Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1969, Síða 1

Stúdentablaðið - 17.06.1969, Síða 1
studenta fivsxg blad 4. TBL. XLVI. ARG. 17. JUNI 1969 VÍSINDI, FRAMFÖR OG FRELSI Ýmsum forystumönnum íslenzku þjóðarinnar í sjálfstæð- isbaráttunni var Ijóst, að innlendur háskóli er ein af for- sendum fullveldis menningarþjóðar, enda er aðdragandinn að stofnun Háskóla Islands samtvinnaður frelsisbaráttu Islendinga. Hugmyndir Fjölnismanna. 1 framtlðardraumum Fjölnls- manna átti hugmyndin um ís- lenzkan háskóla sinn sess. Bald- vin Einarsson samdi árið 1828 ritgerð, sem hann nefndi „Tanker om det lærde Skolevæsen i Is- land“. 1 þeirri ritgerð bendir hann á umbætur, sem gera þurfi á Bessastaðaskóla, og þar leggur hann til að stofnuð verði einskon- ar framhaldsdeild við skólann, þar sem verði sérmenntaðir þeir stúdentar, sem ekki ættu þess kost að halda utan til náms. Svip- uð viðhorf koma fram hjá Tómasi Sæmundssyni I ritlingnum „Is- land fra den intellektuelle side betraget“ sem gefinn var út árið 1832, og í Fjölni 1835 nefnir hann háskóla beinlinis. Telja má, að flutningur Latínuskólans frá Bessastöðum til Keykjavíkur og stofnun prestaskólans eigi rætur að rekja til áhrifa þessara rit- smiða þeirra Fjölnismanna. Tillaga Jóns Sigurðssonar um þjóðskóla. 1 ritgerðinni „Um skóla á Is- landi,“ sem birtist í Nýjum félags- ritum 1842, lýsir Jón Sigurðsson framtiðarhugmyndum sínum um 'tj Jón Sigurðsson. Islenzk skólamál, og á Alþingi 1845 flytur hann bænarskrá und- ritaða af 24 stúdentum og kandi- dötum i Kaupmannahöfn um þjóð- skóla á Islandi. 1 uppástungunni er m. a. gert ráð fyrir þvi, að til- vonandi embættismönnum verði kennd læknisfræði og lögfræði hérlendis. Þrátt fyrir þann andbyr, sem bænaskráin mætti var með henni brotið blað í sögu æðri menntunar á Islandl. Næstu ára- tugina eru svo sifellt bornar fram tillögur um færslu æðri menntun- ar til landsins. Árið 1847 var prestaskólinn settur á stofn, læknaskólinn 1876, og loks árið 1908 lagaskólinn, en stofnun hans átti við mjög mikið andóf að striða, enda var litið á lagaskólamálið sem Islenzkt sjálf- stæðismál og uppreisn gegn dönskum yfirráðum. Háskólafrumvörp á Alþingi. Benedikt Sveinsson sýslumaður flutti á Alþingi 1881 lagafrum- varp um stofnun háskóla á Islandi. 1 framsöguræðu sinni fyrir frum- varpinu sagði hann m. a.: ,JÁium á mannkynssöguna; lltum á reynslu mannkynsins frá þeim tíma, sem vér höfum sögur af. Eins og vísindi, framför og frelsi hafa jafnan verið samfara hjá þjóðum yfir höfuð, þannig hefur innlend menntun, framför og frelsi jafnan verið þrjár skyldgetnar himinbornar systur, sem hafa haldizt i hendur og leitt hverja einstaka þjóð að því takmarki, sem forsjónin hefur sett henni". Frumvarpið hlaut töluverða andspyrnu og var að lokum svæft I nefnd. Meðal þeirra, sem börð- ust gegn frumvarpinu var Grim- ur Thomsen. 