Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐ 3 BJÖRN PÁLSSON: Fyrir nokkrum árum var það haft að gamanmálum að hver einasti Islendingur, sem kominn væri sæmilega til fullorðinsára, teldi það skyldu sína að gefa út endurminningar sínar. Nú virðist annað sport vinsælla. Það er að gefa út ljóðabækur, og þær eiga helzt að vera svo frumlegar að enginn skilji boðskapinn. Þessu er dembt yfir okkur fyr- ir hver jól svona rétt eins og gengisfellingum, en sá munur er þó á að enginn er nauobeygður til þess að lesa þær en í síðar- nefndu hringavitlcysunni verða allir að taka þátt nauðugir vilj- ugir. Allir höfundarnir telja sig síð- an réttboma til skáldatitils. Sé reynt að gera sér grein fyrir stöðu þeirra meðal þjóðarinnar liggur það ljóst fyrir, að fæstir eiga stóran hóp lesenda. Þá vakn- ar sú spuming, hvort hægt sé að nefna þá skáld. Séu þeir taldir skáld verður að svara spumingunni um það, hvort þjóðin hafi smekk fyrir góð ljóð, eða yfirleitt nokkurn áhuga á ljóðum, neitandi. Eigum við að trúa þvi að sú þjóð, sem að okk- ar áliti las meira af ljóðum en nokkur þjóð önnur, hafi glatað hæfileikanum til þess að njóta þessarar listgreinar. Eru hér eftir aðeins örfáir útvaldir, sem geta hrifist við þennan bmnn frum- leikans ? Ég álít að ástæðan sé allt önn- ur. Flestir, sem lesa ljóð, gera það f þeim tilgangi að finna eitthvað sér til fróunar. Fegurð er þar æðsta boðorðið hvort sem um er að ræða sorg eða gleði. Aðrir fá þar útrás beiskju sinnar, þegar skáldið lætur svipu orðkynnginn- ar ríða á bökum hinna bersynd- ugu. Skáldverkið verður við fyrstu yfirsýn að ná þeim tökum á hversdagslegum lesanda, að hugs- unin um hvað verði á matborðinu í dag víki þegar til hliðar. Ekki get ég með góöri sam- vizku haldið því fram, að þessi Gamalt og nýtt Sá ég fyrr hvar saman undu sveinn og stúlka hýr í lundu, ótryggð heimsins ekki fundu. Ástin ræktar fegurst blóm. Sólin gyllti geisla hlýjum götuna á degi nýjum. Draumar kveiktu unaðs-óm. Sandi þyrla sjávarföllin. Sólin hverfur bak við fjöilin. Hrynur dýrðleg drauma-höllin. Drenginn snót í tryggðum sveik. Hún fann annan undur fríðan, elskulegan, sterkan, blýðan. Höfði drjúpa blómstur bleik. Hann, sem í ástar örmum hlýjum áður mættl degi nýjum og sveif um geim á sælu-skýjum, situr nú um vanga grár. Lítið ástar ævintýri endaði í fúamýri. Timinn hjartans sefar sár. bp. ljóð hafi til að bera þessa eigin- leika. Þvert á móti virðast „skáldin" oft reyna að dulbúa hugaróra sina með orðaleik I véfréttarstíl. Lesandinn verður þá oft að leita lengi gullkomanna, og getur brugðið til beggja vona hvort þau finnast nokkur. Það eru þó ekki rammar kenningar né rígbundið form, sem verður skáldunum að fótakefli. Mest af því góðmeti láta þau lönd og leið. (Rökrétt hugsun hefur e.tv. fengið að fljóta með í sumum tilfellum). Stór hluti þessara ljóða er líka innhverfur barlómur, og skáldin virðast hafa einstaka nautn af því, að smyrja blóðugum kvein- stöfum á brauðsneiðar samborg- aranna, sem margir hverjir eiga þegar í nógu stríði við eigin hverfulleikatilfinningu. Einnig er mannfyrirlitningunni víða gert hátt undir höfði. Persónulega þykir mér lítill fengur I nýjum framlögum til þeirrar kenndar. Hún er og verð- ur ævinlega neikvæður eiginleiki, sem flestir skynsamir menn reyna fremur að halda í skefjum, en að BlkMSXTIB = Á þessari bókmenntasiðu er e = fjallað um form og efnismeð- = \ ferð í íslenzkum nútímakveð- 1 | skap. Þeir sem hafa eitthvað : = við þennan pistil að bæta eða i = út á að setja eru vinsamlegast 1 : beðnir að snúa sér til ritnefnil- i í ar Stúdentablaðs. Því ætlunin \ | er að láta þessa síðu halda \ \ áfram í næstu blöðum, ef : = grundvöllur er fyrir hendi. É : Einnig eru vel þegin ljóð og i i smásögur. Ritdómar eru og i i vel þegnir, ef menn finna hjá i É sér hvöt til þannig