Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Síða 4

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Síða 4
4 STÚDENTABLAÐ Kjör stúdenta í þjóð- félag inu Frá því að sögur hófust hafa stúdentar gegnt merkilegu hlut- verki I þjóðfélaginu og jafnframt verið sú stétt, sem einna erfiðast hefur átt uppdráttar. Stúdentar hafa alltaf verið fjölskrúðugur flokkur i hinum ýmsu löndum og óþarft er að fjölyrða um það, hvernig andlegt líf stúdenta hef- ur verið, og er, aflvaki nýrra skoð- ana og stefna í vísindum. Auk námsins, held ég, að eitt hafi stúd- entar átt sameiginlegt, en það er að vera fátækur. Allir þekkja söguna, sem byrjar svona: „Einu sinni var fátækur stúdent....“ Ég held, að mér sé óhætt að full- yrða, að meðal manna hafi verið og sé jafnvel enn sú skoðun ríkj- andi, að stúdentar œttu að vera fátækir. Á síðustu árum hefur þó nokkur breyting orðið á þeim hugsunarhætti og víða um heim hafa verið tekin upp námslaun og stórfelld lán til námsmanna. Á Islandi hafa á síðustu árum, eða síðan Lánasjóður ísl. námsmanna, hóf starfsemi sína, töluverðar um- bætur á sviði kjaramála stúdenta, átt sér stað. Ég álít þó þau lán, sem stúdentar fá úr Lánasjóðn- um, ekki vera nema brot af því, sem ætti að vera, ef störf stúd- enta væru metin að verðleikum. Ýmsum kann að þykja, að hér sé of djúpt tekið í árinni, og segja sem svo, að opinberir aðiljar geti ekki, allra sízt á þessum timum, eytt gegndarlausu fé til þess að styrkja stúdenta. Mig langar þó að spyrja sem svo: Hvert mat er lagt á störf stúdenta, fyrst lána- sjóðir eru þeim ekki opnari en raun ber vitni, og er það réttmætt. í>essu svara ég neitandi. Stúd- entar eru vinnandi stétt, eins og aðrir og á sama hátt skapa þeir verðmæti. En mismunur á arði stúdenta við nám og annarra er sá að aðrir fá laun, stúdentar ekki. Nú kann einhver að segja sem svo: Menntun er ekki annað en undirbúningur undir llfsstarf, og hæpið er að launa slikan und- irbúning, enda kynni slíkt for- dæmi að leiða til þess, að skóla- nemendur yfirleitt tækju að heimta laun. I öðru lagi fá mennt- aðir menn yfirleitt svo há laun, að þeir eru fljótir að vinna upp í peningum, það sem aðrir öfluðu, sem ekki voru I langskólanámi. Hinu fyrra atriðinu, að aðrir nemendur en stúdentar þægju laun, er frá mínum bæjardyrum fljótsvarað. Að sjálfsögðu yrðu slík laun einskorðuð við háskóla- stúdenta og aðra sambærilega nema. Mætti þá launa menn eftir því, hve vel þeim gengi námið, hversu langt þeir væru komnir og öðru, sem ég hirði ekki að rekja hér frekar. Hinu atriðinu um að menntamenn séu svo vel launaðir, að fljótlegt sé fyrir þá að afla þess, sem ekki var aflað meðan á náminu stóð, því er auðvelt að hnekkja. Á Islandi búa menntaðir menn við sllk sultarkjör, að und- anskildum örfáum mönnum, að fádæma er. Mlða ég hér fyrst og fremst við menntamenn í opinberri þjónustu, þar er gleggstar upp- lýsingar að fá um kaup og kjör þessara manna. Alltaf er frelst- andi, í þessum efnum sem öðrum að bera Islendinga saman vlð frændur vora á Norðurlöndum. Sé slíkur samanburður gerður á þessu sviði sést, að munurinn er gífurlegur og verður þeim mun meiri sem ofar dregur í mennt- unarstiganum. Ég geri mér þess góða grein, að fullkomin náms- laun, sem gerðu stúdentum kleift að sjá sér farborða á viðunandi hátt eru langt undan. Menn