur stúdentum verið „miðlað“ inum aðskiljanlegustu störfum. Hafa þeir bæði verið á togurum og varðskipum og einnig tekið að sér rétt- lætanleg jólasveinastörf fyrir bókaverzlun nokkura. Hefur mikill áróður verið í frammi hafður til að benda atvinnurekendum á þau þægindi, sem þeir geta haft af starfsemi þessari. Vinnu- og húsnæðismiðlun heyrir hvorttveggja undir sömu nefnd. Húsnæðsmiðlun hefur hins vegar heldur minnkað og hafa flestir stúdentar fengið inni án hjálpar hennar. I vinnu- og húsnæðismiðlunarnefnd áttu sæti þeir Bragi Steinarsson, Ingólfur Örn Blöndal og Björn Páls- son, allir studiosi juris. Skáktafl og bridge var nokkuð haft í frammi. Fram fór skákmót milli deilda og sigraði lagadeild með óskaplegum yfirburð- um. Einnig efnt til hraðskákmóts, sigurvegari Stefán 57 Briem. Friðrik Ólafsson skýrði skákir sínar frá móti í Hollandi. Skáknefnd skipuðu: Grétar Haraldsson, stud. jur., Jón Elíasson, stud. polyt., og Gunnar Gunnlaugs- son, stud. med. Bridgekeppni haldin og sigraði sveit Gunnars Jó- hannessonar. í bridgenefnd voru Ólafur G. Einarsson, Jóhann Níelsson og Guðmundur T. Magnússon. innrituðust í haust sem hér segir: Guð- fræði 6, læknisfræði 27, tannlæknar 5, lögfræði 29, viðskiptafræði 15, verkfræði 6, lyfjafræði lyfsala 3 og heimspekideild 98, alls 189 stúdentar. Þá eru við nám í háskólanum: 23 í guð- fræði, 193 í læknisfræði, 19 í tannlækn- ingum, 121 í lögfræði, 24 í verkfræði, 8 í lyfjafræði lyfsala, 300 í heimspekideild, alls 793. Bókmenntakynningar voru að þessu sinni tvær haldnar. In fyrri á verkum Þórbergs Þórðarsonar. Fór hún fram 7. desember. Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur flutti erindi um rit- höfundinn og verk hans. Upp úr verkum hans lásu: Lárus Pálsson, leikari og stúdentarnir Brynja Bene- diktsdóttir, Bernharður Guðmundsson, Bolli Gústavs- son og Tryggvi Gíslason. Sobbeggi afi var sjálfur við- staddur kynningu þessa. In önnur var haldin 22. marts 1959 og fjallaði um ís- lenzkan sagnaskáldskap síðasta áratugs. Helgi Sæ- mundsson, ritstjóri, flutti margrætt erindi um ungu skáldin og nokkur verk þeirra. Þá var tekið til við lestur verka höfundanna: Guðmundur Steinsson (Gíslason) las úr nýrri bók sinni „Maríumyndin", Þórarinn Guðnason, læknir, las úr bók Indriða Guð- mundar Þorsteinssonar, „79 af stöðinni“, Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur flutti kafla úr bók- inni „Sjór og menn“ eftir Jónas Arnason og Bern- harður Guðmundsson, stud. theol., las smásögu úr skruddu Geirs Kristjánssonar, „Stofnunin". Að venju var bókmenntakynningunum útvarpað og nýlega voru gerðar ráðstafanir til að Háskóli Islands gæti eignast upptökur þessar og munu talþræðir þessir væntanlega verða ið merkasta safn, er fram líða stundir. I bók- Rússar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.