Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 8
XLV. árg. Febrúar 1968 1. tbl. STÚDENTAKÖRINN GEFUR ÖT PLÖTU Síðastliðin fjögur ár hefur Stúdentakórinn komið fram á skemmtunum og hátíðum stúdenta við Háskólann. Hefur kórinn með söng sinum lífgað upp á form- fastar dagskrár og sett á þœr svip virðuleika og menningar. Kórinn var stofnaður 23. febrú- ar 1964. Áður höfðu nokkrar til- raunir verið gerðar til að halda uppi söngstarfsemi innan H.I., en misjafnlega gefizt. Frá upphafi hefur kórinn að mestu verið skip- aður eldri háskólaborgurum og hefur gengið erfiðlega að fá stúdenta við nám til að taka virkan þátt I starfsemi hans. Er rétt að geta þess, aö allir stúdent- ar geta stutt starfsemi kórsins, annað hvort með því að gerast virkir söngfélagar eða styrktarfé- lagar. Vœntir Stúdentablaðið þess, að stúdentar sýni kórnum fram- vegis áhuga sinn í verki. Við erlenda háskóla gegna kórar sem þessi miklu hlutverki, og hafa ýmsar erfðavenjur skapast í kringum þá. Eru þeir ýmist bland- aðir eða skipaðir körlum ein- göngu. Vorið 1967 tók kórinn þátt í norrænu söngmóti akademiskra kóra, sem haldið var 1 Ábo í Finnlandi. Hlaut kórinn góða dóma fyrir söng sinn í finnskum blöðum. Þá hefur kórinn sungið allmörg lög inn á hljómplötu, sem út kom síðastliðið haust. Stefnt er að því að halda tónleika næsta vor. Rektor og stjórn Háskólans hafa stutt starfsemi Stúdenta- kórsins með ráðum og dáð t.d. með fjárstyrk til söngfararinnar til Finnlands. Stjórnandi kórsins er Jón Þórarinsson tónskáld. For- maður er Jón Haraldsson, arki- tekt. FRIÐRIK ÚLAFSSON HRAÐSKÁKMEISTARI Taflfélag stúdenta er tekið til starfa. Stjórn S.F.H.l. kom því á laggirnar í desemberbyrjun, og skipaði eftirtalda menn í það: Björn Theódórsson, stud. oecon. Guðmund Sigurjónsson, stud.jur. Jón Þ. Þór, stud. phil. Þorgeir Andrésson, stud. polyt. Félagið lét það verða sitt fyrsta verk að gangast fyrir hrað- skákmóti, „Hraðskákmóti stúd- enta". Var þátttaka heimil bæði háskólastúdentum og háskóla- kennurum. Háskólarektor, próf. Ármann Snævarr, var mjög upp- örvandi við undirbúning mótsins, m.a. við útvegun húsnæðis í Tjarnargötu 26. Auk þess sýndi hann þann virðingarverða áhuga Framh. á bls. 3. Frá Hraðskákmóti SFHl. FJÖRUGIR FUNDIR í VETUR Fundastarfsemi SFHl hefur verið blómleg það sem af er vetri. Einir 6 fundir hafa verið haldnir og allir heppnazt með ágætum hvað fróðleik og málefnalega efn- ismeðferð snertir, þótt stúdentar hefðu stundum mátt fjölmenna betur. Hér á eftir fylgir stutt yf- irlit yfir 5 fyrstu fundina. Varnir íslands Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í 1. kennslustofu Háskól- ans. Var hann ætlaður stúdentum einum og frummælendur því úr þeirra hópi, þeir Björn Teitsson, stud. mag. og Gunnlaugur Claes- sen, stud. jur. Björn tók fyrstur til máls og rakti aðdragandann að stofnun Nato og komu bandarísks herliös hingað til lands. Taldi Björn dvöl erlends herliðs hér á friðartím- um ekki geta samrýmzt hug- myndum um sjálfsforræði Islend- inga gagnvart öðrum þjóðum. Þar við bættist að hagur Islendinga Eysteinn Jónsson af hersetunni væri enginn. Að loknu máli Björns talaði Gunnlaugur.. Kvað hann hlutleysi óæskilegt og gagnlaust smáþjóð- um. Nato hefði enn hlutverki að gegna í baráttunni gegn komm- únismanum og því ættu Islending- ar að halda áfram aðild sinni að bandalaginu. Hins vegar sá Gunn- laugur enga þörf fyrir erlendan her hérlendis og vildi að hann f æri þegar á næsta ári. Er frummælendur höfðu talað hófust fjörlegar umræður, sem stóðu langt fram eftir kvöldi. Reiulf Steen Fyrsti erlendi fundargesturinn á vetrinum var Reíulf Steen, varaformaður norska Verka- mannaflokksins. Steen var aðeins 32 ára, þegar hann komst í þá stöðu. Hann nýtur mikillar virð- ingar sem stjórnmálamaður og fyrirlesari. Erindi hans hér fjall- aði