1 frægri ræðu sem hann flutti sagði hann m. a.: „Hugsunin er fögur og háfleyg, því það mun fáheyrt og jafnvel einsdœmi, að 70000 manns hafi háskóla. Eins og okkur er farið, hefur frá fyrstu tlmum, frá tím- um Jóns Loftssonar og Gissurar biskups, sú löngun legið hér í landi að fara utan og leita sér fróðleiks og frama, og það mun enn sem áður um eyjarskeggja, að þeir fari til annarra landa, þó háskóli komi hér, en vera má, að það yrði síður, og við vildum halda þessari löngun við. Þetta gekk okkur til". Háskólafrumvarpið var síðan tíður gestur á Alþingi næstu árin og var þá flutt af Benedikt Sveinssyni (1883 og 1891), Bene- dikt Kristjánssyni (1885) og dr. Jóni Þorkeissyni 1893, en þá var það samþykkt í báðum deildum, en konungur synjaði staðfesting- ar á því. Háskólamáiið átti mik- inn hljómgrunn hjá þjóðinni um þetta leyti, og 1893 var stofnað- ur Háskólasjóður Islands, og ári seinna var Hið íslenzka kvenfélag stofnað, en það hafði málið á sinni dagskrá og leitaði samskota til styrktar háskólanum. Báðir þessir aðilar afhentu Háskóla Is- lands ríflegar fjárhæðir eftir að hann var stofnaður. Háskóii íslands stofnaður. Á Alþingi 1907 flutti Hannes Hafstein tillögu þess efnis, að for- stöðumenn embættisskólanna skyldu kallast prófessorar. Tillag- an var felld með jöfnum atkvæð- um, en í stað hennar var sam- þykkt samhljóða þingsályktunar- Á þessum tímamótum íslenzka lýðveldisins vilja stúdent- ar leiða athygU þjóðarinnar að hiutverki og gildi Háskóla íslands, æðstu menntastofnunar landsins. Háskóli Islands er ekki og á aldrei að vera séreign þeirra, er við hann starfa. Háskóiinn er þjóðarinnar ailrar. Hann á að vera vörður þjóð- iegrar hefðar, sögu og tungu og virkt og skapandi afl, er leitar nýrra leiða. Því aðeins stendur Háskóli Islands midir nafni. Saga háskólans og sjálfstæðisbaráttunnar er samofin. Það er ekki tilviljun, að stofndagur háskólans og stofndagur lýð- veldisins er hinn sami, 17. júní, fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar. Jón Sigurðsson vakti einna fyrstur manna máls á þörf fyrir háskóla hér á landi. Hann hefur vegna gjörhygli sinn- ar eygt, hver styrkur sjálfstæðismálinu væri af háskóla- stofnun og hvert yrði gildi háskólans siðar meir. Ljóst er, að stofnun Háskóla Islands 17. júní 1911 var eitt mikilvægasta skrefið til fuUveldis og síðar sjálfstæðis. En hinu má ekki gleyma, að háskólinn veldur ekki því hlutverki, sem honum er ætlað í viðhaldi sjálfstæðisins, ef ekki er að honum hlúð. Þróun háskólans hefur verið of hægfara, og stendur það honum nú fyrir þrifum. Forráðamönnum háskól- ans er hér ekki einum um að kenna, heldur stjómmála- mönnum, sem fjallað hafa um fjárveitingar til skólans, en ekki fylUlega skilið, hver nauðsyn þjóðinni er í vexti og efl- ingu háskólans. Nú þarf stórátak til þess að koma málefnum háskólans í það horf að hann standist þær lágmarkskröfur, sem gera verður tU hans. > 1 þessu blaði er aðeins drepið á það helzta, sem varpað 5 getur Ijósi á stöðu háskólans nú. Blaðið á erindi til allra, sem eitthvað hugsa um þjóðfélagsmál og velferð þjóðar •; simiar. <; Að lokum þakka aðstandendur blaðsins þeim fjölmörgu, ;! er stuðlað hafa að því að gera útgáfu þess að veruleika. . LuwwmvuwmwwwuwwawwwMuwvw > Benedikt Sveinsson. tillaga Guðmundar Björnssonar um að fram færi endurskoðun á lögum embættismannaskólanna með háskólastofnun að markmiði. 