Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 6
6 stúdentablad Næsta bygging Háskólans verður reist milli íþróttahúss og aðalbyggingarinnar BYRJAÐ Á LAGADEILDARHÚSI í VOR? Fleiri byggingar í undirbúningi Stúdentablað ræddi fyrir skömmu við prófesor Magnús Má Lárusson, háskólarektor, um næstu byggingar- framkvæmdir á vegum Háskólans, en eins og kom fram í skýrslu Háskóla- nefndar, er þörf fyrir stóraukið hús- rými í náinni framtíð. Rektor sagði, að sennilega yrði fyrst hafin bygging á húsi, sem yrði staðsett á svæðinu milli íþróttahúss og aðalbyggingarinnar. Það yrði að- allega ætlað fyrir lagadeild. Unnið er nú að teikningum af þessu húsi á teiknistofu Húsameistara ríkisins, og vonir standa til að framkvæmdir hefj- ist í vor. Byggingu hússins ætti að vera hægt að ljúka á tveim árum. Af öðrum byggingum er það helzt að frétta, að verkfræðideild hefur hannað sínar þarfir og fer fram á að fá 6 hektara lóð. Teikning af húsinu liggur fyrir í frumdráttum, en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um framkvæmdir. Sennilega yrði byggt í nágrenni við hús Raunvísindastofn- unarinnar. Vegna aukinna lóða Landspítalans sunnan Hringbrautar, skapast þar að- staða fyrir læknadeildarbyggingu, og er málið nú í athugun. Eftir fjögur ár rennur út leigusamningur um að- stöðu fyrir tannlæknadeild í húsi Landspítalans. Innan þess tíma verð- ur að skapa betri aðstöðu — eða að öðrum kosti að leggja niður deildina, en því höfum við ekki efni á. Skipulag háskólalóðarinnar var rætt í Háskólaráði í ágústmánuði s.l., en erfiðleikar í sambandi við skipu- lagið eru margir, m. a. vegna stað- setningar Stúdentaheimilisins (t. d. af skorti á bilastæðum). En vanda- Húsnæðisvandræði viðskiptadeildar leyst í bráð: BJARKARGATA 6 KEYPT Nýlega hefur verið gengið frá samn- ingum um kaup á húseigninni nr. 6 við Bjarkargötu til nota fyrir við- skiptadeild, en það hús byggði Knút- ur Zimsen verkfræðingur á sínum tíma. Að sögn rektors er hér um bráða- birgðalausn að ræða, en húsið er í góðu endursöluverði vegna staðsetn- ingarinnar. Þarna á að fara fram seminarkennsla viðskiptadeildar, af- drep verður fyrir kennara, og einnig verður bókasafn og lestraraðstaða fyr- ir viðskiptafræðinema. Þessi nýjasta eign Háskólans má heita tilbúin til afnota nú þegar. málin verður að leysa í heild, svo að ekki fáist óhentugar lausnir, og þann- ig er hægt að ná réttum hraða í ytri uppbyggingu Háskólans, sagði Magn- ús Már að lokum. Mikil eftirvænting: Kókmaskína væntanleg Kaffistofan í háskólakjallaranum annar hvergi nærri þjónustu við hinn mikla fjölda stúdenta og kennara við skólann. Einhverjum hugvitssömum manni datt í hug, að gosdrykkjasölu- vél yrði til mikilla bóta, og voru flestir á sömu skoðun. Er málið nú komið á það góðan rekspöl, að vélin er kom- in til landsins. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson hefur haft milligöngu um útvegun vélarinnar og leigir Félags- stofnuninni. Ekki mun enn gengið frá leiguskilmálum, en álitið er, að selja þurfi um fimmhundruð skammta á mánuði, til þess að gróði verði af fyr- irtækinu. Skammturinn á að kosta 10 kr., og verður unnt að velja úr þrern- ur tegundum. Risið hcfur upp mögnuð deila mcð- al forráðamanna, um livar staðsetja skuli instrúmentið. Ýmsir hafa liöfð- að til hagræðisins fyrir stúdenta, og krafizt þess, að vélin vcrði staðsett í anddyri skólans. Aðrir telja vélina það ljóta, að hún sé hvergi annars staðar hafandi en í kjallaranum, fyrir fram- an kaffistofuna. Siðustu fréttir: Likur eru á skjótri lausn þcssa máls.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.