Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 7
stúdentablað 7 PÖNTUNARFÉLAG í ATHUGUN Húsnæði hindrar frekari framkvæmdir Sú tillaga hefur skotið upp kollin- um, að komið verði á fót pöntunar- félagi stúdenta. Mun hugmyndin að baki stofnunar pöntunarfélags vera sú, að stúdentum verði gert kleift að fá ýmsar nauðsynjavörur keyptar við lægra verði en gerist á hinum al- menna markaði. Hagkvæmni pöntun- arfélags byggist á litlum rekstrar- kostnaði og lítilli álagningu, sem mið- ast við það eitt, að ekki verði tap á rekstri þess. Enginn vafi er á því, að slíkt pöntunarfélag getur orðið til mikilla hagsbóta fyrir stúdenta, ekki hvað sízt fyrir þá, sem fvrir fjölskyld- um hafa að sjá. Rekstur slíks félags myndi að sjálf- sögðu vera í höndum Félagsstofnunar stúdenta, sem nýlega liefur, ásamt Hagsmunanefnd Stúdentaráðs, skipað fjögurra manna nefnd, til þess að kanna möguleika á stofnun pöntunar- félags. Hefur þegar farið fram athug- un á rekstrarfyrirkomulagi nokkurra svipaðra fyrirtækja hér í borg á veg- um nefndarinnar. Komið hefur í Ijós, að töluverðs geymslurýmis yrði þörf, og er það nú sem stendur einn helzti agnúinn á stofnframkvæmdum. Eðlilegast væri, að slíkt pöntunarfélag yrði undir verndarvæng Félagsstofn- unarinnar og þá, að það fengi húsrými undir þaki félagsheimilisins, sem nú er að rísa upp úr forinni. ITeyrzt hefur, 1391 innritaður Nýlega er lokið árlegri skráningu stúdenta við háskólann. Skráður var 1391 stúdent, þar af voru 458 ný- skráðir. Þetta er töluverð aukning frá því í fyrra, en Stúdentablaði er ekki kunnugt um hve mikil lnín er, þar eð skrifstofa skólans gat ekki veitt blað- inu upplýsingar um fjölda innritaðra stúdenta í fyrra. að ýmis önnur hagsmunafyrirtæki muni fá inni í félagsheimilinu, og hef- ur bóksalan einkum verið nefnd í þvi sambandi. Virðist leikmönnum svo, sem fátt eitt geti verið því til fyrir- stöðu, að pöntunarfélag fengi eitt her- bergi til afnota, þar sem bóksölunni er afhentur stærri einnar hæðar gólf- flötur en nokkur önnur bókaverzlun NY GATA GERÐ Innan tiltölulega skamms tíma verður bönnuð vinstri beygja úr Tjarnargötu og Bjarkargötu inn á Hringbraut. Einnig stendur til að hringtorgið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar verði tekið af og í stað- inn sett umferðarljós á gatnamótiu. Þetta hefur áhrif á allt lífið, sagði háskólarektor, er við ræddum við hann um þessi umferðarvandamál, og til að fá lausn í bili samþykkti Há- skólaráð 19. september s.l. að biðja Reykjavíkurborg að gera nýja götu fyrir sunnan Arnagarð, og lægi hún frá Suðurgötu og þvert á Aragötu og hérlendis hefur yfir að ráða. Nú má með sanni segja, að það sé víðsýni, að byggja rúmt fyrir bóksöluna, en þegar húsbyggingar á vegum Háskóla Is- lands eru eins takmarkaðar og raun ber vitni, er sjálfsagt að reyna að stikla hinn gullna meðalveg í veitingu húsnæðis. Félagsstofnunin mun taka upp á sína arma kaffistofu stúdenta, bóksöluna og sitthvað fleira. Rýmk- ast þá til í skólanum og gæti þá e. t. v. verið möguleiki á að taka núverandi kaffistofu stúdenta undir geymslu- rými fyrir pöntunarfélagið. Verður einkar fróðlegt að fylgjast með fram- vindu þessa máls, svo og hverju Stúd- entaráð fær áorkað í framkvæmd. NÆSTA SUMAR Oddagötu og næði niður í Vatnsmýri, þar sem hún eigi að mæta götunni fyrir neðan skeifu. Líkur benda til að gata þessi verði lögð og báðar göturnar malbikaðar næsta sumar og Reykjavíkurborg sjái um framkvæmd verksins. Þannig fengist bráðabirgðalausn á aðkeyrsluvandræðum Háskólans og Norræna hússins og á útkeyrslu úr Aragötu og Oddagötu, en eins og nú er háttað virðist hægri umferðin ekki henta skipulagi háskólalóðarinnar og því verður að finna endanlega lausn. Hægri umferðin hentar ekki háskólasvæðinu

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.