Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 6
6 STÚDENTABLAÐ Bókaútgáfa í þágu Framh. af bls. 1. starfseminnar, sem er nátengd endurnýjun á tekjustofnum Menntamálaráðs, og ég geri mér vonir um að sjá árangur af því bráðlega. Ég get nefnt ýms dæmi um út- gáfustarfsemi Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs til að varpa skýrara ljósi á hana. Hún hefur gefið út fjölda bóka og bókaflokka. Sum- ir, einkum hinir eldri, eru alkunn- ir, t.d. bókaflokkurinn Lönd og Lýðir. Þá má nefna þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar á Hóm- erskviðum, Kalevala í þýðingu Karls Isfeld og nú fyrir jólin 12 kviður úr Divina Comedia Dantes í þýðingu Guðmundar Böðvars- sonar. Þá má nefna stóra útgáfu á kvœðum og bréfum Stephans G. Stephanssonar, einnig íslenzkt kvæðasafn í yfir 20 litlum bind- um og útgáfu tuttugu til þrjá- tíu tónverka eftir Islenzk tón- skáld og hafa þau verið kynnt erlendis í samvinnu við Ríkisút- varpið með góðum árangri, eink- um í erlendum útvarpsstöðvum. Nýlega tók Menningarsjóður að sér útgáfu gróðurkorta og jarð- fræðikorta og eru jarðfræðikort- in seld víða út um lönd. Ég get einnig nefnt útgáfu leikrita eftir innlenda og erlenda höfunda kringum tuttugu bindi með tveim- ur leikritum í hverju bindi. Ég hygg að ekkert af þessu heföi komið út nema Menningarsjóður hefði tekið það að sér. Að vísu hefur Menningarsjóður gefið út bækur, sem segja má að hafi ver- ið á færi hvaða forlags, sem er að gefa út. En Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs er peningaþurfi þótt hún njóti fjárhagsaðstoðar. En þessi þáttur útgáfunnar er ekki a.m.k. kostnaðarlega mikill að vöxtum og takmarkar ekki sjálfu sér það sem forlagið ætti að gera í útgáfu fræðirita. — Ber þá kannske að skilja þessi orð svo að Bókaútgáfa Menningarsjóðs hafi að dómi yð- ar og Menntamálaráðs gegnt hlutverki sínu sem útgefandi fræðirita eins og bezt verður á kosið ? — Ekki algjörlega. Það hvarfl- ar ekki að mér að Bókaútgáfa Menningarsjóðs geti ekki gert betur en hún gerir. En áður þurfa stefnumörk að skýrast og tekjustofnar að styrkjast. Og hvorttveggja er nú viðfangsefni Menntamálaráðs. Ráðið þarf að leggja fé til ýmislegs annars en bókaútgáfunnar og þau framlög eru bundin með lögum og breyt- ast ekki þótt tekjustofnar Menntamálaráðs minnki. En þeir hafa einmitt minnkað á undan- förnum árum og það viljum við gjarnan fá bætt. Menntamálaráð verður að leggja tiltekna upphæð til listaverkakaupa Listasafns ríkisins, halda sýningar, leggja fram ákveðna upphæff til Vís- indasjóðs og sitthvað fleira þarf Menntamálaráð að greiða. Fram- lög til Menningarsjóðs eru ákveð- in frá ári til árs vegna þess að tekjustofnar eru óvissir. T.d. hefur sá tekjustofn, sem er hluti skemmtanasjóðsgjalds, farið minnkandi undanfarin ár. Tekju- stofnar þurfa að breytast til að unnt sé að gera markvissari áætl- anir um bókaútgáfuna. UpphæOin sem bókaútgáfan fær hefur verið ein til ein og hálf milljón á ári undanfarið. Það er ekki mikil fjárhæð, þegar á það er litið að fræðiritaútgáfan er í mörgum til- felium mjög dýr en gefur hins- vegar sáralítið af sér vegna tak- markaðrar sölu ritanna. Miklar fjárupphæðir liggja nú bundnar í þessum ritum. — Hefur nokkuð komið til tals að Bókaútgáfa Menningarsjóðs tæki að sér útgáfu kennslubóka fyrir eða í samvinnu við Háskóla Islands ? — Ég get getið þess að Menn- ingarsjóður gefur út allar dokt- orsritgerðir, sem koma fram. Rit- in Islenzk tunga, sem er um mál- fræði og Studia Islandica, um bókmenntir og sögu eru frá há- skólanum og gefin út af Menn- ingarsjóði, og gæti engin annar sinnt því. Samvinna við háskól- ann hefur verið til umræðu, en mér vitanlega hefur ekki verið sérstakur áhugi á því af hendi háskólans. — Hvað um útgáfustarfsemi í þeim tilgangi að stuðla að mál- sköpun, sem margir halda að geti einkum farið fram með skipu- lögðum þýðingum á erlendum rit- um? — Þetta er mikið verkefni, sem Menntamálaráð vill gjarnan að Menningarsjóður sinni eftir beztu getu. Það hefur heldur