Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 61

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 61
STÚDENTABLAÐ 61 nokkrum löndum Vestur-Evrópu. Ennfremur reyndi þjónustan að koma á ferðum stúdenta innanlands, en við lélega áheyrn. Formaður ferðaþjónustunnar á s.l. vetri var Grétar Br. Kristjánsson, en Olafur Egilsson veitti henni forstöðu í sumar leið. Hvítar bœkur hafa verið sendar um 80 erlendum stúdentasamtök- um um landhelgismálið. Ymislegt hefur auk þess veiið gjört til að kynna málstað íslendinga í deilu þeirra við Breta. Stúdentaskipti og utanfarir á vegum Stúdentaráðs. Stúdentaskipti voru engin á árinu, en unnið að athugunum. Háir féleysi þeirri starf- semi. Nefnd var skipuð, til að fjalla um samskipti stúdenta við erlend stúdentasamtök og önnur alþjóða- mál stúdenta. Skilaði hún fágætu og ágætu starfi, enda skipuð: Bjarna Beinteinssyni, Magnúsi Þórðar- syni, Arna Björnssyni, Jósef H. Þorgeirssyni og Kristjáni Baldvinssyni. Ólafur Egilsson, stud. jur. og Bolli Gústavsson, stud. theol. sátu Alþjóðaþing stúdenta í Perú 15,-—25. febrúar. Benedikt Blöndal, stud. jur. og Jón E. Jakobsson, stud. jur. sátu Formannaráðstefnu í Uppsölum og Stokk- hólmi s.l. haust. Arni Gunnarsson, sem var v.ið nám í Svíþjóð, tók þátt í Vorhátíð í Uppsölum á vegum þarlendra stúdenta. Bragi Kristjónsson, stud. jur. sótti námskeið Um æðri menntun í Sovétríkjunum, haldið í Moskvu 10.—16. september s.l. Þórir Ólafsson, stud philol. og Hjörtur Jónasson, stud. theol. tóku þátt í uppbyggingu skólahúss í Túnis júlí—sept. og Valdimar Örnólfsson keppti á skíðamóti stúdenta í Tékkóslóvakíu síðastliðinn vetur. Athafnir og framkvæmdir háskólans hafa verið umsvifamiklar. Náttúrugripasafnið flutti í ný húsakynni að Lauga- vegi 105. Endurbótum og viðbyggingu íþróttahússins er senn lokið. Unnið að innréttingu nýs húsnæðis fyrir efna- og eðlisfræðikennslu. Kvikmyndahús háskólans er komið vel á veg. Betri skilyrði hafa skapazt fyrir kennslu í tannlæknadeild. 30. júlí s.l. voru 50 ár liðin frá staðfestingu laga um stofnun Háskóla íslands. Minntist rector magnificus þess vel í ræðu sinni á Háskólahátíð. Hœkkun var gjörð á framlagi háskólaráðs til félagsstarfsemi stúdenta og nam fimm þúsundum. Kunna stúdentar vel að meta greiða þann. Gamli GarSur átti aldarfjórðungsafmæli á þessu ári. Var þess veg- lega minnzt með hátíðahaldi á Gamla Garði. Þangað þustu ungir og aldnir garðbúar og varð in bezta gleði. Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri, færði 10 þús. króna gjöf, til að framkvæmdar yrðu nokkrar endur- bætur á Görðunum. Var skipuð „nefnd“ í málið. Merkur kennari við háskólann, Hannes Guðmundsson, læknir, sem kenndi húðsjúkdómafræði, lézt á árinu. Rektor lét svo um mælt í setningarræðu sinni: „Hannes Guðmunds- son gegndi kennarastarfi í sérgrein sinni í 14 ár af mikilli pr-ýði og er hans hér minnzt með virðingu og þakklæti." Breytingar hafa þessar orðið á kennaraliði: Prófessor Sigur björn Einarsson var kjörinn biskup Islands og vígður til þess s.l. sumar. Sr. Jóhann Hannesson hefur verið skipaður í stað hans. Próf. Trausti Ólafsson, kennari í efnafræði hefur fengið lausn frá kennslu þetta kennsluár. í hans stað hefur Steingrímur Baldursson, doktor frá Chicago háskóla verið ráðinn til efnafræði- kennslu. Dr. Halldór Halldórsson, prófessor, hefur fengið leyfi frá kennslu í heimspekideild þetta háskóla- ár og kennir í hans stað Baldur Jónsson mag. art. Sr. Harald Sigmar lét af störfum í guðfræðideild eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.