Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐ 3 FYRSTA SKEMMTUN ÞJÚÐA- BANDALAGSINS TÖKST VEL Þjóðabandalagið hefur þegar verið kynnt stúdentum háskólans lítillega. Stúdentafélag Háskóla Islands hleypti því af stokkun- um í nóvemberlok haustið 1967. Er það skiptað fimm nemendum, tveimur erlendum, en þremur Is- lenzkum, þeim Catherine T.James, stud. philol., Ragnheiði Ásgríms- dóttur, stud. philol., Rein Knoph, stud. med., Sigrúnu Baldvinsdótt- ur, stud. jur., svo og formanni SFHl, sem er jafnframt formað- ur þess. Þjóðabandalagið leggur áherzlu á að virkja krafta erlendra sendi- kennara hér við háskólann og efla tengsl erlendra stúdenta við ís- lenzka, þannig að dvöl þeirra verði ánægjulegri hér en ella mundi. Þjóðabandalagið efnir i vetur til fjögurra landkynningafunda, þar sem kynntar eru bókmenntir, tónlist og myndir, ýmist lit- skuggamyndir eða kvikmyndir. Þar að auki er áformað að heim- sækja eitthvert safn, t.d. Lista- safn ríkisins. 1 febrúar fer fram kynning á Svíþjóð og Noregi - samtímis. Á fyrstu þjóðakynningunni, sem fór fram i hátíðasal Háskóla Is- lands hinn 12. desember síðastl., var Island kynnt. Dagskráin var svohljóðandi: 1. Kvikmyndin Iceland 1967. Helgi Guðmundsson kynnti. 2. Lesið úr Njálu i enskri þýð- ingu: Molly Kennedy. 3. Lög af hljómplötu, valin af dr. Steingrími J. Þorsteins- syni. 4. Lesið kvæðið „Austurstræti" eftir Tómas Guðmundsson: dr. Steingrímur og Jaques Laur- ent lásu á íslenzku og frönsku. 5. Rímnakveðskapur þriggja ís- lenzkunema. 6. Lesinn kafli úr Sjálfstæðu fólki í enskri þýðingu: Cat- herene T. James. 7. Lög af hljómplötu, valin af dr. Steingrími J. Þörsteins- syni. 8. Lesið kvæðið „Fjallganga" ef tir Tómas Guðmundsson: dr. Steingrímu'r og Jaques Laurent lásu á íslenzku og frönsku. 9. Fjöldasöngur undir stjórn dr. Steingríms. 10. Kvikmyndin „Surtur fer sunnan", tekin af Ósvald Knudsen. Ármann Snævarr háskólarektor heiðraði samkomuna með nærveru sinni, en alls mættu um 30 nem- endur á kynninguna, bæði er- lendir og íslenzkir. Er ástæða til að hvetja islenzka stúdenta til þess að sækja vel kynningar á erlendu þjóðunum á næstunni og kynnast um leið viðhorfum er- lendra stúdenta hér við háskól- Nokkrir punktar Framh. af bls. 1. „LANSFJARUPPHÆDIR". með námi er ekki æskileg, þvi að hún dregur úr namsaf- köstum og veldur lélegri nýtingu kennslustofnana. 1 skýrslu frá Efnahagsstofnuninni um námsferfl stúdenta við Háskóla Islands sést, að af þeim stúdentum, sem innrituðust í H.l. 1950-1958, luku aðeins 46,7% karla kandídatsprófi, 9,9% kvenna eða alls 85%". STÚDENTABLAÐ vill vegna þessarar rannsóknar minna á orð fjármalaráðherra f haust þess efnis, að hann sæi ekki ástæðu til að styrkja þá. stúdenta, sem aldrei lykju prófi. Um leið og þessi ummæli lýsa vel viðhorfum ráðherrans til menntunar, skýra þau einnig, að honum er ekki ljóst, að rfkisvaldið stuðlar óbeinlfnis að þessari óheillaþróun, þar sem stuðningur þess við námsmenn er mun minni en f ná- grannalöndunum. FRAMFÆRSLUKOSTNADUR En samkvæmt könnun, sem farið hefur fram meðal Garð- búa, og ætlazt er til, að stúdentar færi inn á eyðublað um námskostnað, eru þessar tölur þannig: Fæði á mötuneyti Garðanna ..........._........... 2570,00 Húsnæði á Garði ..............._............................. 1000,00 Kaffi & kaffistofu stúdenta Ssvar á, dag .... 