um efnið „Norræn samvinna", Hann taldi nauðsynlegt, að ís- lendingar hefðu efnahagsleg sam- skipti við Vestur-Evrópu, en vandinn væri að finna meðalveg milli of mikillar einangrunar og of náinna samskipta við umheim- inn. Eysteinn Jónsson talaði næst- Gylfi J>. Gíslason og þótti það bæði ýtarlegt og fróðlegt. Allmargar fyrirspurnir voru bornar fram að erindinu loknu og svaraði fyrirlesari þeim. Efnahagsbandalög Evrópu Raunverulega voru tveir fundir haldnir um þetta sama efni og var þeim fyrri ætlað að vera eins konar undirbúningsfundur til að gera stúdenta hæfari til að taka til máls á seinni fundinum, sem var almennur fundur. Fyrirlesari á fyrri fundinum var Björgvin Guðmundsson, við- skiptafræðingur. Hélt hann langt og fróðlegt erindi um aðdraganda að stofnun efnahagsbandalaga Evrópu, stöðu þeirra nú og fram- tíðarhlutverk. Að erindinu loknu voru bornar fram allmargar fyr- irspurnir og svaraði fyrirlesari þeim. Seinni fundurinn var haldinn á Hótel Sögu og hafði verið boðið til hans sem framsögumönnum, þeim Gylfa Þ. Gíslasyni, ráðherra, og Eysteini Jónssyni, alþingis- manni. Gylfi Þ. Gíslason tók fyrstur til máls. Rakti hann sögu bandalag- anna EBE og EFTA og ræddi sið- an afstöðu Islands til þeirra. ur. Taldi hann rétt að sýna mikla varúð við að tengjast erlendum viðskiptabandalögum og hafa smæð Islands í huga. Reynslan hefði sýnt, að Islendingum vegn- aði bezt, þegar þeir sjálfir hefðu stjórn á atvinnuvegum og verzl- un. Hins vegar væru menningar- tengsl við Vestur-Evrópu æski- leg og nauðsynleg. Grikklandsfundur Fundur þessi var fjölsóttur og óvenjugóð þátttaka af hálfu stúdenta. Dagskráin hófst á því, að Jökull Jakobsson, rithöfundur, sagöi frá reynslu sinni fyrstu daga herforingjastjórnarinnar í Grikk- landi, en síðan rakti Þorsteinn Thorarensen, rithöfundur, stjórn- málaþróun í landinu fram að her- foringjabyltingunni. Þá las Sig- urður A. Magnússon, ritstjóri, eig- in þýðingar á kveðskap nokkurra griskra höfunda og Sigurður Guð- mundsson, skrifstofustjóri, lýsti þeim degi, þegar herforingjarnir hrifsuðu völdin í sínar .hendur Var gerður góður rómur að máli þeirra allra. Að slðustu las Jón ögm. Þormóðsson, formaður SFHl, ályktun stjórnar félagsins um Grikklandsmálið. STÚDENTAAKADEMÍA EDA STJÖRNURÁÐ Svo sem kunnugt er orðið af greinum formanns SFHl í nóvem- berblaði Stúdentablaðs og Frið- geirs Björnssonar laganema I 1. desember blaðinu, hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að stofna svokallaða ,,Stúdentaaka- demíu", skipaða háskólastúdent- um, er hefði það virðingarverða hlutverk að velja prófessor árs- ins, vísindamann ársins og lista- mann ársins. Á stjórnarfundum í haust hvatti formaðurinn til þess, að undirbúningur væri þegar haf- inn í þvl máli. Varð það að ráði að stofna nlu manna undirbún- ingsnefnd til þess að kanna málið og gera tillögur um það til stjórnar félagsins. Voru eftirtald- ir stúdentar valdir einróma í nefndina og þess gætt, að þeir væru fulltrúar sem flestra deilda: Einar Sigurbjörnsson, stud.theol Garöar Valdimarsson, stud. jur. Hjörtur Pálsson, stud. mag. Jóhanna Ottesen, stud. oecon. Katrín Fjeldsted, stud. med. Ölafur Bjarnason, stud. polyt. Sigmundur Sigfússon, stud.med. Tryggvi Gislason, stud. mag. Þorleifur Hauksson, stud. mag. Nefndin hélt sjö langa fundi I desember og janúar, og tók for- maður SFHl þátt I störfum henn- ar. Árangurinn hefur orðið sá, að samin hefur verið reglugerð í fimm köflum, samtals 31 grein. Var hún siðan lögð fyrir stjórn- arfund hinn 22. janúar slðastlið- inn. Má ætla, að marga fýsi að fá svolitla nasasjón af efni reglu- gerðarinnar. Þess ber aö geta I upphafi, að nafnið veldur svolitlum heilabrot- um. Þær tillögur, sem mestu fylgi eiga að fagna I nefndinni, eru Framh. á bls. 3.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.