Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Page 5

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Page 5
STÚDENTABLAÐ 5 STÚDENTA ÓEIRÐIR — áhrif á skólakerfi, efnahags- lífið og þjóðfélagið almennt Júlíus S. Ólafsson stud. oecon, varð góðfúslega við þeirri beiðni stúdentablaðs að snara á íslenzku þessari greln, sem birtist í OECD riti Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Grein þessi skýrir ólgu þá, sem á sér stað meðal menntamanna erlendis. Það sem er nýtt við stúdenta- óeirðir eru ekki óeirðirnar sjálfar, ekkert er heldur hæft i þeirri skoðun, að þær megi rekja til hins nýtilkomna félagslega óróa. Það sem er nýtt við þær eru þau meðul, sem stúdentamir nota til að fást við þennan óróa og hvemig þeir hagnýta sér hið ný- uppgötvaða vald sitt til breytinga á heildarkerfinu. Stúdentamót- mæli hafa átt sér stað víðs vegar I heiminum og hafa haft áhrif á þjóðir, án tillits til þjóðfélags- eða efnahagsskipulags þeima. Hreyf- ingin hefur gert sig gildandi jafnt I skólakerfum með sterka mið- stjórn og í þeim, sem eru opnari og frjálslegri. Stúdentabyltingin hefur farið meira og minna I sömu rás og eftir þessum línum: • Stúdentar reyna að koma kyörtunum á framfæri við há- skóla- og opinber yfirvöld, • óánægja með svörin við kvört- unum þeirra leiðir til þess að einbeittur stúdentahópur tekur forystu í málinu og ávinnur sér samúð og almenna athygli, • harðnandi afstaða opinberra yfirvalda, • afskipti lögreglu, óeirðir fylgja á eftir, • hreyfingin breytist i pólitiskt vandamál, sem snertir mikinn hluta menntastéttarinnar og, í vissum tilfeilum, verkalýðs- hreyfinguna. Eftirfarandi grein er bráða- birgðayfirlit yfir rannsókn á or- sökum þessa fyrirbrigðis og fyrsta skrefið til frekari rannsókna á mögulegum áhrifum þess á skóla- kerfi, efnahagslífið og þjóðfélagið i heild. Hún var tekin saman af George S. Papadopoulos forstj. mennta- máladeildar vísindamálaskrifstofu OECD. Með þeirri áhættu aö einfalda um of vandamál, sem í reyndinni er mjög flókið og margslungið bæði varðandi orsakir og tján- ingu „byltingin sviplausa" eða „une révolution sans visage", má gróflega flokka hina margbreyti- legu strauma, sem ala á stúdenta- óeirðum i þrennt: • Óvissa um ákveðin markmið þjóðfélagsins umfram efnislega fullnægju, og þrá stúdenta til þátttöku til jafns við fullorðna fólkið við mótun háskólanna og nýs þjóðfélags. • Athygli stúdenta beinist mjög að atvinnu- og framahorfum eftir burtfararpróf, einkum þó í greinum, sem óstöðugar eru hvað atvinnu snertir. • Óánægja með, og alger afneit- un í mörgum tilfellum, á nú- verandi innra skipulagi, inni- haldi og aðferðum menntakerf- isina Ekki er hægt að kanna hér í smáatriðum þessa flokka, heldur verður stiklað á nokkrum atrið- um, sem stuðla að betri skilningi á vandamálinu. Verð hagvaxtar. Mjög mikil hreyfing er á með- al fjölda fólks, þó einkum hinna yngri, gegn hinum þröngu og efn- islausu markmiðum hinna háþró- uðu tækniþjóðfélaga nútímans. Vegna skírleika skilgreiningar og merkingar vaxtarhyggju eða „vísitöluhagfræði" markmiðsins hættir því til að yfirgnæfa, jafn- vel spilla hinum breiðari mark- miðum þjóðfélagsins og hamra á þeirri skoðun að einstaklingurinn sé aðeins framleiðslueining, eða eins og kemur fram í hnyttilegri samlíkingu Galbraiths, að Lykla- Pétur spyrji alla, sem leita inn- göngu í himnaríki um það, hversu mikið þeir hefðu lagt að mörkum til aukningar þjóðarframleiðsl- unnar. Þeir sem bera ábyrgð á rann- sóknum og örvun hagvaxtar hafa í raun og veru litinn gaum gefið félagslegum afleiðingum slíks vaxtar, sem sannast á þeim for- gangi sem tekjur á mann hafa fram yfir tekjudreifinguna í þjóð- félaglnu. 