Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 2
2 STÚDENTABLAÐ Utgefandi: Stúdentafélag Háskóla Islands. Ritstjóri og ábm.: Sverrir Tómasson. Verð blaðsins er kr. 10,00. STEINDÓRSPRENT H. F. ^WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW1 ÞAKKARGJÚRÐ Við sem munum ekki annað sæti en harðan skólabekkinn gleðjumst gjarnan er við heyrum að æðri menntun sé bezta fjárfesting hvers þjóðfélags. Okkur finnst þá, að starf okkar sé ekki unnið fyrir gíg. Okkur finnst I fátæktinni, að við séum ríkir. En þegar gleðinni linnir, þegar blekkingarhulunni hefir verið svipt af, sjáum við, að jafn fátækir erum við og fyrr, því að verðleikar okkar, sem ekki verða metnir til fjár, eru sagðir fjárfesting. Þannig er öfugstreymi peninga- þjóðfélags í dag. Um leið verður okkur lfka ljóst, að til þessarar fjárfest- ingar þarf ekkert að kosta; hún ávaxtar sig sjálf frá kyni til kyns. Við skiljum líka, hvers vegna þingmönnum sem og öðrum stjórnmálamönnum þykir betur varið fé þjóðar- innar til þess að reisa phallus guði til dýrðar; hvers vegna þeim þykir fé landsins betur varið í að kaupa veglegan bústað yfir herra biskupinn, svo veglegan að henti svo ver- aldlegu embætti. Og okkur grunar einnig, að jafnvel gengis- lækkunin sé gerð af skynsamlegu viti. Við erum enda þakklátir ráðamönnum þjóðarinnar fyrir að þeir unna okkur brauðsins; við þökkum þeim nýju lögin um Lánasjóð; við þökkum þeim, að þau eru Iítið betri en þau gömlu. Við þökkum þeim fyrir, að við höfum átt þess kosti að vinna með námi; við þökkum þeim af heilum hug fyrir að geta setið svo lengi á skólabekk. Þá þjónum við þjóðfélaginu gamlir menn á unga aldri. Við þökkum. Við höfum líka aldrei efazt um, að hæstvirtur fjármála- ráðherra sé skynsamur maður; það sjáum við gerst, þegar hann metur menntim eftir prófum. Við erum líka sammála menntamálaráðherra, að bezt fari um bókasöfn þjóðarinnar í kjöllurum Haskólabíós og Norrænu hallarinnar. Við vitum jafnvel og hann að öllum er fyrir beztu, að bækur séu ekki lesnar. Samt sem áður getum við, þessir próflausu menn, varla varizt þeirri hugsun, að þeir séu líkir þeim mönnum, sem fengnar voru talentur til ávöxtunar, og af hyggjuviti sínu grófu þeir þær í sand. S. T. IMámsstyrkir • • • Framhald af bls. 1 BRETLAND öllum nauðsynjum, fæði, húsnæði, bökum og ferðakostnaði. Styrki þessa veitir brezka ríkisstjórnin eða bæjar- og sveita- félögin. Nýlega sendi brezka stúdentasambandið áskorun til ríkisstjórnarinnar og fðr fram & það, að styrkirnir yrðu hækkaðir, sá lægsti verði 370 pund en sá hæsti 450 pund. Ekki er vitað um lyktir þessara mala, en styrkjakerfið hefur verið f athugun hjá brezku ríkisstjórninni, enda þótt hún hafi ekki enn þorað að breyta lögunum þannig, að fram- vegis yrði aðeins um lán að ræða. (Að mestu samkvæmt E.S.P.B.). Brezkir stúdentar borga ekki almennt tryggingar- sjóðsgjald né iðgjald til sjúkrasamlags meðan þeir eru við nám. DANMÖRK rikisábyrgðarlán i almennum lánastofnunum. Lán þetta er með sæmilegum kjörum, og getur hver student fengið allt að 5000 d.kr. Vextir eru 7'/2%, Þ-e. opinber stuðningur er hæstur 80% af framfærslukostnaði. Við úthlutun lána og styrkja er tekið tillit til tekna og eigna foreldra. Þetta gildir ekki, ef hægt er að sanna, að 811 tengsl við heimili foreldra eru rofin. Sérreglur gilda um 28 ára stúdenta og eldri og glfta stúdenta, 23 ára og eldri. Tekið er tillit til tekna og eigna stúdents. Stúdent sem þénar meira en 11000 d.kr. á ári, fær engan