1800,00 Þvottur ..._.........................._............:.................. 315,00 Hreinlætisvörur ______............................_....... 170,00 H&rgreiðsla og klipplng ........................._....... 180,00 Samtals 5895,00 Það má þvf til sanns vegar færa, að lágmarksframfærslu- kostnaður hvers stúdents við H.l. sé rúmar 5000 kr. á mán- uði. Ef það er rétt, að lánin verði ekki lægri í ár en í fyrra, þá mun láta nærri, að hver og einn umsækjandi fái u.þ.b. 30 þús. í sinn hlut. Það eru 50% af framfærslukostnaði. Stuðningur rfkfsvaldsins er hér þvf miklu minni en f ná- grannalöndunum. Geta má þess, að í f jölmörgum erlendum háskólum er og leitazt við að ná til erlendra stúdenta með fjölþættri starfsemi, t.d. er svokallað „International House" við hinn fræga Harvardháskóla i Bandaríkjunum. En stofnun Þjóðabandalagsins er að mestu leyti sprottin upp úr viðræðum stjórnarmanna í SFHl við Ár- mann Snævarr háskólarektor síðastliðið haust. Þangað var hugmyndin um starfsemina sótt. JÖÞ Stúdentaakademía • •. Framh. af bls. 8. „Stúdentaakademia" og „Stjörnu- ráð", en hin siðarnefnda kom fram á síðasta fundinum. 1 fyrsta kafla er lagt til, að árlega sé veitt heiðurstákn, sem kallist „Stúdentastjarnan". „Stúdentastjarnan" skuli veitt íslenzkum manni fyrir framúr- skarandi starf á sviði vísinda, mennta eða lista, svo sem nánar er greint frá á heiðursskjali. Starfið skuli unnið á þriggja ára tímabili fyrir veitingardag, hann sé 1. desember. 1 öðrum kafla er lagt til, að þrettán stúdentar sitji I „Stúd- entaakademíu" eða „Stjörnuráði". Skuli hver háskóladeild eiga tvo fulltrúa, en formaður Stúdenta- félags Háskóla Islands sé sjálf- kjörinn þrettándi maður og jafn- framt formaður. Þriðji kafli fjallar um verka- skiptingu. Ýtarleg ákvæði eru um starfs- hætti í fjórða kafla reglugerðar- innar. Segir þar m.a. í lokin, að „Stúdentastjarnan" verði ekki veitt, ef færri en niu greiði at- kvæði með heiðurstáknveitingu við lokaatkvæðagreiðslu um þann mann, sem hlutskarpastur hefur orðið fram að því stigi, þ.e. kraf- izt er aukins meirihluta - %. Fimmti og siðasti kafli fjallar um breytingar og gildistöku. Fleira verður ekki upplýst að svo komnu máli, en þess ber að vænta, að stúdentar taki hug- myndinni vel, bæði nú og siðar, þannig að „Stúdentastjarnan" verði veitt árlega íslenzkum mönnum, er vinna „framúrskar- andi starf á sviði vísinda, mennta eða lista". Vandað og óeigingjarnt starf, er stúdentar inntu af hendi um ókomin ár, yrði þeim til sóma, en vísindamönnum, menntamönn- um og listamönnum hvatning til þess að sækja á brattann. JÖÞ SKÁKTAFL Framh. af bls. 4. svartur er glataður, því að nú gengur hvfta drottningin berserksgang í herbúðum svarts. 29. Hxföt gxf5. 30. Df6t Kg8. 31. Dg5t Kf7. 32. Dxföt Kg8. 33. Dg5t Kf7. 34. Df6t Kg 8. 35. Dh8t Kf7. 36. Dxh7t Ke6. Pólverjinn er f geysllegrl tímaþröng og gleymir aö gefast upp. 37. Dxe4t Kd6. 38. Dxb7. Hd7. 39. Dxa6. Ke6. 40. b7t Bd6. 