1 þessum skilningi bein- ist stúdentabyltingin einkum að neyzluviðhorfi þjóðfélagsins. Hún beinir athyglinni að þeirri stað- reynd, að hagfræðilegur fagurgali er ekki takmark í sjálfu sér og að hagfræðin ásamt dyggum fylginaut hennar, tælcninni, ber með sér ótilætlaðar afleiðingar, sem bæta nýjum vandamálum við þau, sem hún reynir að leysa. Þessi vandamál eru ekki lengur hugsjónalegs heldur tæknilegs eðlis í breiðasta skilningi. Samt eru núverandi stjórnmálaflokkar enn byggðir á úreltum hugmynd- um ómerkilegrar hugsjónafræði með samfarandi rýrnun hugsjóna- mennsku og vaxandi bölsýni. Það er því ekki furðulegt, að þeir í hópi stúdenta, sem frekar fást við að skilja heiminn en að stjórna honum, þeir sem eru í fræðigreinum, sem kalla má festulausar atvinnulega séð, s s. félagsfræði og þjóðfélagssálar- fræði myndi með sér þá skoðun, að háskólinn skuli ekki lengur vera tæki i höndum þessa efnis- hyggjuþjóðfélags, sem er inn- stillt á framleiðslu „þröngsýnna" sérfræðinga, sem þetta þjóðfélag þarfnast. Þeir hafna því að verða það, sem hinn þýzki SDS flokkur kallar „fachidioten". Það eru þessir stúdentar, sem eru ber- skjaldaðir fvrir öllum áhrifum „école paralléle" (þ.e. margs kon- ar menntunaráhrifum, sem verða til utan hins formlega skólakerfis I nútima þjóðfélagi) aðeins til að komast að raun um, að það sem þeir verða að læra er I litlu sam- hengi við brennandi áhuga þeirra á heiminum í kring. Gjaldþrot hinna pólitisku hugmyndafræða veitir ekki annan möguleika en þann, að þeir taki málin í sínar hendur. Þetta leiðir okkur að öðru að- alatriðinu í fyrsta flokki orsak- anna, nefnilega löngun stúdent- anna til virkari aðildar að mót- un háskólanna og þjóðfélagsins. Aðildin. Margir sjá aðalorsök síðustu atburða í auknu miðstjórnarvaldi í háskólunum og I vissum tilfell- um i hinu pólitíska efnahagskerfi einnig. Aðildarvandamálið verður, hvað sem öðru liður, að skoða sem hluta hins mikla og fjölþætta vandamáls í háþróuðum tækni- þjóðfélögum, þ.e. að eklci er leng- ur hægt að beita miðstjómarað- ferðum við hvers konar ákvarð- anatöku á öllum sviðum. Sú kenning liggur að baki þessu, að hin gamla tvískipting verkstjóri - verkamaður, sem gerir ekki ráð fyrir aðild að stjórn, sé að þoka fyrir hinu milda tækniskipulagi, sem hefur i för með sér nánara samband við úkvarðanatöku. Hvað háskólana snertir, er ákallið eftir aðild líklega kjarni vandamálsins, grundvallarkrafa stúdentanna er, að þeir fái að segja álit sitt á öllum helztu hlið- um, sem máli skipta á rekstri stofnunar þeirra og fer hún sam- an við ný uppgötvaða meðvitund þeirra sem fullorðið fólk. (Það er nokkur vitnisburður, að stúdenta- hópurinn er 2-3 árum þroskaðri, lifeðlisfræðilega séð á flestum sviðum en jafnaldrar þeirra fyrir fimmtíu árum. Við þetta má svo bæta aukinni þekkingu þeirra, vegna félagslegrar, pólitískrar og alþjóðlegrar reynslu). Háskólinn eða ámóta stofnanir eru stúdentum eins og lítið þjóð- félag, sem hefur langvarandi á- hrif, þrátt fyrir skamma veru þeirra þar, þ.e. ef miðað er við fast starfslið (prófessora, dósenta o.s.frv.). Þetta sjónarmið stú- denta er í andstöðu við röksemdir skólayfirvalda þess efnis, að há- skóli sé ein heild, sem eigi sér tilveru ofar og æðri, fyrir og eftir, sérhverja stúdentalcynslóð á hverjum tíma og þar af leiðandi eigi varðveizla ákvörðunarvalds hinnar stærri heildar að vera í sameinuðum flokki einstakra full- trúa aldursflokkanna. Þannig felur ástandið i sér þætti valdabaráttu, þar sem áhyggjuefnið er ekki sizt vaxandi f jöldi stúdenta og tregða yfirvalda í lýðræðisþjóðfélögum til að vera varnarlausir fyrir ásökunum um að nota meðöl, sem vanalega eru notuð til bælingar „normal" upp- reisna. Enn