Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 10
10 STÚDENTABLAÐ Ötult starf í fundanefnd En stúdentar sinnulitlir um eigin málefni. — Fundir í desember um „menntamanninn og atvinnulífið^ Björn Jósef Arnviðarson er nú for- maður fundnefndar, og hefur starf- semi nefndarinnar verið með ötulasta móti, það sem af er. Þann 30. okt. var haldinn kynningarfundur í 1. kennslu- stofu Háskólans. Magnús Gunnars- son kynnti starfsemi stúdentafélags- ins, Allan V. Magnússon talaði um S.H.Í. og Þorsteinn Ingólfsson kynnti Félagsstofnun stúdenta. Næst var fundur um skýrslu Há- skólanefndar. Helgi Skúli Kjartans- son opnaði umræður, sem voru með fremur frjálslegum hætti. Þriðji fundurinn var 11. nóv. og fjallaði um lánamál. Þar voru mættir Þröstur Ólafsson formaður S.Í.N.E. og Lúðvík Ólafsson, fulltrúi í lána- sjóði. Það, sem einkenndi alla þessa fundi var það, að stúdentar hunzuðu þá gersamlega. Til dæmis var fundurinn um lánamálin svo fámennur, að fund- armenn settust við borð og röbbuðu saman. Þótti þeim fáu, sem mættu. heppilegra að hafa þetta hringborðs- ráðstefnu. Sömu sögu er að segja um hina fundina tvo. Aðeins örfáir létu sjá sig. Er það næsta furðuleg stað- reynd, að stúdentar láti sig engu varða það, sem fram fer í félagsmálum skólans. Væri vissulega æskilegt, ef menn sinntu örlítið mcira því ötula starfi, sem fundanefnd innir af hendi. Annað var uppi á teningnum, þegar haldinn var fundur um Viet-Nam þann 14. nóv. Ræðumenn voru þeir Gestur Þorgeirsson, Sveinn Rúnar Hauksson, Friðrik Sophusson og Geir Vilhjálmsson. Fundur þessi var mjög vel sóttur og sendi hann frá sér álykt- un. Þann 18. þ. m. var haldinn almenn- ur borgarafundur í Norræna húsinu. Fundarefni var „Á ísland að ganga " A N D R Á„ fréttablöðungur SFHÍ „Ég mun, ef ég næ kosningu, beita mér fyrir því, að Stúdentafélagið gefi jafnhliða Stúdentablaði út fjölritað fréttablað, til þess að kynna stúdent- um félags- og skólalífið frá degi til dags,“ sagði núverandi formaður SFHÍ, Magnús Gunnarsson, á fram- boðsfundinum í Norræna húsinu. 1. og 2. tölublað þessa fréttablaðs er nú komið út, og kallast það „And- rá“, í samræmi við tilgang þess. Ábyrgðannaður blaðsins er Sigurð- ur Guðmundsson stud. med., 5. mað- ur á A-lista við síðustu Stúdentafé- lagskosningar. aadrá HA5KQLA HATIÐ 25. OKT. (M AtIAVITA STÚDtMTA U 2) Á0-jdfnJ44.l (%i MISSEPISVmtXHM i Mt- 7) í EFTA?“ Er nánar rætt um fundinn í blaðinu. Þá er áætlaður fundur með ungum stjórnmálamönnum, þar sem þeir munu kynna stöðu sína innan stjórn- málaflokkanna, en ekki er fullákveðið hvenær hann verður, né hvert verður fyrirkomulag hans. Tveir fundir munu verða í dcs- ember. Verða þeir eins konar fram- hald af því, sem fjallað verður um á hátíðinni 1. des., þ. e. a. s. fjallað verður um stöðu menntamanna í iðn- aði og sjávarútvegi, sitt á hvorum fundi. Fengnir verða menn frá Félagi ísl. iðnrekenda til að tala á fyrri fund- inum, en á þeim seinni koma fram menn frá Rannsóknarstofnun sjávar- útvegsins. Verður það seinasti fundur- inn fyrir jól. HÁTÍÐABLAÐ Eins og vanalega kemur út 1. des- ember sérstakt hátíðablað á vegum SFHÍ, Stúdentablað 1. desember. Blaðið núna er að mestu uppbyggt af þremur efnisþáttum, umrœður uvi menntaviál, hagnýtt gildi menntunar, hjördœmaskipun, en auk þess er fleira efni í blaðinu. Blaðið er 60 síður að stærð, í stóru broti. Það er offsetprentað í Litho- prent h.f., og er allur frágangur og útlit blaðsins til fyrirmyndar. Ritstjóri 1. des. blaðsins er Árni Ólafur Lárusson stud. oecon. Seminar um EFTA í ráði er, að SFHÍ og Félag viðskiptafræðinema haldi „seminar" um fyriibugaða aðild íslands að EFTA. Verður leitazt við að fá menn úr atvinnulífinu og kunnáttumenn ti) þess að kynna stúdentum þetta mál á sem breiðustum grundvelli. Þegar Stúdentablað fór í prentun, var enn ekki búið að ákveða, hvenær seminarið yrði haldið, en búizt er við því, að það verði mjög fljótlega.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.