Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Síða 6

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Síða 6
6 STÚDENTABLAÐ Ritskoðun... Framh. af bls. 5. blaðið Mími á fimmtán ára af- mæli félagsins", en var breytt þannig: „Félagið Mímir hóf út- gáfu blaðsins Mímis á fimmtán ára afmæli félagsins." Hér virðist gæta sömu málvöndunarstefnu, og er ánægjulegt að vita til þess, að menn láta sér ekki meðferð islenzks máls í léttu rúmi liggja. Hitt er hörmulegt, að til skuli vera menn, sem leyfa sér að breyta greinum annarra, að þeim forspurðum og ætlast til, að nöfn þeirra standi undir óhögguð eftir sem áður. A.m.k. er mér þannig farið, að ég get ekki látið slíkt óátalið. Að sumu leyti get ég sjálfum mér um kennt, að ég skyldi ekki biðja um próförk. Venja mun vera, að ritstjórn 1. des. blaðs lesi sjálf prófarkir af greinum. Slíkt er ófært, og ætti ekki að þurfa að bera við tima- skorti I fimm manna ritnefnd. öll blöð, sem vilja vera vönd að virðingu sinni, afhenda höfundum a.m.k. fyrstu próförk til yfirlestr- ar. 1. des. blað stúdenta ætti að vera I tölu þeirra blaða. I ljós kom, að ofangreindar breytingar voru gerðar án vitund- ar ritstjóra. Sá ritnefndarmaður, sem breytingarnar gerði, gerði þær allar upp á eigið eindæmi. Aðspurður kvaðst hann hafa fellt niður athugasemdina um Vöku, af því að hún (eins og hann sagði) „mætti missa sig". Fannst honum vera I henni „háð" (orð hans) og sleppti henni til að koma í veg fyrir „hard féelings" (orð hans). Aðrar breytingar kvaðst hann hafa gert í málvöndunar- skyni. Hér hafa ritnefndarmanni orðið á mikil mistök. Athugasemdin um Vöku er ekkert „háð", heldur Kvikmyndir 1967 Framh. af bls. 4. snauður bóndasonur frá Anda- lúsíu, verður frægur nautabani. Endalokin eru dauði, hann er rekinn á hol af tarfinum. Rosi, sem er fæddur í Napólí árið 1922, hefur gert ýmsar góðar myndir, m.a. „Salvatore Giuliano" 1962, „Le Mani sulla Citta" 1963, hlaut Gullljónið í Feneyjum sama ár og Náðarstunguna, 1965. Vonandi verður þess ekki langt að biða, að við fáum að sjá fleiri myndir en þessa einu. Nobi (1959) eftir Kon Icikawa, japönsk. Auðvelt væri að kalla Nobi óhugnanlegustu mynd, sem hér hefur verið sýnd. En Icikawa getur slegið fleiri strengi. Margir minnast Ólympíumyndar hans. Áður en hann tók til við alvar- leg viðfangsefni, (hið fyrsta Burmaharpan, 1954), fékkst hann eingöngu við gamanmyndagerð. Nýjasta mynd hans, „Hnappastríð Topo Gigio" á rætur sínar í þeim myndum. Persona (1966) eftir Ingmar Bergman. Hér kemur kannibal- isminn mjög fram, mótif sem áð- ur hefur sést hjá Bergman (Sem í skuggsjá). Leikkonan (Elísabet) hagnýtir sér hjúkrunarkonuna (ölmu). Sjónarmið Bergmans er dapurlegt. Alma þarf ekki síður á hjálp að halda en Elísabet, báð- ar eru hræddar við að eiga börn. Hvers vegna spyrja sumir, orsök- in er m.a. ljósmynd úr heims- stríði seinna, lítill drengur með hendur fyrir ofan höfuð. Leikkon- nánast söguleg staðreynd. Þegar farið var að kjósa eftir deildum, en ekki listum í stjóm S.H.l. haustið 1960, náði Vaka brátt frumkvæði í heimspekideild. Mím- ir var þá eina félag deildarinnar og hlaut allra aðstæðna vegna að verða „Vökuandstæðingur" eins og það var orðað á sínum tíma. Varð Vaka þannig til að efla og sameina Mími, sem tókst að ná frumkvæði í heimspekideild smbr. grein um sögu Mímis eftir Aðal- stein Davíðsson í Mími blaði fé- lagsins nr. 9, hátíðarblaði des. ’66). Þetta var ritnefndarmanni ókunnugt og sennilega mörgum öðrum, en það réttlætir ekki þá aðgerð hans að fella athugasemd- ina niður. Ef til vill telja sumir breyting- ar ritnefndarmanns smávægilegar og ekki mjög