Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 5
ÍTÚDENTABLAÐ 5 27. nóvember 1969 Stúdentar leggja í stúdentaheimilið við Gamla Garð TVÆR MILLJÓNIR MEÐ FJÁRSÖFNUN OG VINNU Framkvæmdir við byggingu Stú- dentaheimilisins ganga að mestu sam- kvæmt áætlun, og er gert ráð fyrir, að húsið verði fokhelt um áramót. Ætlunin er, að neðri hæðin, þar sem verður matsalur o. fl., verði tekin í notkun í október á næsta ári, en húsið verði fullgert á árinu 1971. Þegar verið var að koma þessum gamla draumi á framkvæmdastig í vor, strandaði á peningahliðinni, eins og oft áður. Endirinn varð sá, að þeg- ar Ríkissjóður, ITappdrættið og bank- arnir höfðu lofað 29 milljónum, vant- aði 2 millj. til að ná áætluðum kostn- aði. Málið leystist á þann veg, að Stúdentaráð H.I. lofaði að ábyrgjast allt sem færi yfir 29 milljónirnar. En hvernuj á að efna loforðið? Sam- kvæmt upplýsingum, sem Stúdenta- blað hefur aflað sér, er SHÍ nú að skipa þriggja manna nefnd til að í fyrsta lagi að athuga nákvæmlcga hvort fjárhagsáætlunin stenzt og hve mikið SHÍ þarf að útvega, og í öðru lagi að gera tillögur um, hvernig á að framkvæma loforðið. Um fyrra atriðið er það að segja, að líkur benda til, að áætlunin stand- ist og jafnvel, að það verði innan við tvær milljónir, sem leggja þarf frarn. Þá upphæð mætti jafnvel lækka með sparnaði í innréttingum og fleiru, en umrædd nefnd mun einnig athuga þann möguleika. Varðandi framkvæmdir, hefur lielzt komið til tals að stúdentar safni fé til húsgagnakaupa í herbergi þau á efri hæð hússins, sem deildarfélögin, SFHÍ og SHI fá til afnota. Einnig hefur ver- ið rætt um, að stúdcntar tækju að sér útivinnu, svo sem hellulagningu, eða málningarvinnu utanhúss eða innan, sem kæmi þá til framkvæmda í vor eða sumar. En þetta mál skýrist allt fljótlega, og þá ríður á, að stúdentar verði sam- taka um þau verk, sem þeir taka að sér í sambandi við þessa byggingu og þannig flýtt fvrir, að félagslega að- staðan á efri hæðinni komist í gagnið. Árbókunum fjölgar ört Mikill fjörkippur er nú kominn í útgáfu á Árbók Háskóla íslands. Út- koma bókanna síðustu ár hefur dreg- izt nokkuð, en i fyrra kom svo út bók um starfsemina háskólaárið 1902—63. Á þessu ári komu bækurnar 1963— 66, og nú eru í prentun lijá Leiftri tvær árbækur, sem koma jafnvel út fyrir áramót. Þar með er búið að vinna upp tafir undanfarinna ára, og ber að þakka þessa framtakssemi. Nú er biíið að steypa upp neðri hœð Stúdentaheimilisins.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.