Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 12
12 STÚDENTABLAÐ STÚDENTASTJARNAN VEITT 1. DES. MIKLAR GETGÁTUR Stúdentastjaman verður veitt í annað skipti 1. des. n.k. Stúdentaaka- demía veitir stjörnuna, en í stúdenta- akademíunni eiga sæti 13 menn, 2 frá hverri deild, cn forseti akademíunnar er skipaður af stjórn SFHI. Stúdentastjarnan er veitt fyrir afrek á sviði vísinda, mennta og lista, og má veita hana fleirum en einum manni, en þó er akademían ekki skyld til þess að veita stjörnuna, ef henni finnst enginn hafa til hennar unnið, eða kemur sér ekki saman um stjörnu- Að sögn forseta akademíunnar, Sig- urðar H. Guðmunds- sonar stud. theol., skipta akademíu- menn með sér verk- um og kanna ákveð- in svið og skila greinargerðum um þá menn, sem til greina koma og verk þeirra. Þessar greinargerðir era síðan ræddar á fundum akademí- unnar og að lokum fer fram kosn- ing, eftir ákveðnu stigakerfi. Til þess að atkvæðagreiðslan sé gild, verða allir akademíumenn að vera viðstadd- ir. Stjörnuhafi verður og að ná ákveðnum stigafjölda, og er vel hugs- anlegt, að stúdentastjarnan yrði ein- hverntíman ekki veitt, þar eð aka- demíumenn kæmu sér ekki saman um stjörnuhafa. Akademíumenn leita jafnan umsagnar sérfróðra manna um hugsanlega stjörnuhafa. í fyrra var prófessor Þorbirni Sigur- geirssyni veitt stúdentastjarnan fyrir rannsóknir hans um segulmælingar. Akademían gaf einnig út sérstakt rit, og var það helgað þessari veitingu. Verður áframhald á þessai'i útgáfu- starfsemi. Akademíumenn eru bundnir þagn- arheiti um störf sín þar, þannig að engin leið er að fá upplýsingar um Lengst af frá því að Háskóli ís- iands var stofnaður, mun þar hafa verið starfandi kór. Hefur sú starfsemi oft legið niðri um skeið, en risið upp á milli. Oftast var það regla, að stúd- entar, sem voru við nám, voru einir meðlimir. En fyrir um það bil 5 árum var kórinn endurstofnaður og reglun- um breytt, þannig að nú fylla þann flokk ungir og gamlir stúdentar. Sá hópur telur um 30—40 manns. Jón Þórarinsson var í fyrstu stjórnandi hins nýstofnaða kórs, en nú í haust væntanlegan stjörnuhafa. Veiting stúdentastjörnunnar vakti mikla at- liygli í fyrra, og voru ýmsar getgátur á lofti um, hver hlyti stjörnuna. Hið sama er uppi á teningnum nú, og er ekki að efa, að veitingar stúdenta- stjörnunnar er beðið með hvað mestri eftirvæntingu af því, sem fram fer á vegum stúdenta 1. desember. tók Atli Heimir Sveinsson við því starfi. Blaðið hafði samband við Atla, og lét hann mjög vel af þessu starfi. Kvað hann gaman að vinna mcð stúdentum, þeir mæta vel á æfingar, eru fljótir að læra og áhugasamir. For- maður kórsins er ísleifur Jónsson verkfræðingur. Á dagskrá 1. des. munu verða stúd- entalög og ættjarðarlög, en þetta er raunar uppistaðan í viðfangsefnum stúdentakórsins eins og er. hafa. Sigurður. Stúdentakórinn 30—40 menn í kórnum

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.