ámælisverðar. En ég lít þær alvarlegum augum, þvi að þær lýsa tilhneigingum til rit- skoðunar, sem ekki má þoia. Þótt góðmennskan ein hafi visast ráð- ið þessum breytingum, bera þær vott um furðulegt vanmat á prentfrelsi, persónufrelsi og eign- arrétti, heilögum baráttumálum lýðræðissinnaðra manna um aldir. Ég trúi því tæpast, að hér sé um að ræða skilningsskort á þvi, að ekki er verjandi að breyta greinum manna, sem sett hafa undir þær nöfn sín, án þess að leita leyfis þeirra fyrst. Það er harðla erfitt fyrir menn að bera ábyrgð á greinum, sem aðrir hafa breytt án leyfis, og við hverju mætti ekki búast, ef slíkt yrði látið óátalið? Hér er vakin at- hygli á þessu í þeirri von, að slíkt endurtaki sig ekki og að ritnefnd- ir ábyrgist mönnum óbreyttar greinar. Að öðrum kosti verða ritnefndir 1. des. blaðs að afhenda höfundum prófarkir til aflestrar I framtiðinni. Helgi I>orláksson. an rifur vörn ölmu niður og í myndarlok eru þær báðar á sama báti. Lénsherrann.. (1965) eftir Franklin Schaffner, amerisk. Schaffner (fæddur 1920) er einn af efnilegustu amerísku leikstjór- unum. Hann er sniilingur í að draga fram góðan leik, sbr. Guy Stockwell í hlutverki bróðurins. Myndrænu hans er og við brugð- ið, eins og áþreifanlega sannað- ist í þessari mynd. Nýjasta mynd hans er „Apaplánetan" með Charlton Heston (Leifi heppna) i aðalhlutverki. Ungi Cassidy ensk-amerísk kvikmynd eftir Jack Cardiff, byggð á sjálfsævisögu Sean O’- Casey, „Mirror in My House". - Johnny Cassidy er fátækur írsk- ur verkamaður á því herrans ári 1911. Segir myndin frá baráttu hans til að hjálpa löndum sínum gegn Englendingum, fyrst með hnefunum, síðar með ritstörfum. - John Ford hafði byrjað á mynd- inni, en Jack Cardiff tekið við, er hann veiktist. Mæta vel hefur tekizt að halda Fordsku andrúms- lofti út myndina, þótt ljóst sé, að hún er tveggja manna verk. Þessi munur kemur berlega fram í tveimur senum, páskauppreisn- inni 1916 og uppþotssenunni í verkfallinu snemma í myndinni, sem er verk Fords. Myndin spegl- ar ást hans á Irlandi, og persónu- sköpun öll er mjög í hans anda. Sem leikstjóri er Ford miklu fremri Cardiff. Hann er af írsku bergi brotinn, flutist á unga aldri til Ameríku og hefur starfað þar lengst af. Fjórum til fimm sinn- um hefur hann farið til Irlands til að gera þar myndir, t.d. „The 1. des. 1968 Framh. af bls. 2. nefnd, er verði framkvæmdanefnd til aðstoðar og ráðuneytis. Fram- kvæmdanefnd boðar fundi nefnd- arinnar og skipar fundarstjóra. 4) Akademisk félagssamtök. Framkvæmdanefnd skal leita samstarfs við sem flest akadem- isk félagssamtök. Skulu þau beð- in að greiða götu nefndarinnar, Fullt samkomulag er um ofan- greind atriði". Samþykkt þessi kann í fyrstu að virðast nokkuð flókin „stjórn- skipun". Sáttanefndin (áður „sexmannanefnd") er í eigin skilningi æðsta úrskurðarvaid og jafnframt aðalstefnumótandi við undirbúning hátíðahaldanna. Framkvæmdanefnd á að vera stofninn I 1. des. nefndinni, sem næsta stjórn S.F.H.l. skipar. Nefndirnar þrjár, sem samkomu- lagið gerir ráð fyrir skulu starfa til og með 1. des. 1968. Er I verkahring sáttanefndar að sjá um, að svo verði. Framkvæmdanefndin er í þann veginn að taka til starfa og hafa valist í hana þeir Björgvin Schram, stud. oecon., og Skúli Sigurðsson, stud. jur., frá Vöku og Ari Jóhannesson, stud. med., og Garðar Garðarsson, stud. jur., frá B-lista. Framkvæmdahlið undirbúnings hátíðahaldanna mun hvíla að mestu á nefnd þessari og verða verkefni hennar því margþætt. Þess má geta, að nefndinni er falið að hefjast þeg- ar handa um undirbúning útgáfu- starfsemi. Verður verkefnið vænt- anlega í