41. Dc4t og svartur gafst upp. Guðmundur Sigurjónsson stúdenta með Hagsmunanefnd SHl I fararbroddi að sofna ekki á verðinum heldur stefna áfram að sjálfu markinu, en það er, eins og fram kemur I lögunum, að op- inber aðstoð við námsmenn standi straum af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu hans til fjáröfl- unar. Hagsmunanefnd getur og í sam- ráði við S.I.S.E. aukið ýmsa fyrir- greiðslu við stúdenta. Má þar nefna árlega útgáfu upplýsinga- bæklings um erlenda og innlenda sjóði eða stofnanir, sem styrkja vilja íslenzka námsmenn. UMSOKNIR . . . Framh. af bls. 1. hefur tilkynnt, að úthlutun fari fram eigi síðar en 15. febrúar. Er þess að vænta, að úthlutun- arreglurnar verði birtar opinber- lega, svo og helztu niðurstöður námskostnaðarkönnunarinnar I nóvember siðastliðnum. Nýju lánalögin eru mikilvægur áfangi á leið stúdenta til bættrar aðstöðu við öflun menntunar sinn- ar. Hins vegar eru þau þannig úr garði gerð að draga má I mörg ár að gera anda þeirra og tilgang að veruleika. ÞaÖ er skylda FRIÐRIK . . . Framh. af bls. 8. að taka þátt I mótlnu og halda þannig á loft merki prófessora háskólans gegn ofurefli liðs stúdenta, þ.á.m. stórmeistaranum Friðrik Ólafssyni. Af 20 keppend- um urðu þessir sigursælastir: 1. Friðrik Ólafsson, 19 vinninga af 19 mögulegum, og hlaut hann nafnbótina „hraðskák- meistari stúdenta 1967-1968". 2. Guðmundur Sigurjónsson, 16 y2 v. 3. Bragi Kristjánsson, 15% v. 4. Jón Þ. Þór, 15 v. 5. Jón Friðjónsson, 14 v. 6.-7. Ásgeir Friðjónsson, 13 v. 6.-7. Björn Theódórsson, 13 v. 8.-9. Andrés Fjeldsted, 11% v. 8.-9. Jörundur Hilmarss., 11% v. 10. Guðmundur Þórðarson, 11 v. Taflfélag stúdenta mun láta meira til sín heyra síðar í vetur. 1 sfðasta blaði var þess farið á leit við stúdenta, að þeir skrifuðu þátt lítinn í anda Reykjavíkurbréfs. Bezti þátt- urinn að dómi ritstjórnar var eftir H. Thorlacius, stúdent frá Slönguvaði og fer hann hér á eftir: ÞÖRF UMBÖT. 1 Reykjavíkurbréfi hefur margsinnis verið á það bent, að sjálfsagt vœri að loka Al- mannagjá fyrir bílaumferð. Almenningur i landinu hefur yfirleitt gert sér Ijóst, að þessi lokun er óhjákvæmileg. Jafn- vel Framsóknarmenn eru að gefast upp á að berja höfðinu vUS steininn og hamra á nauð- syn umferðar um gjána, enda akvegur um Almannagjá álíka fráleitur og akvegur í gegnum endilanga dómkirkjuna i Reykjavik. XJt i slíkt óráð vill áreiðanlega enginn ábyrgur Is- lendingur flœma þjóðfélag sitt. En til Jjess eru vitin að varast þau. NAUÐSYN JAFNVÆGIS. Kjarni málsins er, að með lokun Almannagjár mun nást jafnvœgi i umferð Þingvalla. Á sama hátt verður að skapa jafnvœgi í islenzku efnahags- lifi og leggja grundvöll að auk- inni framleiðslu og uppbygg- ingu bjargrœðisveganna, sem skapar bœtt lifskjör og fram- farir og eflingu þjóðarbúsins i heild. Islenzka þjóðin verður nú að mœta stundarerfiðleikum af manndómi og festu. ÓÁBYRG AFSTAÐA Engum heilvita manni dylst, að kommúnistar leika mjög tveim skjöldum l þessu máli, mœla fagurt, en hyggja flátt og kynda undir verðbólgu. Þannig hefur þetta verið á liðnum tima og þannig er þetta enn í dag. En kjósendur munu ekki láta blekkjast. Yfirgnæf- andi meirihluti Islendinga vill stöðvun verðbólgu i skjóli raunhœfra aðgerða rikisstjórn- arinnar.... 1 næsta blað eru menn beðnir um að skrifa Sendibréf til séra Jóns í anda Helga Sæ- mundssonar, þá er hann ritar Nirði P. Njarðvík. Skal bréfs- korn þetta fjalla um bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, og skal bréfið heita „Bak við byrgða glugga". Það mun a.m.k. efna til „Skák- móts stúdenta", en sigurvegari á þvl móti mun hljóta nafnbótina „skákmeistari stúdenta 1967-68". JÖÞ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.