opinberan stuðning. Sama gildir, ef hann tekur próf meira en hálfu ári sfðar en bæði kennarar og nemendur telja eðlilegt. (Að mestu samkv. „at", 1. tölubl., 1. árgangs, september 1967. Málgagd stúdentaráðs Háskólans i Arósum). Á framboðsfundi fyrir fyrsta stjórnarkjör í hinu „endurreista" Stúdentafélagi Háskóla Islands í október 1966 hreyfði Björn Teits- son, stud. mag., því í ræðu, að stúdentar þyrftu von bráðar að hefja undirbúning undir hátíða- höld sín á 50 ára afmæli fullveldis íslenzku þjóðarinnar. Vorið 1967 samþykkir Stúdenta- ráð H.I. ályktun um umræðu- grundvöll vegna hátíðahaldanna '68 og sendi S.F.H.I., deildarfélög- um o.fl. Samkvæmt tillögu S.H.l. skyldu fulltrúar þessara aðila koma saman til fundar og ræða undirbúning hátíðahaldanna. Nokkur félög munu hafa jákvætt tillögu þessari þ.á.m. stjórn S.F.H.I. 1966-1967. Hinn fyrir- ætlaði fundur var ekki haldinn Sl. vor. En i haust sendi S.H.l. sömu aðilum og áður bréf af þessu tilefni og lagði til, að fundurinn yrði haldinn ákveðinn dag í októ- ber. Af því varð ekki. Strax og núverandi stjórn S.F.H.l. tók til starfa hófust um- ræður um 1. des. '68. Var meg- intíma sjö fyrstu stjórnarfund- anna varið til umræðna um þetta efni. Snérust þær um viðræður við forystumenn S.H.I., bréfaskipti við S.H.I., væntaniega nefndar- skípun S.F.H.I., bréfasendingar S.F.H.I. til ýmissa aðila innan skólans um þetta efni, kröfu um almennan félagsfund, o.fl. o.fl. Einhugur var um tvö atriði: S.F.H.I. hefði mál þetta í hendi sinni á hvaða stigi sem væri og algjör nauðsyn væri á samstöðu allra stúdenta. Málið velktist góða stund í stjórninni og hafði eng- inn betur í þeim umræðum. Þegar ljóst var, að málið var strandað í stjórninni, fyrst og fremst á ágreiningi um vinnutil- högun, hafði Friðrik Sophusson forystu um að kalla til óformiegs fundar áhrifamanna vegna þessa máls. Fund þennan sóttu auk Friðriks: Eggert Hauksson, Sig- hvatur Björgvinsson, Jón Ögm. Þormóðsson, Aðalsteinn Hall- grímsson og Þórhallur Sigurðs- son. • Ekki horfði efnilega um sam- komulag á fundi þessum og var hann rétt í þann veginn að leys- ast upp, er aðilar „kveiktu", mátu meir einingu en orðaskak, og féllust á þá tillögu Friðriks Sophussonar, að listar þeir, er stæðu að stjórn S.F.H.I., tilnefndu hvor um sig þrjá menn í „sex- manna-nefnd". Skyldi -nefndin gera tillögur um undirbúning og framkvæmd hátíðahaldanna. Nokkru síðar tilkynntu fulltrúar listanna á stjórnarfundi hverjir tilnefndir væru í „sex-manna- nefndina". (Síðar kom upp ágrein- ingur um það, hvort stjórnin hefði skipað „sex-manna-nefnd- ina" eða hvort nefndin væri sam- starfsnefnd listanna og stjórninni hefði aðeins verið tilkynnt ákvörð- un listanna um mannaskipun í nefndina). Eftirtaldir aðilar tóku þátt í störfum ,,sex-manna-nefnd- arinnar". Frá A-lista: Eggert Hauksson, Friðrik Sophusson, og sá, er þetta ritar. Frá B-lista: Björn Teitsson, Gunnar Jóhanns- son og Haraldur Briem. „Sex-manna-nefndin" hélt nokkra fundi og var mjög gott samkomulag innan nefndarinnar. (I nefndinni eru tveir sérfræð- ingar í orðaleikfimi: Björn og Eggert). Nefndin gerði svohljóð- andi samkomulag, sem lagt var fyrir Vöku og fulltrúaráð B-list- ans, og síðan stjórn S.F.H.l. Hiaut samkomulagið samþykki aðila: „1) Framkvæmdanefnd. Eftir ósk Vöku og B-listans beini S.F.H.1. þeim tilmælum til 4 manna, að þeir taki að sér fram- kvæmd undirbúnings hátíðahalda á 50 ára fullveldi þjóðarinnar 1. des. 1968, samkvæmt nánara sam- komulagi um helztu f ramkvæmda- atriði gerðu af fulltrúum í sátta- nefnd. Stjórn S.F.H.I. skal síðan POLITIK fara þess á leit við stjórn S.F.H.1. 