hennar höndum þar til næsta stjórn skipar ritstjórn Stúdentablaðsins 1. desember. Hlutverk stóru samstarfsnefnd- arinnar er að vera hugmynda- vettvangur og skoðanaskipta um Quiet Man", sem Kvikmynda- klúbbur Menntaskólans sýndi, og „Rising of The Moon", sem Sjón- varpið sýndi. Þessar myndir og „Ungi Cassidy" sýna glögglega hinn mikla mannkærleik hans og snilld í persónusköpun. Þótt Ford sé kominn yfir sjötugt, er hann enn í fullu fjöri. Tvær seinustu myndir hans, „Cheyenne Autumn" og „Seven Women" eru ósýndar hér enn, og verður vonandi ráðin bót á því sem fyrst. Þorsteinn Blöndal. STEFNUBREYTING... Framh. af bls. 2. til við að bjarga blaðinu úr klíp- unni. Boðað var í skyndi til stjórnarfundar og ákvörðun tek- in um að hlíta boði málgagnsins. „Funda-fiasko". Fundamálin settu svip sinn á kosningabaráttuna s.l. haust, og jafnvel má segja, að þau hafi verið helztu deilumál listanna í kosningunum. Fljótlega eftir stjórnarskiptin var svo haldinn fyrsti fundur fundanefndar á þessu starfsári. Á þeim fundi lagði meirihlutinn fram tillögur sínar um sex fundi, sem halda skyldi fyrir áramót. Engar aðrar tillögur voru teknar til greina. Árangnrinn lét heldur ekki á sér standa. Af þeim sex fundum, sem samþykkt var að halda, varð ekki einn einasti að veruleika á um- ræddu tímabili. Stefnubreyting. Eftir þetta „Fiasko" breyttist meginatriði hátíðahaldanna. Með samkomulagi listanna um undirbúning og stjórn hátíðahald- anna 1. des. 1968 á að vera tryggt, svo sem unnt er, að um þau verði ekki pólitísk átök. Er mikið unnið við algjöra samstöðu stúdenta um þetta mál. Sam- komulagið þýðir í raun og veru, að litlu skiptir í þessu tilliti, hver úrslit stjómarkosninganna í október n.k. verða, kosningarnar eiga í eng'u að snúast um 1. des. Undirbúningur hátíðahaldanna á ekki að geta raskast. Fullur vinnufriður á því að vera tryggð- ur. Aðalræðumaður dagsins hefur verið til umræðu í „sexmanna- nefndinni". Nefndarmenn eru á því máli, að flest virðist mæla með því, að stúdentar reyni að fá forseta Islands til að flytja aðalræðuna. Telja nefndarmenn, að um það ætti að geta orðið ein- ing. Þá hefur umræðuefni dagsins borið á góma. Nefndin er einhuga um, að æskilegasta umræðuefni, sem nefnt hefur verið, sé „Fimm- tíu ára fullveldi" eða „Island fuil- valda ríki". Þessir titlar geta merkt hið sama. Til tals hefur komið, að tvær ræður verði flutt- ar á hátíðarsamkomunni, þ.e. að auk aðalræðu verði flutt sögulegt erindi um sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar eða einhvern sérstakan þátt hennar, t.d. þátt stúdenta í þeirri baráttu. Leggja verður áherzlu á, að stúdentar annist ýmsa dagskrárliði hátíðarsam- komunnar með upplestri, söng o.fl. Húsnæðismálin hafa verið rædd í sáttanefndinni. Mjög rík til- hneiging er til þess að hátíða- höldin, sem fram hafa farið í há- tíðarsalnum, verði að þessu sinni í Háskólabiói. Virðist flest mæla með því, að sá háttur verði á hafður. En þá verður að treysta því, að stúdentar yngri og eldri sæki hátíðarsamkomuna betur en þeir hafa gert undanfarin ár. Borðhaldið að kvöldi 1. desem- ber verður væntanlega með svip- uðu sniði og síðustu ár. Þó er Ijóst að gera verður ráðstafanir til þess að hægt sé að selja fleir- um aðgang en verið hefur. Að- göngumiðar hafa selzt upp á ör- skammri stund og færri fengið en vildu. Ekki er í mörg hús að venda. Gera má ráð fyrir, að með miklum tilkostnaði yrði unnt að nota Laugardalshöllina við þetta tækifæri. Allt bendir til þess, að hugmynd sú um stúdentaakademíu, sem uppi hefur verið, verði að veru- leika á þessu ári. Fyrsta viður- kenningin verður þá væntanlega veitt 