Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 4
stúdenta «#>biad 4. TBL. XLVI. ÁRG. 17. JÚNÍ 1969 Eftirtaldir aðiljar hafa styrkt útgáfu þessa blaðs, og eru þeim færðar alúðar þakkir: KAUrSTADIH: Akranes. Akureyri. Hafnarfjörður. Húsavik. Isafjörður. Keflavík. Kópavogur. Neskaupstaður. Ólafsfjörður. Reykjavík. Sauðárkrókur. Seyðisfjörður. Siglufjörður. V estmannaeyjar. KAUPTtJN - HREPPAR: Blönduóshreppur. Borgarneshreppur. Búðahreppur. Dalvíkurhreppur. Hafnarhreppur. Hólshreppur. Hvammshreppur. Höfðahreppur. Miðneshreppur. Neshreppur utan Ennis. Njarðvíkurhreppur. Suðurfjarðarhreppur. SÝSLUR: Árnessýsla. A-Barðastrandarsýsla. V-Barðastrandarsýsla. Borgarfjarðarsýsla. Mýrasýsla. Dalasýsla. Eyjafjarðarsýsla. Gullbringusýsla. Kjósarsýsla. A-Húnavatnssýsla. V-Húnavatnssýsla. V-Isafjarðarsýsla. N-lsafjarðarsýsla. N-Múlasýsla. S-Múlasýsla. Rangárvallasýsla. A-Skaftafellssýsla. V-Skaftafellssýsla. Skagafjarðarsýsla. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla. Strandasýsla. N-Þingeyjarsýsla. S-Þingeyjarsýsla. FYRHtTÆKI - STOFNAMIt MEÐ AÐSETRI I REYKJAVlK: Ábyrgð h.f. Alþýðusamband Islands. Bandalag háskólamenntaðra manna. BSRB. Brunabótafélag Islands. Búnaðarbanki Islands. Búnaðarfélag Islands. Dagblaðið Tíminn. Dagblaðið Þjóðviljinn. Dagblaðið Visir. H.f. Eimskipafélag Islands. Félag íslenzkra iðnrekenda. Flugfélag Islands. Fosskraft. Happdrætti Háskóla Islands. Hárgreiðslustofan, Skipholti 37. Hekla h.f., Laugavegi 170-172. Jón Loftsson h.f., - Vökull h.f. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Kaupmannasamtök Islands. Landsbanki lslands. Lltr. Loftleiðir h.f. Mjólkursamsalan. Morgunblaðið. Rikisútvarpið. SlS. Samvinnubanki Islands h.f. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. ITtvegsbanki Islands. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Vöruhappdrætti SlBS. FYRIRTÆKI OG STOFNANIR UTAN REYKJAVlKUR: Axel Sveinbjömsson h.f., veiðarfæraverzlun, Akranesi. Þorgeir og Ellert h.f., skipasmiðastöð, Akranesi. Bókaforlag Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri. Linda h.f., súkkulaðiverksmiðja, Akureyri. Slippstöðin h.f., Akureyri. Valbjörk h.f., Altureyri. Hraðfrystihús Suðurfjarðarhrepps, Bíldudal. Kaupfélag Arnfirðinga, BOdudal. Matvælaiðjan h.f., Bildudal. Hótel Blönduós, Blönduósi. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. Sölufélag A-Húnvetninga, Blönduðsi. Sparisjóður Bolungarvíkur, Bolungarvík. Sparisjóður Mýrasýslu, Borgaraesi. Kaupfélag Hvammsfjarðar, Búðardal. Kaupfélag Berufjarðar, Djúpavogi. Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstiiðum. Ljósmyndastofa J. P. Vilbergs Guðnasonar, Eskifirði. Pöntunarfélag Eskfirðinga, Eskifirði. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kaupfélag Hafnfirðinga, Hafnarflrði. Sparisjóður Hafnarfjarðar, Hafnarfirði. Kaupfélag Stelngrímsfjarðar, Hólmavík. Kaupfélag Vestur-Húnvetnlnga, Hvammstanga. Sparisjóður Vestur-Húnavatnssýslu, Hvammstanga. Smjörlikisgerð Isafjarðar h.f., Isafirði. Sparisjóður Norðfjarðar, Neskaupstað. Kaupfélagið Höfn, Selfossi. Kaupfélag Siglfirðinga, Siglufirði. Sparisjóður Siglufjarðar, Siglufirði. Sparisjóður Skagastrandar, Skagaströnd. Hraðfrystihús Tálknafjarðar, Sveinseyri. Kaupfélag Tálknafjarðar, Sveinseyri. Kaupfélag Stöðvfirðinga, Stöðvarfirði. Drifandi h.f., Vestmannaeyjum. Kaupfélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum. Kaupfélag Skaftfellinga, Vik í Mýrdal. Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði. Verzlunarfélag Dýrafjarðar h.f., Þingeyri. „Islenzkt þjóðfélag breytist nú ört úr fábreyttu bœndaþjóðfélagi í flóknara bæjar- og iðnaðarþjóð- félag með fjöiþættari atvinnuveg- um. Við dögum uppi i þessari þró- un, ef við höfum ekki að bakhjalli öflugan háskóla, sem tengist líf- rænum þörfum athafnalífsins og getur lagt liðsinni lífsbaráttu þjóð- arinnar og menningu .... Hið mikla aðstreymi stúdenta að Háskólanum, sem i vændum er al- veg á næstunni, gerir nánast óum- flýjanlegt að auka fjölbreytni i námsgreinavali. Ella má óttast og er raunar öruggt, að óhæfiiega mikill fjöldi stúdenta leiti i ein- stakar deildir skólans eða greinir“. (Armann Snævarr háskólarektor — Mennt er máttur). Þegar litið er yfir sögu háskól- ans er það eitt, sem öðru fremur vekur athygli manns, en það er, að frá öndverðu hefur aðaláherzla verið lögð á eflingu svonefndra þjónustugreina, greina, sem vaxða heilbrigðismál, dómgæzlu, kennslu og kaupsýslu. Hér er ekki verið að kasta rýrð á þessar greinar, þær eru nauðsynlegar hverju nútímaþjóðfélagi. En hitt dylst engum, sem um þessi mál hugsar, að þær greinar hafa verið stórlega vanræktar, sem snerta beinlínis aðalatvinnuvegi þjóðar- innar, það eru ýmsar undirstöðu- greinar fiskiðnaðar og landbún- aðar. Þetta er tvímælalaust ein veilan í hinum ótrausta grunni, sem islenzkt efnahagslíf er byggt á. Hvaða staðreyndir þurfum við að hafa í huga, þegar við gerum áætlun um framtiðarskipan H. 1. ? Við verðum að taka mið af menn- ingarlegum og efnahagslegum þörfum íslenzks þjóðfélags, sér- kenniiegri náttúru landsins og fá- menni. Til eru þeir, sem stað- hæfa, að fátækt hamli eflingu vísinda hér á landi. Þetta er al- rangt. Islendingar eru enn meðal auðugustu þjóða heims, ef miðað er við þjóðartekjur og ibúafjölda. En það er ekki sama hvernig við verjum fjármunum okkar. Og eitt er víst: Islendingar hafa ekki efni á að vanrækja lengur rann- sóknir og kennslu í undirstöðu- greinum atvinnuveganna. Hér verður drepið á nokkrar hug- myndir um eflingu H. 1. í nán- ustu framtíð. Ekki þarf að fjölyrða um þær greinar, sem nú eru kenndar við háskólann. Norræn fræði eru undirstaða menningarlegs sjálf- stæðis þjóðarinnar, aðrar greinar, sem nú eru kenndar, er óhag- kvæmt að nema erlendis vegna þess fjölda, sem verður að leggja á þær stund. Greinar eins og haf- fræði, jarðfræði og félagsfræði ber okkur blátt áfram skylda til að stunda hér vegna sérkenna lands og þjóðar, enda er í undir- búningi kennsla f tveim þessara greina, og vonandi verður kennsla hafin hér einnig í haffræði innan tíðar. Háskólinn og framtíð * Islands Brýnasta verkefni I málum há- skólans og um leið þjóðarinnar allrar er að stórauka tengsl há- skólans og vísindarannsókna við atvinnuvegina, tengsl, sem hafa hingað til verið lltil sem engin. Það er hverjum háskóla nauðsyn- legt að vera í tengslum við at- vinnulífið. Sömuleiðis er hverri þjóð nauðsynlegt, að stundaðar séu bæði grundvallarrannsóknir og hagnýtar rannsóknir I þágu atvinnulífsins, það er í raun und- irstaða allra framfara. Hér eru til staðar sjálfstæðar rannsóknarstofur fyrir landbúnað, sjávarútveg og iðnað, en því mið- ur hefur ekki verið hlúð að þeim sem skyldi. Þær eru í of litlu hús- næði, þær eru of fámennar og illa búnar tækjum. Enda uppskerum við sem við sáum. Það er því skylda okkar, sérstaklega nú, þeg- ar við höfum enn einu sinni rekið okkur á, hversu varhugavert er að treysta um of á stopulan sjáv- arafla og einhæfa vinnslu hans, að stórefla rannsóknir á þessum sviðum. Auðlegð hvers lands er nefnilega ekki fólgin 1 þvi að eiga gnótt náttúruauðlinda, heldur í því að kunna að nýta þær auð- lindir, sem fyrir hendi eru. Og þá kunnáttu öðlast enginn nema með námi og þrotlausum vísindarann- sóknum. Hagvöxtur Islands á komandi árum er að miklu leyti undir því kominn, hvort okkur tekst að gera afurðir okkar dýrmætari og um leið samkeppnisfærar á heims- markaði. Þess vegna teljum við rétt að hefja sem fyrst kennslu í fiski- og fiskiðnaðarfræði við H. I. um leið og rannsóknir á því sviði verði efldar. Eins teljum við rétt, að landbúnaðarvísindum verði gert hærra undir höfði, sömuleiðis, að háskólanum verði gert kleift að sjá iðnaðinum fyrir starfsfólki, sérmenntuðu I rann- sóknarstörfum (t. d. efnaverk- fræðingar, eðlisfræðingar o. s. frv.). Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu gert sér það ljóst, að fé fest i menntun þegnanna skilar sér fljótt aftur með margföldum arði. Eins er það Ijóst, að hver þjóð verður að verja miklu fé til rannsókna í þágu atvinnuveganna, ef þær vilja viðhalda hagvexti sínum og auka hann. Það er þvi tími til kominn fyrir okkur Islendinga að ákveða, hvort við eigum að drag- ast enn meir aftur úr og verða innan tiðar settir á bekk með vanþróuðustu ríkjum Asíu og Afriku, eða hvort við viljum við- halda þeim lífskjörum, sem við búum nú við, og treysta grunninn undir menningarlegu og efnahags- legu sjálfstæði Islands. Það verð- ur bezt gert með því að stórefla háskóla okkar og vísindalegar rannsóknir á Islandi. Lesandi góður, þú átt valið. pill lllll■llll■lllll iibiiihi:« Hefur þú, lesandl góður, hug- leitt það nýlega, hve aðstaða kaupstaðarbaraa og dreifbýlis- bama til menntunar er gjör- ólík ? Kaupstaðarbúinn hefur bamaskólann og gagnfræða- skólann rétt við húsvegginn - stundum lika ýmsa framhalds- skóla. Böm hans hefja skóla- göngu 6-7 ára. I sveitunum komast börain yfirleitt ekki í skóla fyrr en 9-10 ára og þá kannski heimavistarskóla all- langt frá heimilum sínum. Gagnfræðaskóli er oftast eng- inn í sveitinni, en e.t.v. yfir- fullur heimavistarhéraðsskóli einhvers staðar f sýslunni. Þessa skóla verða börnin að sækja við ærinn kostnað, og þegar ofar dregur í skólastig- ann, verður enn lengra að sækja - kannski í annan lands- hluta. Er þá nema von, að margir láti frekari skólagöngu lönd og leið? Fjárhagshliðin skiptir auð- vitað miklu f þessu sambandl. Sfzt léttari á metunum er þó fáfræði og áhugaleysi sveita- barnanna um framhaldsskóla yfirleitt. Enginn slfkur er f þeirra nágrenni. Skólinn sjálf- Háskóli, menntun og dreifbýli ur hefur nefnilega alltaf hvetj- andi og áhugavekjandi áhrif á þá, sem næst honum búa. Það er þvf ekki bara metnaðar- og fjárhagsatriði fyrir Vestfirð- inga og Austfirðinga að fá sfna menntaskóla, heldur myndu þeir verða öllu mennta- lifi og menntunaráhuga ómet- anleg lyftistöng hvor á sfnum stað. Allur þessi aðstöðumunur hefur bein og óbeln áhrif á háskólann, sem er eign allrar þjóðarinnar. lbúar dreifbýlisins bera sinn hluta kostnaðar af H starfrækslu þess skóla. Þeir Jj eiga því jafnmikinn rétt og ■ aðrir landsmenn á að njóta p þess, er þar fer fram, og eiga |j skilyrðislaust að notfæra sér | þann rétt. Þeir geta líka búið = í haginn fyrir sína menn við | háskólann með því að styrkja ■ byggingu stúdentagarða og ■ hjónagarða. Jafnframt þurfa j| þeir að reyna að leitast við að jg tryg'gja, að þessir menn snúi | sem mest aftur til sinnar | heimabyggðar og láti hana [§ njóta starfskrafta sinna. ■ i Með sjónvarpinu opnast nýj- m ar leiðir til aukinna tengsla ■ háskólans við dreifbýllð. T.d. p mætti hugsa sér, að háskólans | meim flyttu öðru hvoru fyrir- s lestra f sjónvarp um áhuga- I verð efni. Stúdentar telja, að | almenningur eigi rétt á að I vita allt um sinn skóla, og þá p sé lika stuðnings að vænta frá p honum í baráttunni fyrir bætt- g| um háskóla. Þá dugir stjóm- = málarcfum ekki lengur að bera J því við f umræðum um efling ■ háskólans, að almenningur gj hafi engan áhuga eða skilning p á málum hans. Illll■llll■lllll lllll■llll■l^l■1lll | lllÉii

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.