fremur er mikið til I því, að þessi valdabarátta sé kyn- slóða-barátta. Fyrir utan hinn venjulega sál- fræðilega mótþróa gegn yfirvöld- um, sem grípur unglingana í leit þeirra að sjálfum sér, á vissu ald- ursskeiði (mótþróaskeiðið), hafa hröð umskipti átt sér stað í nú- tíma þjóðfélagi á sviðum eins og tækni og fjölmiðlun, sem yngri kynslóðin tekur þátt í eða ætlar að fara inn á I ríkari mæli. Nú má vera, að stúdentar séu I þess- um skilningi næmari en eldri kyn- slóðir á breytingar í þjóðfélaginu og afleiðingar þeirra. Sjálft hug- takið „kynslóð" tekur I dag á sig nýja merkingu, ef það er skoðað í samhengi við vísindalegar og tæknilegar breytingar. Engin leið virðist fær út úr þessari klípu önnur en sú, að stúdentar séu örvaðir, frekar en þeim sé ögrað til þess að finna jákvæðar hugmyndir til endur- bóta á skólakerfinu, sem sumar hverjar mætti siðan hagnýta, ef til vill til reynslu í fyrstu. En eftir er að sjá, hvort stúdentar munu haida áfram að hegða sér á „skynsamlegan hátt“ og vinna með ríkjandi valdakerfi við fram- kvæmd endurbótanna, þegar þeir hafa fengið viðurkenningu og tækifæri til þess að móta og ná þjóðfélagslegum markmiðum. Mikilvægi atvinnu og menntun án markmiðs. 1 aðalatriðum er atvinnuvanda- málið nátengt aðlögun stúdent- anna að þjóðfélaginu að loknu námi. Aðlögunin er hindruð af vangetu eða tregðu þjóðfélagsins til þess að útvega næga atvinnu við hæfi hinna brautskráðu. (Rétt er að taka fram, að þessari rök- semd hefur eklri verið haldið fram af stúdentunum sjálfum, heldur af yfirvöldum, t.d. prófessorum, ráðuneytum, þjóðfélagsfræðing- um o.s.frv., sem orsök stúdenta- óeirða. Margt er auðsýnilega hægt að gera til þess að draga úr mis- muninum í námsgreinavali og vinnumöguleikum, en vafasamt er, hvort slikar aðgerðir geti sigr- ast á hinu flókna vandamáli, þar sem er einstaklingsbundin og þjóðfélagsleg eftirspum, sem ákvarðar að mestu dreifingu stúdenta á fræðigreinar. Ef þetta er viðurkennt, mætti halda því fram, að vandamál framtiðarinnar væri það, að skapa atvinnuskipulag, sem væri hæfara til að mæta framleiðslu skóla- kerfisins, að þvi tilskildu, að nægilegur sveigjanleiki væri tryggðUr i hinu síðastnefnda, sem gerði þvi fært, að aðlagast auð- veldlega breyttum kröfum og þar af leiðandi mikilvægi samtengdra námskeiða, almennari menntunar- grundvallar á öllum sviðum og seinkunar sérhæfingar svo lengi sem mögulegt er og mikilvægi framhaldsmenntunar. Mennta- stefna og skipulagsreynsla hinna þróaðri þjóða OECD hefur sýnt, að það er eftir þessum leiðum, sem sýndarmótsögnin milli „vinnuafls“-kenningar og „þjóð- félagsþarfa"-kenningar er leyst upp. En til þess að þetta sé mögu- legt, verður að gera róttækar breytingar á kerfinu, innihaldi, aðferðum og skipulagi kennsl- unnar, ekki aðeins á háskólastig- inu, heldur á öllum stigum skóla- kerfisins. Óánægja stúdenta me5 skólakerfið, iunihald kennslunnar og þjóðfélagslegt samhengi henn- ar er grvndvölluð á ailri mennt- unarreynslu þeirra, áður en I há- skólann er komið. Þó að þessi fyrri menntunar- reynsla beri þann ávöxt, að stúdentakynslóðir verða æ mennt- aðri en fyrri kynslóðir stúdenta, þá undirbýr hún þá eltki nægl- lega fyrir öguð lifsviðhorf hinna fullorðnu, sem mæta námsmönn- um í háskólunum. Auk þessa fer staða hinnar formlegu menntunar versnandi, eftir þvi sem þýðing annarra upp- lýsingabrunna fer vaxandi. Menntastofnanir hafa ekki enn endurskoðað hlutverk sitt i ljósi síðustu aðstæðna. Orkynjun há- skólanna rennur saman við þær fornu hugmyndir, sem öll sjón- Framh. á bls. 7. „Stúdentar reyna að konm kvörtunum á framfæri við háskóla- og opinber yfirvökl".

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.