Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 1
Bókaútgáfa í þágu íslenzkrar vísindastarfsemi Rætt við Vilhjálm Þ. Gíslason, formann- Menntamálaráðs, um Bókaútgáfu Menningarsjóðs Stúdentar kröfðust þess að Háskólaráð tæki þegar í stað afstöðu til framkominna tillagna S.H.l. um þátttöku stúdenta í rektorskjöri. Undirbúningur hafinn að byggingu hjónagarða Sennilega byrjað á teikningum á þessu ári — Þörf fyrir 300 hjónaíbúðir samkvæmt könn- unum, sem gerðar hafa verið Skortur á vísindalegum fræði- ritum og kennslubókum á ís- lenzkri tungu er tilfinnanlegur. Málsköpun og hugtakamyndun I fræðilegum tilgangi hefur einnig verið talið ábótavant. Þetta tvennt er nátengt og mikið hags- munamál háskólans mönnum. Ekkert forlag hefur beinlínis á stefnuskrá sinni útgáfu bóka og rita, sem hafa þann tilgang að auðga fræðilegt mál og meðferð vísindalegrar þekkingar í rituðu máli, nema ef vera skyldi Bóka- útgáfa Menningarsjóðs, enda hef- ur mönnum sem málið er skylt, oft orðið til að líta þangað von- araugum, þegar hugur þeirra beinist að vísindalegum bók- menntum Islendinga. Kröfumar, sem gerðar em til Bókaútgáfu Menningarsjóðs, byggjast annars vegar á yfirlýstri stefnu forlagsins og hinsvegar á því að forlagið nýtur töluverðs fjárstyrks til starfsemi sinnar. Sá féstyrkur kemur frá Mennta- málaráði Islands, sem er yfir- stjórn Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Vegna þess að málið er Vilhjálmur Þ. Gíslason stúdentum skylt færði Stúdenta- blað það í tal við Vilhjálm í>. Gíslason, fyrrverandi útvarps- stjóra, að hann skýrði frá stefnu og starfsemi Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs, einkum með tilliti til útgáfu vísindalegra rita. Vil- hjálmur hefur setið I Mennta- málaráði í rúman aldarfjórðung og hefur gegnt formennsku í ráðínu sl. tæp tvö ár. Vilhjálmur varð góðfúslega við þessarri beiðni. 1 samtalinu kom meðal annars fram að um þessar mund- ir fer fram gagnger endurskoðun á starfi og skipulagi Bókaútgáfu Menningarsjóðs ekki sízt með til- liti til þess að forlagið geti betur en áður gegnt hlutverki sínu á öld tækni og vísinda í landi fjöl- margra útgáfufyrirtækja, sem naumast fá risið undir útgáfu eins og eins vlsindalegs rits. Þó benti Vilhjálmur sjálfur á starf- semi Almenna bókafélagsins, en tók jafnframt fram að Bókaút- gáfa Menningarsjóðs hefði sér vitanlega aldrei farið inn á vett- vang sjálfstæðra útgáfufyrir- tækja eða tekið verlcefni frá þeim. Viðtalið snerist í upphafi um markmið og verkefni bókaútgáf- unnar og sagði Vilhjálmur þá m. a.: Stefna Menningarsjóðs var í aðalatriðum mörkuð með ákvörð- unum um þýðingar á góðum, mik- ilsverðum erlendum ritum, útgáfu þeirra og íslenzkra fræðirita til almenningsfræðslu auk skáldrita ef ástæða þætti til. Bókaútgáfan hefur síðan aðallega sinnt útgáfu fræðirita, einna helzt, svo og þýð- ingum á slgildum sltáldverkum, sagnfræðiritum og dálítið nátt- úrufræðiritum. Viðhorfin til út- gáfustarfseminnar hafa breytzt dálítið á nokkurra ára fresti en ekki stórfellt. Ég gerði tillögur fyrir nokkrum árum Og þær eru enn til athugunar. Tilgangurinn var að skerpa línurnar og beina útgáfunni enn frekar að ýmsum verkefnum I bókaútgáfu, sem ætla mætti að önnur forlög gætu ekki eða vildu ekki sinna. Og nú fer fram heildarendurskoðun Hafinn er markviss undirbún- ingur að smíði fyrsta hjónagarðs- ins á vegum Félagsmálastofnunar stúdenta. Stefnt er að því að hægt verði að byrja vinnu við teikningar á þessu ári. Félags- málaráðherra hefur lofað að beita sér fyrir breytingu á lögum um húsnæðislán, þannig að stúdenta- garðar verði teknir inn I lána- kerfið. Gcrt er ráð fyrir að húsa- leiga geti orðið lægri en á almenn- um leiguíbúðamarkaði. Stúdentablaðið hefur haft tal af Þorvaldi Búasyni, eðlisfræð- ingi, formanni Félagsmálastofn- unar stúdenta og tjáði hann blað- inu það sem hér fór á undan. Hann sagði að stjórn Félags- málastofnunarinnar hefði nýlega skipað fimm manna nefnd, sem á að gera tillögur um skipulag hjónagarða er verði þannig úr garði gerðar að arkitekt geti haft þær til hliðsjónar, þegar hann vinnur teikningar. Nefndina skipa Oddur Benediktsson, stærðfræð- ingur, formaður, Hörður Sigur- gestsson, viðskiptafræðingur, All- an V. Magnússon, stud. jur., Hilm- ar Ólafsson, arkitekt og Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðingur. Nefndin á samkvæmt erindisbréfi Félagsmálastofnunarinnar að kanna leigulbúðaþörf stúdenta nú og til næstu 5-10 ára, ganga úr skugga um hver sé hentugasti fjöldi íbúða til smíða I einum áfanga, hvort hagkvæmt sé að hafa hjónaíbúðir og einstaklings- íbúðir undir sama þaki, hvort eða hvemig unnt sé að hagnýta hús- næðið í sambandi við hótelrekst- ur, hvaða húsagerð (stigáhús, hótelgangahús, svalagangahús) sé hentugust, hve húsaleiga þurfi að vera há miðað við tiltekið hlut- fall lánsfjár I byggingarkostnaði og loks hvaða félagsleg aðstaða skuli vera I hjónagarðsbyggingu, t.d. lestrarsalur, mötuneyti, funda- salur, bamagæzla o.fl. Nefndin á að ljúka störfum á tveimur mánuðum, en gert er ráð fyrir að undirbúningur undir byggingu fyrsta hjónagarðsins taki a.m.k. eitt ár. Stjóm Félagsmálastofnunarinn- ar hefur ritað Háskóla Islands bréf og óskað eftir lóð á háskóla- svæðinu. Var bréfið sent I októ- Framh. á bls. 7. Framh. á bls. 6.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.