verða þó að skilja, að þeir, sem háskólanám stunda, eru fullorðið fólk með sömu áhugamál og lífsskoðun og fólk, sem vinnur önnur störf. Á ég þar fyrst og fremst við heimilisstofnun, enda alkunnugt hve giftingaraldur hef- ur lækkað undanfarin ár. Það er staðreynd, sem ekki verður borin til báka, að engum eru eins mikil vandkvæði á að stofna heimili, og stúdentum, vegna þess að þeir eru 8 mánuði og sumir allt árið tekju- lausir. Er það nokkurt vit, að ungu fólki sé beinllnis meinað að ganga I hjónaband, vegna þess að það hefur vilja og getu til þess með menntun sinni að verða hæf- ari og nýtnari þjóðfélagsþegnar en aðrir? Á ekki hið opinbera að gera allt, sem I þess valdi stendur til að stuðla að æðri menntun, en hún er það eina sem getur bjarg- að fámennri þjóð frá ósigri i bar- áttunni um lífsgæðin? Ætla mætti af þessu, að stúdentar gengju alls ekki 1 hjónaband né stofnuðu heimili og ættu börn. Svo er þó ekki: Mkill fjöldi stúdenta er gift- ur. Stundum er aðeins annar að- ilinn stúdent, en stundum þó báð- ir, og gefur það þá auga leið, hverjum erfiðleikum það er háð fyrir stúdenta að búa við mann- sæmandi kjör, að ekki sé minnzt á einkabíl og eigið húsnæði, sem telzt enginn munaður nú á timum og flest ungt vinnandi fólk á. Samt eiga margir stúdentar bíl og íbúð og er með ólikindum hve þrotlaust erfiði það hlýtur að vera fyrir stúdent að eignast slíkt, nema aðstoð vandamanna hans sé þeim mun meiri. Að þessu leyti standa stúdentar svo langt að baki öðru fólki að þeir verða áþekkir betlurum við hlið þess. Sumir stúdentar þurfa jafnvel að taka óhagstæð lán og lausaskuld- ir hlaðast upp til þess að þeir geti lokið námi. Mér finnst það algjör lágmarks- krafa, að stúdent beri það mikið úr býtum meðan á námi stendur, að hann sé nokkurn veginn skuld- laus, þegar námi lýkur, og hann hefur eytt beztu árum ævinnar til þess að geta orðið sem hæfastur þjóðfélagsþegn, á meðan aðrir hafa verið að eignast íbúð, bíl og yfirleitt öll þau lífsþægindi, sem nöfnum tjáir að nefna, eða svo ég taki augljóst og raunhæft dæmi: Hvernig stendur nýútskrifaður kandidat að vígi samanborið við mann, sem unnið hefur til dæmis á vélskóflu jafn lengi og kandi- datinn var við nám? Svari hver sem betur getur.. Einhverjum kann að þykja ég hugsa of mikið um hin efnislegu gæði, en það eru nú þau, sem við flest sækjumst og keppumst eftir, og fáa hygg ég þá vera stúdent- ana, sem fara i háskóla í þekk- gegnum langar skýrslur og vafa- ingarleit eina. Mig langar að síðustu að gagn- rýna lítillega úthlutunaraðferðir Lánasjóðsins og reyna að sýna fram á, hvernig þær eru á ýmsan hátt óréttlátar. Það er þá fyrst að nefna, að úthlutunarnefndin lítur nær eingöngu til tekna stúdenta og tekur umfram annað mið af þeim. Þeir, sem svo að mati nefndarinnar hafa haft of miklar tekjur fá ekkert lán. Þetta finnst mér rangt. Islenzka þjóð- félagið mun vera eitt af þeim fáu í veröldinni, þar sem nær engin stéttaskipting er. Hér er til að mynda engin yfirstétt mennta- manna, og er það vegna þess, að einhvern tímann á námsferli sín- um hafa menntamenn unnið al- geng störf til lands og sjávar og um leið kynnzt og aðlagazt at- vinnulífinu, og ég hika ekki við að fullyrða, að slikt er fyrir til að mynda lögfræðinga, presta og lækna einn mikilvægasti hluti menntunar þeirra. Engin hætta er