skrifa. sá yfir alþjóð, og kalla fram- leiðsluna svo gjarnan skáldskap. Hér á borðinu fyrir framan mig liggja tvær ljóðabækur út- gefnar af Almenna bókafélaginu nú fyrir jólin. Höfundar eru Jón úr Vör og Birgir Sigurðsson. Það er ekki ætlun mín að rit- dæma þessar bækur hér, en hins vegar má finna þar ýmislegt sem rennir stoðum undir fullyrðingar mínar. Við skulum nú sem snöggvast opna Mjallhvítarkistu Jóns úr Vör. Þú Hugur þinn er tómur. Þú átt enga þrá. Lífið er þér eyðimörk án vinja. Hjartað er kalt helfrosið Þú hlærð er aðrir gráta. Þú nærist á erfiðleikum annarra ástvinamissi heitrofum. Þetta er bensin á bíl þinn álegg brauðsneiða þinna. Og það örvar kynhvöt þína. Þú ert aldrei saddur. Z. Þar verður fyrir oltkur Ijóð, er nefnist „Smásaga". Fingur ýsukaupmannsins sem þræðir vírinn undir eyruggana og stingur í gegnum þunnildið munu I kvöld dansa af fögnuði á brjóstum ungrar konu. Hvað er maðurinn að fara ? Nú, það má næstum sjá það. En það vekur aftur þá spurningu, hvað geri ýsukaupmann öðrum óverðugri að neyta ávaxta af tré ástarinnar. Ég get ekki séð nokkra ástæðu til þess að hata manngarminn þó að fingur hans séu e.t.v. rauðir og bólgnir af þvi að káfa á fiski. Hvaða hugarfar felst að baki þessa ljóðs? Annað Ijóð, ,.Stjómmálamaður“, er svona: Þögnin er hans beztu samkvæmisföt. Hann hcfði aldrei átt að læra að tala. Hvílík snilld. Með þvi að raða orðunum í lóorétta röð var hægt að láta þetta fylla heila blaðsíðu. Sé leitað betur I „kistunni" má finna þar kveinstafi höfundar. Engu get ég treyst, tortryggi jafnvel vin minn efann. Áður en við lokum kistu Mjall- hvítar, er rétt að líta á ljóð, sem kom mér fyrir sjónir sem tilmæli um hærri skáldastyrk. Að lifa I tómstundum. Ef ég mætti gefa mig allshugar að skáldskap, skyldi ég ríma á sunnudögum. H Það er ekki hægt að lifa I tómstundum, að yrkja I fangelsi anna er morð. III Lífsbarátta og list, - hjón sem ættu að skilja, áður en böm þeirra læra að tala. Framh. á bls. 7. Vor Ris yfir sundunum röðull keikur og golan leikur við hárið á hundunum fuglinn er rogginn því ungar úr eggjunum trítla á veggjunum og tína í gogginn og kýrnar I flaginu bölva og baula skrattast og gaula skrýtnar í laginu og grasið er sprettandi inn grundir og bala og kettirnir mala kátir sig fettandi og hestarnir gneggja hófana brúkandi og enginn er húkandi innan veggja.... Friðrik Guðni Þórleifsson lll!Hií!!HIII!l IIIHIIH!II!I Happdrætti Háskóla tslands Heildarf járhæð vinninga hækkar árið 1969 um 30.240.000 krón- ur — þrjátíu milljónir tvö hundruð og fjörutíu þúsund. — Helztu breytingamar era þessar: 10.000 króna vinningar TVÖFALDAST, verða 3.550 en voru 1.876. — 5.000 króna vinningum fjölgar úr 4.072 í 5.688. Lægsti vinningur verður 2.000 krónur í stað 1.500 áður. Engir nýir miðar verða gefnir út. Þar sem verð miðanna hefur verið óbreytt frá árinu 1966 þótt allt verðlag I landinu hafi hækkað stórlega, sjáum við okkur ekki annað fært en að breyta verði miðanna í samræmi við það. Þannig kostar heilmiðinn 120 krónur á mánuði og hálfmiðinn 60 krónur. Glæsilegasta happdrætti landsms: Happdrætti Háskólans greiðir 70% af heildarveltunni I vinn- inga, sem er hærra vinningshlutfall en nokkuð annað happ- drætti greiðir hérlendis. Heildarfjárhæð vinninga verður 120.960.000 krónur yfir eitt hundrað og tuttugu milljónir króna sem skiptast þannig: 2 vhmingar á 1.000.000 kr. . . . 2.000.000 kr. 22 — - 500.000— . . . 11.000.000 — 24 — - 100.000 — . . . 2.400.000 — = 3.506 — - 10.000 — . . . 35.060.000 — B 5.688 — - 5.000 — . . . 28.440.000 — ■ 20.710 — - 2.000 — . . . 41.420.000 — Aukavinningar: 4 vinningar á 50.000 kr. . . . 200.000 kr. 1 44 — - 10.000 — . . . 440.000 — 30.000 vinningar 120.960.000 kr. jg = m Happdrætti Háskóla Islands = 1

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.