1. des. Þar sem um er að ræða hálfrar aldar afmæli fullveldisins mega stúdentar búast við samkeppni um daginn sjálfan. Alþingi, Stúdentafélag Reykjavíkur o.fl. kunna að ætla að minnast dags- ins sérstaklega. Ljóst er þvi, að við undirbúninginn verða stúdent- ar að hafa samvinnu við ýmsa aðila utan skólans. Hyggist Al- þingi ekki ætla að minnast dags- ins sérstaklega og þó svo væri, þá hefðu alþingismenn margt óþarfara gert en að samþykkja þingsályktun um t.d. 200 þús. króna styrk til S.F.H.l. til þess að minnast dagsins. Ekki verður hjá þvi komizt, að vegleg hátiða- höld krefjist nokkurs fjár. • Stúdentar efndu fyrst árið 1922 til hátíðahalda í tilefni af fullveldi Islands, og hafa þeir jafnan gert það siðan. Það er ásetningur stúdenta að kappkosta, að há- tíðahöldin í tilefni af hálfrar ald- ar afmæli fullveldisins verði glæsileg og eftirminnileg að innra og ytra búningi. viðhorf formanns fundanefndar til minnihlutans, og ber að virða á betri veg. Á fundi, sem ákvað I megindráttum fundaáætlun fé- lagsins frá áramótum, varð al- gjör samstaða innan nefndarinn- ar. Gera má ráð fyrir þvi, að fundastarfsemin verði fjölbreytt- ari á nýbyrjuðu misseri en á haustmisserinu. Þá má einnig geta þess, að leystur hefur verið að nokkru leyti vandinn varðandi ályktunarhæfni funda. Á almenn- um kynningarfundi um Grikk- landsmálið var t.d. lesin ályktun stjórnar stúdentafélagsins í stað þess að láta fundargesti, sem all- margir voru utanfélagsmenn, greiða atkvæði um ályktunina. Sú breyting, sem orðin er á stefnu meirihlutans í fundamál- unum, hefur gert það að verk- um, að fullt samkomulag ríkir innan fundanefndar um starfsvið og starfsháttu nefndarinnar. Horft fram á við. Eins og áður hefur verið greint frá, var stefnan í fundamálunum eitt helzta deilumál listanna í kosningunum s.l. haust. Nú, þeg- ar segja má, að þessi mál hafi verið leyst á vissan hátt væri, ekki úr vegi að leiða hugann að kosningunum næsta haust og kanna lítillega, hvaða mál þá verða væntanlega efst á baugi í kosningabaráttunni. Frá mínum bæjardyrum virðist augljóst, að í stað fundamálanna verði viðhorf listanna til stjórnmála mun meira í sviðsljósi en undanfarin tvö haust. Sá þáttur stjórnmál- anna, sem sennilega verður helzt til umræðu eru utanríkis- og varnarmál Islands. 1 stjórnartið næstu stjórnar félagsins verður Atlantshafssamningurinn uppsegj- anlegur. Má gera ráð fyrir því, að íslenzkir kommúnistar, líkt og skoðanabræður þeirra erlendis, reyni eftir megni að koma í veg fyrir áframhaldandi varnarsam- starf vestrænna þjóða. Eins og flestum er kunnugt hafa áhrif kommúnista í Háskóla Islands mjög minnkað á siðustu árum. 1 B-lista samstarfinu eru þeir hafð- ir útundan eins og framast er unnt. Þannig má gera ráð fyrir að tiltölulega auðvelt verði fyrir A- og B-lista að koma sér saman um afstöðu til Atlantshafsbanda- lagsins, ef B-listinn býður fram á líkan hátt og s.l. haust. Þótt litlar likur bendi til þess, að Félag róttækra stúdenta hafi kraft í sér til að bjóða fram við kosningarnar næsta haust, er það á engan hátt útilokað. Ýmsir harðsoðnustu „hugsjónamennirn- ir“ í þeim hópi vilja gjarna sigla út úr þeirri herkví, sem þeir hafa verið hnepptir í nokkur undan- farin ár. Allavega verður fróð- legt að fylgjast með því, hvort þeir reyni að berjast á vettvangi stúdentafélagsins i framtíðinni, eða haldi áfram þeirri iðju sinni að leika sér með eidfæri og tusku- brúður ásamt félögum og sálu- bræðrum í Æskulýðsfylkingunni. • IA1 • 3 • S MYNDAMOT hf. • M * PHriVlMYNHAMHH - AllAISTR/f II G - REYKJAVÍK - SÍMI 17152

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.