Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Side 1

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Side 1
XLV. ÁRG. FEBRÚAR 1968 1. TBL. Nú HSur brátt að fyrstu úthlut- un lána eftir hinum nýju lögum um námslán og námsstyrki, sem samþykkt voru á Alþingi í marz 1967. Helztu nýmseli þessara laga ila, stjórnar Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. b) Gert er ráð fyrir, að náms- maður hafi að jafnaði heimild til að taka lán árlega. Þótt það leiði kvæmda við fyrstu úthlutun, t.d. með vilyrði um lán strax að lokn- um forprófum. c) Stefnt er að því, að lán og styrkir standi straum af árleg- um námskostnaði. 1 sjálfu sér er þetta ekki neitt nýmæli, en telja verður til bóta að fá þessa yfir- lýsingu inn í sjálf lögin. Kemur nú til kasta stúdenta að fylgja fast eftir, að þetta ákvæði verði eitthvað annað en orðin tóm. d) Stjórn sjóðsins er heimilt að hafa hliðsjón af efnahag og námsaðstöðu hvers einstaks námsmanns við ákvörðun á fjár- hæð námsláns. Samkvæmt upp- lýsingum sjóðstjórnar er ekki bú- izt við, að þetta atriði komi til framkvæmda við þessa úthlutun nema að litlu leyti. Verður þá líklega miðað við meðaltöl ákveðinna hópa námsmanna, svo sem mat á námskostnaði. Nauð- synlegt er, að sjóðstjórnin geri allt til þess að tryggja réttláta skiptingu og afli til þess hinna áreiðanlegustu gagna. Slíkt má þó ekki leiða til óþarfa skriffinnsku. 1 þessu sambandi má minna á að- stöðumun stúlkna og pilta við tekjuöflun á sumrin. e) Ákvæði eru um kandidata- styrki og eru þeir til mikilla bóta. Um það bil 600 stúdentar við H.I. og 500 námsmenn erlendis hafa sótt um lán og styrki tii sjóðsins. Ekki er gert ráð fyrir því, að ,,vísitölustúdentinn“ hér heima fái meira en hann hefði fengið samkvæmt gömlu lögun- um. Námsmenn erlendis fá hækk- un til þess að vega á móti geng- islækkuninni. Dreifing námsað- stoðarinnar verður nú með öðr- um hætti en áður. Námsmenn á síðari hluta námstíma munu fá meiri aðstoð en áður, en náms- menn á fyrstu árum minni. Þegar þetta er skrifað hefur mennta- málaráðherra enn ekki sett sjóðn- um úthlutunarreglur, en lögin gera ráð fyrir því, að fengnum tillögum sjóðstjórnar. Stjórnin Framh. á bls. 3. ættu að vera flestum stúdentum kunn, en þau eru þessi: a) Lána- og styrkveitingar til stúdenta við H.I. og námsmanna erlendis eru nú í höndum eins að- ekki beinlínis af ákvæðum lag- anna, er gert ráð fyrir í greinar- gerð og fylgiskjölum, að stúdent- ar við H.l. fái námslán, þegar á fyrsta námsári. Er mjög æski- legt, að þetta komi til fram- Námsstyrkir í grannlöndunum BRETLAND 1 Bretlandi eru eingöngu veittir styrkir til námsmanna. Upphæð þeirra fer eftir efnahag foreldra námsmannsins svo og við hvaða háskóla nám er stundað. Þeir stúdentar, sem eiga efnaða foreldra, fá lægstu styrkina: 145-150 pund á ári, en hæstu styrkir eru 350 pimd,' og nægja þeir fyrir Framh. á bls. 2. ÞÝZKALAND 1 Þýzkalandi er lítið um styrki handa þarlendum stúdent- um. Þó er úthlutað árlega styrkjum, sem nema um 60-270 mörkum á mánuði. Til þess að fá hæsta styrk, verða menn að krækja sér í ágætiseinkunn á fyrsta prófi í háskóla, og auk þess verða þeir að leggja fram vottorð um tekjur for- eldra og efnahag. DANMÖRK 1 Árósum er árlegur námskostnaður stúdenta áætlaður 10000 d.kr. á ári. Danska ríkið styrkir hvem stúdent með allt að 5000 d.kr. framlagi á ári, sem skiptist til helminga i lán og styrki. Þar að auki getur danskur stúdent tekið Framh. á bls. 2. Nokkrir punktar EFTIR GÖMLU LÖGUNUM Enn hefur engin reglugerð um úthlutun lána úr Lánasjóði | islenzkra námsmanna eftir nýju lögunum verið birt. Verk- 1 inu á þó að vera lokið 15. febrúar. STtJDENTABLAÐ vill ^ vekja athygli á, að þetta eru óverjandi vinnubrögð. Eða 1 hefur stjórn sjóðsins enn einu sinni úthlutað eftir gömlu 4 lögunum ? L „EKKI LÆGRA I ÁR“ STtlDENTABLAÐ hefur það eftir fulltrúa SHl f stjórn Lánasjóðs, að lánsfjárupphæð til hvers stúdents verði ekki lægri i ár en í fyrra. Það skal tekið fram, að nýju lögin boða hvergi neina hækkun á lánsfé til stúdenta. En af því að reglugerðin er óbirt, er ekki loku fyrir það skotið, að stjóm sjóðsins ætli enn einu sinni að fara eftir gömlu lög- unum. STÚDENTABLAÐ vill í þessu sambandi birta kafla úr ályktun Stúdentaþings í haust, en þar segir svo m.a.: „Fri frá námi eru það stutt, að fæstum tekst að afla sér tekna sem nægja þeim til lífsviðurværis allt árið, og vinna Framh. á bls. 3. FRAMFÆRSLUKOSTNAÐUR Stúdentablaði hafa borizt tölur um framfærslukostnað þeirra stúdenta, sem búa á Görðunum. Þessar tölur eru byggðar á námskönnun Hagsmunanefndar SHl - SlSE. Blaðið vill þó taka fram, að þær eru ónákvæmar, þar sem endan- legar niðurstöður könnunarinnar liggja ekki enn fyrir: Karlar Konur Húsaleiga 978 888 Fæði 3788 2513 Þvottur o.fl. . 315 533 Samtals 5081 3934 Framh. á bls. 3. UPPBÆTUR STÚDENTABLAÐ vill vekja athygli á, að ísl. stúdentum erlendis er gert hærra undir höfði en stúdentum við H.l. Þannig fá þeir upj)bót á lán og styrki vegna gengislækk- unar, en ekki þeir sem stunda nám við H.I., og bitnar gengislækkunin ekki síður á þeim.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.