á því, að slíkir menn verði einsog skáldið sagði forðum: þeir eru andleg ígulker ótal skólabóka. Mér er það vel Ijóst, að úthlut- unarnefndin veitir þeim fremur lán, sem eru tekjulágir eða tekju- lausir með öllu, heldur en hinum, sem eitthvað hafa getað unnið sér inn, og vera má, að réttlæta megi það, en meðan námslaun tíðkast ekki, finnst mér hæpið að verð- launa menn fyrir, annaðhvort að vinna alls ekki á sumrum eða fyr- ir að vera svo heppna, að tekjur þeirra sleppa undan smásjá skattaeftirlits, en ljóst er, að út- hiutunarnefndin mun hafa skatta- skýrslu manna frá árinu áður og áætlun þeirra um tekjur á líðandi ári helzt til hliðsjónar, þegar lán- um er úthlutað. Einföld og góð lausn á þessu máli finnst mér vera sú að láta alla stúdenta á sama námsstigi og I sambærilegu námi fá jafnhátt lán. Losnaði þá Lánasjóðurinn við mikið starf, þar sem er að pæla lítið leiðinlegar um einkahagi stúdenta. Þess í stað gæti nefndin athugað hvernig stúdent rækti nám sitt, hver próf hann hefði tekið, hvernig timasókn hans væri, og hvort hann væri í raun og veru við nám, en það hlýtur að vera frumskilyrði þess, að maður fái námslán. Með þeim starfsaðferð- um, sem nú tiðkast, verða þess dæmi, að menn sem ef til vill hafa ekki komið I skólann eitt eða tvö misseri fá hámarkslán. Gam- an væri einnig að fá upplýst, svo að ég víki að öðru, hvort þraut- reynt er, að að fleiri aðilar en nú eru, væru ekki fúsir til þess að veita stúdentum afslátt af vörum eða þjónustu. Slíkir hlutir eru hinn mesti hvalreki á fjörur fá- tækra námsmanna. Að lokum þetta: Helztu framámenn menntamála hér á landl hafa haldið þvi fram að Háskólinn hafi að ýmsu leyti brugðizt skyldu sinni sem vísinda- stofnun, sem aflvaki nýrra hug- mynda og sem leiðandi afl í at- vinnumálum. Ástæða þessa er fyrst og fremst sú, að þeir, sem stjórna fjárveitingum til þessarar starfsemi, hafa hvergi lagt nóg af mörkum, hvorki til stúdenta eða vísinda almennt. Islendingar eru fátæk þjóð og stundum berjumst við jafnvel í bökkum og þess vegna getum við ekki eytt gengd- arlaust til þessara menningar- mála, segja sumir. Þessu er til að svara á þá lund, að með skyn- samlegri og þróttmikilli stjórn mála, fengjust þessi fjárframlög margföld aftur i t. d. betri nýt- ingu fiskafla, betri rekstri i land- búnaði, betri og meiri hagnýtingu hveraorku, virkjunum vatnsfalla og svo mætti lengi telja. Það yrði þess vegna ekki einungis hin svo- nefnda menning ein, sem menn kalla svo, heldur einnig þjóðar- auðurinn og virðing Islendinga á erlendum vettvangi, sem ykist að sama skapi. Sigurður Georgsson stud. jur. Skrifstofusími: 9—12 og 13—17. Upplýsingar nm skrifstofur og vinnustofur eru veittar í and- dyrinu á neðstu hæð. Eftir lokun kl. 17 fást upplýsingar í dyrasímanum í fremsta and- dyrinu og síma 22261 til kl. 23. Á fjórðu hœð: Fréttastofa — Auglýsingar. Á fimmtu hœð: Útvarpsstjóri — Útvarpsráð — Aðalskrifstofa — Dagskrárskrifstofur — Aðalféhirðir — Dagskrárgjaldkeri — Tónlistarsalur. Á sjöttu hœð: Hljóðritun deild — Leiklistardeild. Stúdio — Tæknideild — Tónlistar- Auglýsingar: Afgreiðslutími: Mánudaga—föstudaga kl. 8—18 — laugardaga kl. 8—11 og 15—17 — sunnudaga og helgidaga kl. 9—11 og 16—17. RÍKISÚTVARPIÐ Skúlagötu Jf — Reykjavík — Simi 2-22-60.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.