1 þessum umræðum benti Hannes Þorsteinsson á nauðsyn þess að einnig færi fram kennsla í nor- rænum fræðum, náttúrufræði efnafræði, eðlisfræði og fleiri greinum í fyrirhuguðum háskóla. Stjómin fól siðan forstöðumönn- um embættismannaskólanna þeim Jóni Helgasyni, Lárusi H. Bjarnasyni og Guðmundi Björns- syni að undirbúa lagafrumvarp um stofnun háskóla. Hannes Haf- stein flutti frumvarpið á Alþingi 1909, og var það samþykkt. Stofnunarhátið Háskóla Islands var haldin 17. júni 1911 á aldar- afmæll Jóns Sigurðssonar. Ný- kjörinn rektor Björn M. Ölsen flutti þá setningarræðu og sagði m. a.: „Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt: 1) að leita sannleikans I hverri fræðigrein fyrir sig, — 2) að leið- beina þeim, sem eru í sannleiks- leit, hvernig þeir eigi að leita sannleikans í hverri grein fyrir sig. Með öðrum orðum: Háskólinn er vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun. 1 þessu sambandi get ég ekki bundizt þess að drepa á afstöðu háskólanna við landsstjórnina eða stjórnarvöldin I hverju landi fyrir sig. Reynslan hefur sýnt, að full- komlð rannsóknarfrelsi og full- komið kennslufrelsi er nauðsyn- legt skilyrði fyrir þvi, að starf háskóla geti blessazt. Á miðöid- um vom oft háskólar settir á stofn við biskupsstóla eða klaust- ur, og gefur að skilja að klerka- valdið, sem réð slíkum stofnun- um, var þröskuldur I vegi fyrir frjálsum visindaiðkunum. Siðar, einkum ef tir reformationina, settu konungar eða aðrir stór- höfðingjar oft háskóla á stofn og lögðu fé til þeirra. Þóttust þeir þvi hafa rétt til að leggja höft á rannsóknarfrelsi og kennslu- frelsi háskólanna, og hafði það hvarvetna hinar verstu afleiðing- ar. Frjáls rannsókn og frjáls kennsla er eins nauðsynleg fyrir háskólana og andardrátturinn er fyrir einstaklinginn. Landsstjórn- in á því að láta sér nœgja að hafa eftirlit með því, að háskóla skorti ekki fé til nauðsynlegra útgjalda og að þeir fylgi þeim lögum, sem þeim eru sett, en láta þá að öðru leyti hafa sem frjálsastar hendur um starf þeirra og málefni. Enn hafa flestir háskólar hið þriðja markmið og það er að veita mönnum þá undirbúnings menntun, sem þeim er nauðsynleg, til þess að þeir geti tekizt á hend- ur ýmis embætti eða sýslanir í þjóðfélaginu. Þetta starf háskól- anna er mjög nytsamlegt fyrir þjóðfélagið. Það er ekki, eða þarf að minnsta kosti ekki að vera strangvísindalegt, heldur lagar það sig eftir þörfum nemendanna. Góðir háskólar em gróðrar- stöðvar menntalifs hjá hverri þjóð sem er, sannkallaðar upp- eldisstofnanir þjóðarinnar í bezta skilningi. Ot frá góðum háskólum ganga hollir andlegir straumar til hinna ungu menntamanna og frá þeim út í allar æðar þjóðar- líkamans. Þessir straumar hafa vekjandi áhrif á þjóðernistilfinn- inguna, en halda henni þó I rétt- um skorðum, svo að hún verður >. 1 Björn M. Ölsen. ekki að þjóðdrambi eða þjóðernis- rembingi. Sannmenntaður maður elskar þjóðerni sitt og tungu, en hann miklast ekki af þjóðerni sinu, fyrirlítur ekki aðrar þjóðir né þykist upp yfir þær hafinn. Slikt er heimskra aðal. Yfir höfuð að tala verður það andlega gagn, sem góðir háskólar vinna þjóð sinni, seint tölum talið eða mæit í ílátum." Háskóli Islands tók til starfa I október 1911. Þá voru 45 stúd- entar við nám I skólanum, sem fékk inni á neðri hæð Alþlngis- hússins og var þar til húsa næstu 28 árin — oft við kröpp kjör og lítinn skilning landsstjórnar.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.