1968-'69, að hún skipi sömu menn í 1. des. nefnd 1968, ,að viðbættum 5. manni, odda- manni. 2) Sáttanefnd. Nefnd skipuð 6 mönnum skal vera æðri úrskurð- araðili, ef deilur rísa á milli helminga framkvæmdanefndar, og þörf krefur að dómi 6 manna nefndarinnar. 1 sáttanefnd skulu eiga sæti Björn Teitsson, Eggert Hauksson, Haraldur Briem, Frið- rik Sophusson, Gunnar Jóhanns- son, Ármann Sveinsson. 3) Stóra samstarfsnefndin. Sáttanefnd skal leita samstarfs við eftirtalin félagssamtök stúdenta: Stjórnmálafélög stú- denta, deildarfélög, S.H.l. og S.F.H.l. Skulu þau beðin að til- nefna 1 mann hvert I samstarfs- Framh. á bls. 6. Friðrik Sophusson: STEFMLBREYTIIMG í FUNDAMÁLINUM A fyrsta starfsárl hins end- urreista stúdentafélags kom í ljós, að ágreiningurinn milli A- og B-lista var ekki eingöngu stjórnmálalegur. Stefnan í „fundamálunum" varð miklu meira ásteytingaréfni. Fundaform. Deila meiri- og minnihlutans stóð aðallega um það, hvaða fundaform þjónaði hlutverki fé- lagsins bezt. Lagði meirihlutinn (B-listinn) höfuðáherzlu á al- menna umræðufundi, þar sem borgurunum gafst kostur á að skýra frá skoðunum sínum um tiltekin mál. Framámenn B-list- ans álitu það mikilvægasta hlut- verk studentafélagsins að skapa umræðuvettvang fyrir almenning. Undir forystu fræknustu bardaga- hetju B-listans, en hann var einn- ig formaður fulltrúaráðs listans, var stefnunni í fundamálum svo kyrfilega fylgt eftir, að ekki einn einasti háskólastúdent fékk að hafa framsögu á fundum félags- ins fyrsta starfsárið. Minnihlutinn (VAKA) viður- kenndi almenna umræðufundi sem viðhlítandi fundaform ásamt öðr- um, en VAKA lagöi þó megin- áherzlu á þátt stúdenta í funda- starfseminni. Fulltrúar VÖKU álitu rétt, að stúdentar hefðu sem oftast framsögu á fundum félags- ins og töldu ennfremur, að funda- formin ættu að vera fjölbreyti- legri. Nægfir í þessu sambandi að vísa til greinar, sem Bogi Nilsson ritaði í 4. tbl. VÖKU, 1967. Alyktunarhæfni og framkvæmd funda. Auk ágreinings um fundaform deildu meiri- og minnihluti stjórn- arinnar um ályktunarhæfni funda. Fulltrúar B-listans í stjórn stúd- entafélagsins töldu almenna um- ræðufundi, sem haldnir væru í nafni félagsins, geta ályktað um ýmis mál, þrátt fyrir að stúdent- ar væru í miklum minnihluta á fundunum. Fulltrúar VÖKU bentu á, að slíkt væri ósvinna enda auðsætt, að stúdentar réðu þannig litlu um efni ályktananna. Þelr bentu hins vegar á, að ekkert væri því til fyrirstöðu að haldnir væru almennir stúdentafélagsfundir, en slíkir fundir eru ályktunarhæfir, og þá sækja eingöngu stúdentar. Þá má geta þess, að undirbún- ingur og framkvæmd fundanna, sem stúdentafélagið gekkst fyrir, var oft á tíðum með kynlegasta móti. Virtist fyrrnefnd bardaga- hetja B-listans og sjálfskipaður yfirfundastjóri félagsins nota mjög svo frjálsar aðferðir við að koma áhugamálum og vinum sín- um á framfæri. Einn daginn birt- ist t.d. frétt í Þjóðviljanum þess efnis, að sænska skáldkonan Sara Lidman ætlaði að halda erindi á vegum stúdentafélagsins um Viet- nam. Þetta fór í bága við sam- komulag stjórnarinnar, sem sam- þykkt hafði að fara þess á leit við skáldkonuna að fjalla um málefni S-Afriku, en hún er þar ýmsum hnútum kunn. 1 stað þess að leiðrétta Þjóðviljann tók meiri- hlutinn af frábærum drengskap Framh. á bls. 6.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.