Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 17
STÚDENTABLAÐ 17 rúmlega 45 þús. kr. á ári eða nœr 2 sjónvarpstœki á ári, sem mun nema um t'veim mánaðarlaunum hans á ári. LANGT í LAND. Samkvæmt töflunum hér að framan er greinilegt, að langt er í land með að stúdentar hljóti fullan stuðning frá opinberum aðilum. Við síðustu aðalúthlutun var veitt u. þ. b. 55 millj. kr. í lán. Þar af fóru 19 millj. kr. til námsmanna við H.I., en 36 millj. kr. til námsmanna er- lendis. Af þessum 55 millj. kr. var um 45 millj. veitt af fjárlögum, rúmar 4 millj. voru eigin tekjur sjóðsins, s. s. endurgreiðslur lána, en mismunurinn var tekinn sem bankalán. í fjárlögum, sem nú liggja fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir 11 millj. kr. hækkun til lánasjóðs. 5 ÁRA ÁÆTLUN. Stúdentaráð og SÍNE hafa látið gera athugun á því, hversu mikil fjárveiting til sjóðsins þyrfti að vera, til þcss að hægt væri að lána alla umframfjárþörf til námsmanna. Við þá útreikninga var rniðað við óbreyttan stúdentafjölda frá 1969 úthlutuninni og óbreyttan hag þeirra. Niðurstöð- ur urðu þær, að upphæð úthlutað til stúdenta við II.Í. þyrfti að hækka úr 19 millj. kr. í 44 millj. kr. og til SÍNE- manna úr 36 millj. kr. í um 80 millj. kr. Er þetta um 1 y-i°Jo af þeim fjárlögum, sem nú liggja fyrir Alþingi, S.H.Í. og SÍNE hafa í framhaldi af þessurn athugunum sínum gert tillögu um 5 ára áætlun, sem hefðist með næstu úthlutun þ. e. 1970. Er gert ráð fyrir hækkun jafnt og þétt í % af umframfjárþörf, unz 100% er náð. Einnig er gert ráð fyrir afnámi hámarkslána strax í vetur, en þau eru eitt óvinsælasta atriði úthlutunarreglnanna. Slíkt afnám myndi kosta sjóðinn ca. 5,7 millj. kr. Þá er og gert ráð fyrir að mönnum verði ckki reiknaðar lágmarks- tekjur, ef þeir hafa sannanlega verið við nám að sumri til. Þá er og gert ráð fyrir breytingu á útreikningum lág- markstekna og tekið þannig tillit til lengdar sumarleyfa og atvinnuástands í landinu. NOKKRAR LEIÐIR. Af dæminu um afborganir lána er fljótséð, að fleira þarf að breytast en það, sem að framan er talið. Þegar slík námsaðstoð er orðin 100% af umframfjárþörf, verður hún þeim láglaunamenntamönnum, sem hennar höfðu notið, óbærileg byrði við endurgreiðslu. Úr vöndu er að ráða og margar leiðir um að velja. Skal hér drepið á nokkrar. Hækkuð laun lágt launaðra menntamanna. Hluti eða öll námsaðstoð veitt sem styrkur eða laun. Lækkaðir vextir og afborgunartími lengdur að mun. Lækkun á fjár- þörf námsmanna með ódýru húsnæði og fæði, auknurn fríðindum og pöntunarfélögum. ÞRÖSTUR ÓLAFSSON: NÁM Á EKKI AÐ VERA FORRÉTTINDI HINNA EFNUÐU Þröstur Ólafsson hagfræðingur, formaður SÍNE, ræðir í þessari grein um afkomu námsmanna við nám erlendis. Tvær gengisfell- ingar, aukin dýrtíð erlendis og versnandi aðstæður aðstandenda hafa mjög dregið úr möguleikum margra á námi utanlands, þannig að sú hætta er framundan, að nám erlendis verði forréttindi þeirra fáu, sem eiga efnaða foreldra. Á þessu þarf nú þegar að ráða bót, en skilyrði er, að mun strangara eftirlit verði með náms- ástundun og árangri en hingað til hefur verið. Þröstur Ölajsson. Stjórn Sambands íslenzkra náms- manna erlendis (SÍNE) varð það ljóst nú í haust, að ekki yrði lengur búið við það ástand, sem ríkt hefur í lána- málum íslenzkra námsmanna erlendis. Tvær stórar gengisfellingar, rýrn- andi atvinnumöguleikar hér heima, versnandi afkoma aðstandenda og dýrtíð í flestum löndum erlendis, allt liafði þetta gert námsmönnum svo erfitt fyrir, að fyrirsjáanlegt var, að allmargir þyrftu að hætta námi, en mcnntun yrði í æ ríkara mæli sérrétt- indi hinna efnuðu í þjóðfélaginu, ef ekki yrði tímanlega gripið í taumana. MIKIL SKULDAB YRÐI. Nám er vinna, og menntun er fjár- festing, sem námsmenn leggja út í, án þess raunverulega að hafa nokkra tryggingu fyrir því, að þjóðfélagið meti hana að verðleikum að námi loknu. Fyrir þessa vinnu, sem náms-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.