ekki verið afskiptalaust um þessa hlið mál- anna. Islenzk orðabók sem komin er út og Islenzk alfræðibók, sem er í smíðum með orðaskýringum og ritgerðum um ótal efni, eftir sérfræðinga eru liður í þessu. Ýmis önnur útgáfufélög hafa einn- ig unnið þarft verk á þessu sviði t.d. Almenna bókafélagið. Starf orðanefnda ýmissa stéttafélaga hefur einnig haft mikið gildi á þessu sviði. Þó ég nefndi orðabók- ina og alfræðiritið sérstaklega í þessu sambandi þá má segja að öll fræðiritaútgáfa Menningar- sjóðs sé liður í eflingu islenzks fræði- og vísindamáls, og tækni- máls. — Hvað teljið þér vera fram- undan í útgáfustarfsemi Menn- ingarsjóðs ? — Almennt talað hygg ég að Menningarsjóður muni auka út- gáfustarfsemi sína með hliðsjón af málsköpun og endurnýjun málsins, það er óhjákvæmilegt og línurnar munu skýrast áður en langt um líður. Stúdentablað þakkar Vilhjálmi Þ. Gíslasyni fyrir samtalið. Afl stúdenta . . . Framh. af bls. 8. stakiingar þess séu ábyrgir í starfinu og þar með jafnréttháir í stjórn þess. Öðruvísi er það ekki félagslega heilbrigt. Ekki er því við góðu að búast, þegar stefnumótun í þróun há- skólans er í höndum prófessora einna, örlítils minnihluta, sem er aðeins 3% af heildarfjölda nem- enda og kennara. 97% heildarinn- ar, bæði stúdentar og kennarar aðrir en prófessorar, njóta ekki réttar síns í stjórn og starfsemi þess samfélags, sem er þó þeirra. Þessi áhrifalausi fjöldi hefur því að sjálfsögðu orðið ábyrgðar- laus í þróun háskólans. Stúdent- ar eru stór hluti þessa fjölda. Þeir skiptu þess vegna mestu máli, væri afl þeirra virkt. Btöðnuð og úrelt félagsform. Pýramídinn er einkennadi fyrir uppbyggingu félagslífsins. Efst tróna stjórnir, þá koma nefndirn- ar, en fjöldinn er óvirkur. ¦— A þennan hátt starfa Stúdentafélag og Stúdentaráð H.I. Áhrif þeirra hafa orðið takmörkuð, enda eru slíkar stofnanir í eðli sínu valda- lausar. Hér er nefnilega ekki um virkan fjölda að ræða heldur stofnanir, sem staðnað hafa í úr- eltum formum. Að vlsu hafa stjórnir og nefnd- ir S.F.H.l. haldið upp fjölbreyttu og glæsilegu félagslífi undanfar- in tvö ár, en hver hefur árangur- inn orðið fyrir háskólann og stúdenta sem heild? Þrátt fyrir góðan vilja og vel unnin störf einstaklinga, sem kosnir hafa verið til ábyrgðar, hefur mistekizt að vekja fjöldann til vitundar um réttindi sín og skyldur sem verur I akademísku samfélagi. •— Afl stúdenta er enn að mestu óvirkt. Stúdentaráð, verndari menning- ar- og félagslegra hagsmuna stúdenta, nær því enn síður að virkja fjöldann, enda hefur starf- semi þess fá félagsleg einkenni. Hér er um stofnun að ræða, þar sem uppbyggingin sjálf veldur íhaldssemi og getuleysi. Dæmigerð framkvœmd mála. Örlög tillagnanna um aukin áhrif stúlenta á stjórn og stefnu- mótun háskólans eru skýrt dæmi um máttleysi stofnunar sem Stúdentaráðs, jafnvel þótt ein- staklingar í stjórn og nefndum S. H.l. inni gott og óeigingjarnt starf af hendi: TJtbúnar voru vandaðar tillögur um breytingar á lögum og reglu- gerðum I átt til lýðræðis I H.l. (að vísu stutt skref, enda margyfir- lýst, að tillögurnar væru aðeins fyrsti áfanginn), þær helztar, að tveir stúdentar sitja I háskóla- ráði og á deildarfundum og að stúdentar ráði fjórðungi atkvæða við rektorskjör. Augljóst er, að það er sú síðastnefnda, sem mark- ar umtalsverða breytingu. — Menntamálaráðherra hefur lýst Framh. á bls. 7. luoja /ayj~a /ayja wkrp TÖpÆ w'J''' iifJhríPrl ii/Jj vePöFd veröFd veröFd veröFd veröFd veröFd veroFd veroFd l i/ewPd Tómas Guðmundsson Viðhafnarútgáfa Þessi fallega ljóðabók Tómasar Guðmundssonar er nú komin út í nýjum og vönduðum búningi. Atli Már hefur séð um útlit bókarinnar og gert fjölmargar myndir, sem falla að efni ljóðanna, þ.á.m. átta litmyndir. Formála ritar prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson. Félagsmannaverð kr. 600.00. Almenna bókafélagið % % jaora jaora jaora raora jayra jacra jaosa jaora vePöFd veroFd véPöFd vePöFd vePöFd véPöFd veroFd vePöFd %

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.